Lífið

"Ég er enn lesbía þó ég eigi kærasta"

Margrét Hugrún skrifar
"Á hverju kvöldi fór ég inn í útópískan draumaheim sem var fullur af kynæsandi konum sem voru til í að vera með mér."
"Á hverju kvöldi fór ég inn í útópískan draumaheim sem var fullur af kynæsandi konum sem voru til í að vera með mér." Vísir.is/Getty
Caitlin Stasey sem varð fræg fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Nágrannar segist enn vera lesbía þrátt fyrir að eiga nú kærasta.

Ástralska leikkonan sem lék Rachel Kinski tók viðtal við sjálfa sig og sat nakin fyrir á nýju feministavefriti sem kallast Herself. Þar segist hún hafa hitt stóru ástina í lífi sínu en talið er að leikkonan sé komin á fast með leikaranum Lucas Neff.

Engu að síður heldur hún því fram að hún sé enn lesbía en Caitlin segist hafa verið 'gay' frá því hún man eftir sér.

„Ég veit að það truflar marga að ég segist enn vera lessa þó ég sé komin með kærasta og þá kannski sérstaklega þau sem tilheyra samfélagi hinsegin fólks. Ég reyni þó eftir fremsta megni að flokka og skilgreina þetta ekki í þaula vegna þess að svona flokkun finnst mér aðeins leiða til dómhörku og mótsagna."

„Ég er hamingjusamari þegar ég fæ að vera bara í flæðinu og líka þegar ég fæ að vera hreinskilin."

Hún segir jafnframt frá því hvernig hún upplifði það að átta sig á kynhneigð sinni. „Mig dreymdi bara stanslaust um aðrar konur. Á hverju kvöldi fór ég inn í útópískan draumaheim sem var fullur af kynæsandi konum sem voru til í að vera með mér.

Ég þekkti ekkert annað í kynverund minni en löngun til kvenna. Það var samt enginn í lífi mínu sem talaði um þetta sama eða ég gat leitað til. Ekki heldur í myndum eða þáttum sem ég horfði á, bókunum sem ég las eða vinahópnum mínum," segir hún og leggur að lokum áherslu á að hún beri mikla virðingu fyrir framleiðendum barnaefnis sem láta hinsegin persónur vera með í sögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×