Íslenski boltinn

FH mætir tveimur landsmeisturum á sterku æfingamóti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
FH-ingar halda til Spánar í mars.
FH-ingar halda til Spánar í mars. vísir/andri marinó
Pepsi-deildarlið FH hefur tekið boði Noregsmeistara Molde um að mæta á sterkt æfingamót á Marbella á Spáni í mars.

Molde vildi fá lið frá Íslandi á mótið, en þar verða einnig Kalmar, sem hafnaði í ellefta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, og Finnlandsmeistarar HJK Helsinki.

Þetta kom fram í útvarpsfréttum Bylgjunnar í hádeginu, en mótið verður spilað frá 10.-18. mars n.k.

FH vinnur einnig í því að fá æfingaleik gegn spænska 1. deildarliðinu Málaga á meðan dvöl þess stendur á Spáni.

Ekkert ákveðið með erlendu leikmennina

FH er með þrjá erlenda leikmenn á reynslu sem hafa spilað fyrstu tvo leiki liðsins í Fótbolti.net-mótinu. Tveir þeirra eru frá Senegal og einn frá Belgíu.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, sagði við íþróttadeild í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort samið verði við þá.

Þess heldur fær FH fleiri erlenda leikmenn til skoðunnar á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×