"Þeir lögðu á ráðin um hryðjuverkaárás“ Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2015 21:15 Saksóknarinn Eric van der Sypt greindi fréttamönnum frá því að mennirnir hafi tilheyrt hópi sem hafði snúið aftur frá Sýrlandi og lagt á ráðin um meiriháttar hryðjuverkaárás. Vísir/AFP Tveir létust og einn var handtekinn í aðgerðum belgísku lögreglunnar gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í bænum Verviers í austurhluta Belgíu fyrr í kvöld. Málið er talið tengjast íslömskum öfgamönnum. Saksóknarinn Eric van der Sypt greindi fréttamönnum frá því að mennirnir hafi tilheyrt hópi sem hafði snúið aftur frá Sýrlandi og lagt á ráðin um meiriháttar hryðjuverkaárás. Sagði hann hina grunuðu hafa skotið á lögreglu áður en þeir voru drepnir. Engir lögreglumenn særðust í árásinni. Aðgerðin átti sér stað í miðborg Verviers og segjast vitni hafa heyrt skothríð í nokkrar mínútur og að minnsta kosti þrjár sprengingar. Bærinn Verviers er í Liege-héraði og búa þar um 56 þúsund manns.Reikna með að handtaka fleiri Van der Sypt segir að hryðjuverkaárásir mannanna hefðu átt að beinast að lögreglubyggingum. Hann segir ekkert benda til þess að mennirnir hafi tengst mönnunum sem stóðu fyrir hryðjuverkaárásunum í París í síðustu viku. Lögregla hafði fylgst með ferðum mannanna um margra vikna skeið og beitti lögregla meðal annars hlerunum. „Við reiknum með að handtaka fleiri í tengslum við málið,“ segir saksóknarinn. Í frétt SVT kemur fram að lögregla í belgísku höfuðborginni Brussel hafi lokað göngum í hverfinu þar sem helstu stofnanir Evrópusambandsins er að finna og að sögn sjónarvotta sveima þyrlur yfir borginni.Viðbúnaðarstig hækkað Um tíu samhæfðar aðgerðir lögreglu hafa staðið yfir í Brussel og fleiri stöðum í Belgíu í kvöld og hefur viðbúnaðarstig lögreglu verið hækkað á ákveðnum svæðum í landinu. Fyrr í dag var belgískur vopnasölumaður handtekinn sem viðurkennt hefur að hafa verið í samskiptum við Amedy Coulibaly, Frakkann sem tók fjölda manns í gíslingu í kosher verslun í austurhluta Parísar á föstudaginn, auk þess að hafa drepið lögreglukonu í frönsku höfuðborginni á fimmtudaginn fyrir viku. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Tveir létust og einn var handtekinn í aðgerðum belgísku lögreglunnar gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í bænum Verviers í austurhluta Belgíu fyrr í kvöld. Málið er talið tengjast íslömskum öfgamönnum. Saksóknarinn Eric van der Sypt greindi fréttamönnum frá því að mennirnir hafi tilheyrt hópi sem hafði snúið aftur frá Sýrlandi og lagt á ráðin um meiriháttar hryðjuverkaárás. Sagði hann hina grunuðu hafa skotið á lögreglu áður en þeir voru drepnir. Engir lögreglumenn særðust í árásinni. Aðgerðin átti sér stað í miðborg Verviers og segjast vitni hafa heyrt skothríð í nokkrar mínútur og að minnsta kosti þrjár sprengingar. Bærinn Verviers er í Liege-héraði og búa þar um 56 þúsund manns.Reikna með að handtaka fleiri Van der Sypt segir að hryðjuverkaárásir mannanna hefðu átt að beinast að lögreglubyggingum. Hann segir ekkert benda til þess að mennirnir hafi tengst mönnunum sem stóðu fyrir hryðjuverkaárásunum í París í síðustu viku. Lögregla hafði fylgst með ferðum mannanna um margra vikna skeið og beitti lögregla meðal annars hlerunum. „Við reiknum með að handtaka fleiri í tengslum við málið,“ segir saksóknarinn. Í frétt SVT kemur fram að lögregla í belgísku höfuðborginni Brussel hafi lokað göngum í hverfinu þar sem helstu stofnanir Evrópusambandsins er að finna og að sögn sjónarvotta sveima þyrlur yfir borginni.Viðbúnaðarstig hækkað Um tíu samhæfðar aðgerðir lögreglu hafa staðið yfir í Brussel og fleiri stöðum í Belgíu í kvöld og hefur viðbúnaðarstig lögreglu verið hækkað á ákveðnum svæðum í landinu. Fyrr í dag var belgískur vopnasölumaður handtekinn sem viðurkennt hefur að hafa verið í samskiptum við Amedy Coulibaly, Frakkann sem tók fjölda manns í gíslingu í kosher verslun í austurhluta Parísar á föstudaginn, auk þess að hafa drepið lögreglukonu í frönsku höfuðborginni á fimmtudaginn fyrir viku.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira