Lífið

Villi Vill og Villi Vill saman í réttarsalnum

Jakob Bjarnar skrifar
Vilhjálmur og Vilhjálmur. Feðgar og alnafnar fluttum samtímis í dag mál í Hæstarétti, og eftir því sem næst verður komist er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist.
Vilhjálmur og Vilhjálmur. Feðgar og alnafnar fluttum samtímis í dag mál í Hæstarétti, og eftir því sem næst verður komist er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Reimar petursson hrl
„Við feðgar og alnafnar fluttum samtímis í dag mál í Hæstarétti. Mér er ekki kunnugt um að það hafi gerst áður í réttarsögunni. Þessi mynd var tekin af því tilefni,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Yngri.

Honum er ekki kunnugt um að þetta hafi nokkru sinni fyrr gerst á veraldarvísu, en þorir þó ekki að fullyrða þar um. Þetta þýðir það að sögulegur viðburður hefur líkast til átt sér stað í Hæstarétti Íslands nú í morgun.

„Þetta var sakamál hjá mér. Svo var gamli með mál sem varðar slys mágkonu minnar sem slasaðist um borð í vél Icelandair við störf sín sem flugfreyja. Það er enginn betri í slíkum málum,“ segir Vilhjálmur.

Spurður hvort Vilhjálmur H. Vilhjálmsson eldri sé fyrirmynd Vilhjálms H. Vilhjálmssonar yngri í lífinu og almennt segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson: „Engin spurning, enda ekki leiðum að líkjast. Við erum fimm í beinan karllegg Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Sonur minn er númer fimm. Það er samt engin pressa á honum að leggja fyrir sig lögmennsku, eða hvað þá heldur að koma með númer sex. Hann er bara fjögurra ára.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×