Lífið

Sigrún Magnúsdóttir leikur listir sínar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigrúnu Magnúsdóttur, nýjum umhverfis- og auðlindarráðherra, er ýmislegt til lista lagt. Í þættinum Íslandi í dag í gærkvöld sýndi hún leynda sirkushæfileika sína og hélt á lofti nokkrum boltum, eða „jögglaði“, eins og sagt er á slæmri íslensku. Hvort hæfileikinn muni nýtast henni á þingi er þó með öllu óljóst.

„Það að vera í boltaleik örvar ekki síður heilann,“ sagði Sigrún. „Ég ætla að hafa þá á skrifborðinu vegna þessa ð sumir segja að það sé gott ef maður verður ergilegur eða ef einhver pirrar mann, að grípa utan um eitthvað og kreista það og láta reiðina fara út í handleggina og í boltann,“ bætti hún við. 

Sirkusatriði Sigrúnar má sjá í spilaranum hér að ofan og hefst 00:45.

Hæfileikarnir leynast víða á Alþingi eins og sást í þættinum Loga á dögunum þegar Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, lék grameðlu. Hans atriði má sjá hér fyrir neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×