Lífið

Erlendir snjóbrettakappar rekast á mink í Reykjavík

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá skjáskot úr myndbandinu.
Hér má sjá skjáskot úr myndbandinu.
Hinir sænsku snjóbrettakappar Kevin Bakcstrom og Tor Lundstrom voru staddir hér á landi í desember og tóku upp ansi magnað myndband af för sinni.

Í myndbandinu, sem má sjá hér að neðan, sýna kapparnir listir sínar með því, meðal annars, að stökkva ofan af þakki á byggingu.

Eins athyglisverð og stökk kappanna eru verður að segjast að einn óvæntur gestur hálfpartinn stelur senunni. Um er að ræða mink sem gengur þarna um í miðri höfuðborginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×