Lífið

Dansandi fangar reyna gleðja páfann

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Fangarnir tileinkuðu Frans páfa sinn nýjasta dans.
Fangarnir tileinkuðu Frans páfa sinn nýjasta dans.
Fangarnir í Cebu-fangelsinu á Filippseyjum hafa vakið mikla athygli víða um heim fyrir mögnuð dansatriði. Í vikunni dönsuðu þeir fyrir Frans páfa, þrátt fyrir að hann væri ekki í heimsókn hjá þeim.

Hér má sjá myndbandið af dansinum tileinkuðum páfanum.





Fangarnir slógu fyrst í gegn árið 2007 þegar þeir dönsuðu við lagið Thriller með Michael Jackson. Síðan þá hafa þeir notið mikillar frægðar víða um heim og nota krafta netsins til að koma myndböndum sínum sem víðast. Þeir hafa komið opinberlega fram utan veggja fangelsins og margir hafa komið langt að til að sjá þá dansa í fangelsinu.

Litið er á dansinn sem lið í því endurhæfingu fanganna. Í fyrstu voru þeir látnir nýta tímann sem þeir fá til útiveru í að ganga í takt. Síðar kviknaði sú hugmynd að láta þá dansa og var fyrsta lagið sem þeir dönsuðu við lag Pink Floyd sem ber titilinn Anohther Brick in the Wall, nema hvað!

Hér að neðan má sjá þá dansa við lagið Thriller. En horft hefur verið á það í 54 milljónir skipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×