Lífið

Verzlunarskólinn rýmdur vegna reykvélar

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Gripið var til rýmingaráætlunar í Verzlunarskóla Íslands fyrr í dag eftir að brunaviðvörunarkerfi skólans fór af stað. Rýmingin var hins vegar stöðvuð þegar í ljós kom að kerfið hafði farið af stað vegna reykvélar sem hafði verið sett í gang.

Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, segir að boðið hafi verið upp á tónlistaratriði í hádegishléi í skólanum og var notast við reykvél á þeim tónleikum.

„Svo var einhver sem kveikti á vélinni af forvitni inni í stofu og þá fór allt af stað. Það voru engar alvarlegar afleiðingar af þessu,“ segir Ingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×