„Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2015 16:09 „Nefndarmenn, sem allir eru í sjálfboðavinnu fyrir félagið, harma þá neikvæðu umræðu sem átt hefur sér stað, en ítreka að allir geri þeir sitt besta fyrir Stjörnuna,“ segir í tilkynningu frá þorrablótsnefnd Stjörnunnar vegna umræðu um miðasölu á þorrablót félagsins. Vísir sagði frá því í gær að miðar á þorrablótið hefðu selst upp á innan við hálftíma. Margir kvörtuðu undan framkvæmdinni á miðasölunni en rúmlega 700 miðar stóðu til boða í almennri sölu og var uppselt á blótið þegar búið var að afgreiða 22 einstaklinga úr röðinni.Margir sárir Þorrablótsnefndin segir í tilkynningunni að skiljanlega hefðu margir Stjörnumenn orðið sárir. „Og í kjölfarið hafa ýmsar sögur farið af stað og því miður fullyrðingar verið settar fram sem eru einfaldlega rangar,“ segir í tilkynningunni. Lúðvík Örn Steinarsson er formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar en hann segir í samtali við Vísi að meðal annars hafi verið ranglega fullyrt í umræðunni um miðasöluna að einstök fyrirtæki hefðu keypt miða í miklu magni á blótið. „Það var ekkert fyrirtæki að kaupa miða í stórum stíl,“ segir Lúðvík. Um ellefu hundruð miðar eru gefnir út vegna þorrablótsins en í tilkynningu frá þorrablótsnefnd Stjörnunnar kemur fram að um 800 miðar hefðu farið í almenna sölu á síðastliðinn þriðjudagsmorgun.Höfðu samband við þá sem keyptu miða „Nefndin hefur haft samband við þá sem keyptu flesta miða og fengið staðfest að þar er í lang flestum tilvikum um Stjörnufólk að ræða sem hefur farið á þorrablótið í áraraðir. Einnig voru hóparnir sem keyptu miða í ár færri, en mun stærri. Þá fóru um 65 miðar til stærstu styrktaraðila þorrablótsins, þorrablótsnefnd keypti 18 miða en aðrir miðar voru seldir til helstu styrktaraðila Stjörnunnar, velunnara, forystufólks, starfsfólks og gesta félagsins,“ segir í tilkynningunni sem má lesa hér fyrir neðan:Frá þorrablótsnefnd StjörnunnarVegna umræðu um miðasölu á þorrablót Stjörnunnar vill þorrablótsnefnd árétta eftirfarandi:Miðar voru seldir með sama hætti og verið hefur undanfarin ár. Miðasalan hófst kl. 9:00 þriðjudaginn 13. janúar síðastliðinn en eftirspurn varð hins vegar töluvert miklu meiri en verið hefur og kom það öllum aðstandendum í opna skjöldu. Þorrablót Stjörnunnar á sér langa sögu og upphaflega var það haldið af hússtjórn Stjörnuheimilisins. Undanfarin 14 ár hefur núverandi þorrablótsnefnd komið að skipulagningu blótsins og tók það upphaflega nokkra daga að selja miðana. Síðustu ár hefur orðið mikil breyting á og hafa miðarnir selst upp á nokkrum klukkustundum en þennan þriðjudagsmorgun varð uppselt á innan við hálftíma.Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir og í kjölfarið hafa ýmsar sögur farið af stað og því miður hafa fullyrðingar verið settar fram sem eru einfaldlega rangar. Hið rétta er að um 800 miðar fóru í almenna sölu á þriðjudagsmorgun. Nefndin hefur haft samband við þá sem keyptu flesta miða og fengið staðfest að þar er í lang flestum tilvikum um Stjörnufólk að ræða sem hefur farið á þorrablótið í áraraðir. Einnig voru hóparnir sem keyptu miða í ár færri, en mun stærri. Þá fóru um 65 miðar til stærstu styrktaraðila þorrablótsins, þorrablótsnefnd keypti 18 miða en aðrir miðar voru seldir til helstu styrktaraðila Stjörnunnar, velunnara, forystufólks, starfsfólks og gesta félagsins.Þessi gríðarlega eftirspurn er auðvitað merki um hversu vel hefur tekist til við þorrablótið á undanförnum árum, uppgang og frábæran árangur félagsins á síðasta ári og allrar þeirrar gleði sem fylgir starfinu hjá Stjörnunni. Þetta gefur okkur hins vegar tilefni til þess að endurskoða fyrirkomulag miðasölunnar fyrir næsta ár. Það er einlægur vilji allra í þorrablótsnefnd að þannig sé búið um hnútana að sem víðtækust sátt ríki, þótt erfitt sé að gera öllum til geðs þegar etirspurnin er svona gríðarleg.Nefndarmenn, sem allir eru í sjálfboðavinnu fyrir félagið, harma þá neikvæðu umræðu sem átt hefur sér stað, en ítreka að allir geri þeir sitt besta fyrir Stjörnuna.Skíni Stjarnan! Tengdar fréttir Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
„Nefndarmenn, sem allir eru í sjálfboðavinnu fyrir félagið, harma þá neikvæðu umræðu sem átt hefur sér stað, en ítreka að allir geri þeir sitt besta fyrir Stjörnuna,“ segir í tilkynningu frá þorrablótsnefnd Stjörnunnar vegna umræðu um miðasölu á þorrablót félagsins. Vísir sagði frá því í gær að miðar á þorrablótið hefðu selst upp á innan við hálftíma. Margir kvörtuðu undan framkvæmdinni á miðasölunni en rúmlega 700 miðar stóðu til boða í almennri sölu og var uppselt á blótið þegar búið var að afgreiða 22 einstaklinga úr röðinni.Margir sárir Þorrablótsnefndin segir í tilkynningunni að skiljanlega hefðu margir Stjörnumenn orðið sárir. „Og í kjölfarið hafa ýmsar sögur farið af stað og því miður fullyrðingar verið settar fram sem eru einfaldlega rangar,“ segir í tilkynningunni. Lúðvík Örn Steinarsson er formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar en hann segir í samtali við Vísi að meðal annars hafi verið ranglega fullyrt í umræðunni um miðasöluna að einstök fyrirtæki hefðu keypt miða í miklu magni á blótið. „Það var ekkert fyrirtæki að kaupa miða í stórum stíl,“ segir Lúðvík. Um ellefu hundruð miðar eru gefnir út vegna þorrablótsins en í tilkynningu frá þorrablótsnefnd Stjörnunnar kemur fram að um 800 miðar hefðu farið í almenna sölu á síðastliðinn þriðjudagsmorgun.Höfðu samband við þá sem keyptu miða „Nefndin hefur haft samband við þá sem keyptu flesta miða og fengið staðfest að þar er í lang flestum tilvikum um Stjörnufólk að ræða sem hefur farið á þorrablótið í áraraðir. Einnig voru hóparnir sem keyptu miða í ár færri, en mun stærri. Þá fóru um 65 miðar til stærstu styrktaraðila þorrablótsins, þorrablótsnefnd keypti 18 miða en aðrir miðar voru seldir til helstu styrktaraðila Stjörnunnar, velunnara, forystufólks, starfsfólks og gesta félagsins,“ segir í tilkynningunni sem má lesa hér fyrir neðan:Frá þorrablótsnefnd StjörnunnarVegna umræðu um miðasölu á þorrablót Stjörnunnar vill þorrablótsnefnd árétta eftirfarandi:Miðar voru seldir með sama hætti og verið hefur undanfarin ár. Miðasalan hófst kl. 9:00 þriðjudaginn 13. janúar síðastliðinn en eftirspurn varð hins vegar töluvert miklu meiri en verið hefur og kom það öllum aðstandendum í opna skjöldu. Þorrablót Stjörnunnar á sér langa sögu og upphaflega var það haldið af hússtjórn Stjörnuheimilisins. Undanfarin 14 ár hefur núverandi þorrablótsnefnd komið að skipulagningu blótsins og tók það upphaflega nokkra daga að selja miðana. Síðustu ár hefur orðið mikil breyting á og hafa miðarnir selst upp á nokkrum klukkustundum en þennan þriðjudagsmorgun varð uppselt á innan við hálftíma.Skiljanlega urðu margir góðir Stjörnumenn sárir og í kjölfarið hafa ýmsar sögur farið af stað og því miður hafa fullyrðingar verið settar fram sem eru einfaldlega rangar. Hið rétta er að um 800 miðar fóru í almenna sölu á þriðjudagsmorgun. Nefndin hefur haft samband við þá sem keyptu flesta miða og fengið staðfest að þar er í lang flestum tilvikum um Stjörnufólk að ræða sem hefur farið á þorrablótið í áraraðir. Einnig voru hóparnir sem keyptu miða í ár færri, en mun stærri. Þá fóru um 65 miðar til stærstu styrktaraðila þorrablótsins, þorrablótsnefnd keypti 18 miða en aðrir miðar voru seldir til helstu styrktaraðila Stjörnunnar, velunnara, forystufólks, starfsfólks og gesta félagsins.Þessi gríðarlega eftirspurn er auðvitað merki um hversu vel hefur tekist til við þorrablótið á undanförnum árum, uppgang og frábæran árangur félagsins á síðasta ári og allrar þeirrar gleði sem fylgir starfinu hjá Stjörnunni. Þetta gefur okkur hins vegar tilefni til þess að endurskoða fyrirkomulag miðasölunnar fyrir næsta ár. Það er einlægur vilji allra í þorrablótsnefnd að þannig sé búið um hnútana að sem víðtækust sátt ríki, þótt erfitt sé að gera öllum til geðs þegar etirspurnin er svona gríðarleg.Nefndarmenn, sem allir eru í sjálfboðavinnu fyrir félagið, harma þá neikvæðu umræðu sem átt hefur sér stað, en ítreka að allir geri þeir sitt besta fyrir Stjörnuna.Skíni Stjarnan!
Tengdar fréttir Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót „Þvílíkt rugl,“ segir ein sem er ósátt með miðasölu á þorrablót Stjörnunnar. 14. janúar 2015 15:48
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent