Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Hjörtur Hjartarson skrifar 15. janúar 2015 19:45 Fiskistofustjóri segir nær öruggt að stofnunin muni ekki taka til starfa á Akureyri næsta sumar eins og stefnt var að, miðað við stöðu mála í dag. Ekki er eining innan Sjálfstæðisflokksins um að veita sjávarútvegsráðherra lagaheimild til að flytja Fiskistofu sem gæti leitt til þess að falla verði frá áformunum. Áætlað var að höfuðstöðvar Fiskistofu yrðu fluttar til Akureyra fyrir 1.júlí næstkomandi og að flutningum yrði lokið 1.janúar. Ljóst þykir að þessar tímasetningar munu tæplegast standa. „Það liggur þannig í því að ráðherra hefur ekki tekið hinu formlegu ákvörðun um að flytja stofnunina enda hafa ekki verið samþykkt lög sem heimila flutninginn þannig að lagalega óvissan er til staðar,“ segir Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.„Það að tímaramminn standist ekki, gefur það til kynna að þínu mati að eitthvað geti breyst með þessa flutninga?“„Ég get ekki lesið neitt slíkt út úr þessu. Ég fékk ákveðið verkefni í hendurnar síðastliðið sumar og ég hef ekki fengið nein fyrirmæli um að það sé að breytast.“Eyþór Björnsson, FiskistofustjóriSjávarútvegsráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en í skriflegu svari segir að dregist hafi að eyða óvissunni sem ríkir um lagaheimild ráðherra. Tímalínan kunni að breytast en að öðru leyti séu áformin óbreytt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir stjórnarliðar úr röðum Sjálfstæðisflokksins rætt við starfsmenn Fiskistofu og lofað þeim að barist verði gegn flutningnum með kjafti og klóm. Lítið fór hinsvegar fyrir þessum loforðum í desember þegar fjárlögin voru afgreidd. Allir viðstaddir stjórnarliðar greiddu nefnilega atkvæði með tillögu um að veita 130 milljónum króna í flutning stofnunarinnar. „Það má kannski segja að það sé ekki alveg í rökrænu samhengi en þetta er einungis heimildarákvæði og það kann að vera að það sé hægt að nota þessa heimild til annarra hluta innan Fiskistofu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFréttastofa ræddi við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag og allir sögðust þeir ætla að leggjast gegn því að fiskistofa verði flutt frá Hafnarfirði. „Ég tel að sú framkoma sem ráðherra hefur sýnt starfsfólki Fiskistofu sé ekki með þeim hætti að hægt sé að samþykkja. Og það að slengja þessu fram án nokkurs undirbúnings, án nokkurs rökstuðnings og án nokkurrar greiningar, get ég ekki fallist á,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Fiskistofustjóri segir nær öruggt að stofnunin muni ekki taka til starfa á Akureyri næsta sumar eins og stefnt var að, miðað við stöðu mála í dag. Ekki er eining innan Sjálfstæðisflokksins um að veita sjávarútvegsráðherra lagaheimild til að flytja Fiskistofu sem gæti leitt til þess að falla verði frá áformunum. Áætlað var að höfuðstöðvar Fiskistofu yrðu fluttar til Akureyra fyrir 1.júlí næstkomandi og að flutningum yrði lokið 1.janúar. Ljóst þykir að þessar tímasetningar munu tæplegast standa. „Það liggur þannig í því að ráðherra hefur ekki tekið hinu formlegu ákvörðun um að flytja stofnunina enda hafa ekki verið samþykkt lög sem heimila flutninginn þannig að lagalega óvissan er til staðar,“ segir Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.„Það að tímaramminn standist ekki, gefur það til kynna að þínu mati að eitthvað geti breyst með þessa flutninga?“„Ég get ekki lesið neitt slíkt út úr þessu. Ég fékk ákveðið verkefni í hendurnar síðastliðið sumar og ég hef ekki fengið nein fyrirmæli um að það sé að breytast.“Eyþór Björnsson, FiskistofustjóriSjávarútvegsráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en í skriflegu svari segir að dregist hafi að eyða óvissunni sem ríkir um lagaheimild ráðherra. Tímalínan kunni að breytast en að öðru leyti séu áformin óbreytt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir stjórnarliðar úr röðum Sjálfstæðisflokksins rætt við starfsmenn Fiskistofu og lofað þeim að barist verði gegn flutningnum með kjafti og klóm. Lítið fór hinsvegar fyrir þessum loforðum í desember þegar fjárlögin voru afgreidd. Allir viðstaddir stjórnarliðar greiddu nefnilega atkvæði með tillögu um að veita 130 milljónum króna í flutning stofnunarinnar. „Það má kannski segja að það sé ekki alveg í rökrænu samhengi en þetta er einungis heimildarákvæði og það kann að vera að það sé hægt að nota þessa heimild til annarra hluta innan Fiskistofu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFréttastofa ræddi við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag og allir sögðust þeir ætla að leggjast gegn því að fiskistofa verði flutt frá Hafnarfirði. „Ég tel að sú framkoma sem ráðherra hefur sýnt starfsfólki Fiskistofu sé ekki með þeim hætti að hægt sé að samþykkja. Og það að slengja þessu fram án nokkurs undirbúnings, án nokkurs rökstuðnings og án nokkurrar greiningar, get ég ekki fallist á,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira