Guðmundur Guðmundsson varð að hætta við síðari æfingu danska landsliðsins hér í Doha í dag.
Opnunarhátíð keppninnar hefst innan stundar og var óskað eftir því við öll keppnislið að þau yrðu viðstödd hana.
„Svona er það bara og þýðir ekkert að fást meira um það,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi danska landsliðsins á hóteli þess í miðbæ Doha í gær
„Undirbúningurinn hefur verið góður og við erum tilbúnir í slaginn,“ sagði hann en Danmörk mætir Argentínu í fyrsta leik sínum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18.00 í kvöld.
Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Guðmundur fékk bara eina æfingu

Tengdar fréttir

Guðmundur kom degi síðar en strákarnir
Danska landsliðið í sömu flugvél frá Kaupmannahöfn til Doha og íslenskir fjölmiðlar.

Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi
„Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku.

Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM.

Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið
Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims.