Gítargoðsögn stígur á svið með Todmobile Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 20:30 Sannkallaðir stórtónleikar fyrir rokkunnendur verða í Hörpu á föstudagskvöldið og Hofi á Akureyri á laugardaginn þegar goðsagnarpersónan Steve Hackett gítarleikari Genesis komur fram með Todmobile, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kórnum Hljómeyki sem flytja bæði lög eftir Genesis og Todmobile. Steve Hackett var í Genesis með þeim Peter Gabriel, Phil Collins, Mike Rutherford og Tony Banks en sveitin er enn í dag ein virtasta og áhrifamesta hljómsveit í heimi. Og það má segja um Steve Hackett að hann sé goðsögn í lifanda lífi.Er að byrði eða kemur það sér vel? „Það er mjög notarlegt að fólk muni eftir manni fyrir það sem ég gerði með Genesis. En þetta er allt það sama fyrir mér, bæði það sem ég gerði með hljómsveitinni og það sem ég hef gert á eigin spýtur. Hljómsveitin er ekki lengur til en tónlist hennar er enn að seljast og hljómsveitin seldi mjög mikið af plötum. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja þér hve margar,“ segir Hackett hógvær. En talið er að Genesis hafi selt um 130 milljónir platna. Steve á litríkan feril og hefur spilað bæði rokktónlist og klassíska tónlist eftir að hann yfirgaf Genesis en frægasta plata hljómsbeitarinnar er án efa Selling England by the Pound. „Það er eiginlega uppáhalds platan mín með Genesis. Við gerðum hana árið 1973 og á þeim tíma datt auðvitað engum í hug að hún yrði jafn vinsæl í dag og raun ber vitni. En það er dásamlegt,“ segir Hackett.Hvað ertu að gera með Todmobile? „Ég hef aðeins verið að semja með þeim og spilað aðeins fyrir þau en við hittumst fyrst í gærkvöldi. Við sendum efni fram og til baka á Netinu,“ segir Hackett en hann kemur við sögu í tveimur lögum á síðustu plötu Todmobile. Hann lofar að tónleikarnir í Hörpu og Hofi verði upplifun. „Já, ég held að þetta verði mikil upplifun fyrir okkur öll,“ segir Steve Hackett. Hér fyrir ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um væntanlega tónleika Steve Hackett og Todmobile en hér að neðan má sjá viðtal Heimis Más við hann í heild sinni. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Sannkallaðir stórtónleikar fyrir rokkunnendur verða í Hörpu á föstudagskvöldið og Hofi á Akureyri á laugardaginn þegar goðsagnarpersónan Steve Hackett gítarleikari Genesis komur fram með Todmobile, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kórnum Hljómeyki sem flytja bæði lög eftir Genesis og Todmobile. Steve Hackett var í Genesis með þeim Peter Gabriel, Phil Collins, Mike Rutherford og Tony Banks en sveitin er enn í dag ein virtasta og áhrifamesta hljómsveit í heimi. Og það má segja um Steve Hackett að hann sé goðsögn í lifanda lífi.Er að byrði eða kemur það sér vel? „Það er mjög notarlegt að fólk muni eftir manni fyrir það sem ég gerði með Genesis. En þetta er allt það sama fyrir mér, bæði það sem ég gerði með hljómsveitinni og það sem ég hef gert á eigin spýtur. Hljómsveitin er ekki lengur til en tónlist hennar er enn að seljast og hljómsveitin seldi mjög mikið af plötum. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja þér hve margar,“ segir Hackett hógvær. En talið er að Genesis hafi selt um 130 milljónir platna. Steve á litríkan feril og hefur spilað bæði rokktónlist og klassíska tónlist eftir að hann yfirgaf Genesis en frægasta plata hljómsbeitarinnar er án efa Selling England by the Pound. „Það er eiginlega uppáhalds platan mín með Genesis. Við gerðum hana árið 1973 og á þeim tíma datt auðvitað engum í hug að hún yrði jafn vinsæl í dag og raun ber vitni. En það er dásamlegt,“ segir Hackett.Hvað ertu að gera með Todmobile? „Ég hef aðeins verið að semja með þeim og spilað aðeins fyrir þau en við hittumst fyrst í gærkvöldi. Við sendum efni fram og til baka á Netinu,“ segir Hackett en hann kemur við sögu í tveimur lögum á síðustu plötu Todmobile. Hann lofar að tónleikarnir í Hörpu og Hofi verði upplifun. „Já, ég held að þetta verði mikil upplifun fyrir okkur öll,“ segir Steve Hackett. Hér fyrir ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um væntanlega tónleika Steve Hackett og Todmobile en hér að neðan má sjá viðtal Heimis Más við hann í heild sinni.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira