Innlent

Óveður er á Kjalarnesi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á Kjalarnesi er þannig horfur á hviðum, 30-40 m/s.
Á Kjalarnesi er þannig horfur á hviðum, 30-40 m/s. vísir/vilhelm
Horfur eru að ekki lægi að gagni um landið vestanvert fyrr en seint í dag eða í kvöld en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Kjalarnesi er þannig horfur á hviðum, 30-40 m/s þar til snemma í kvöld þegar lægir heldur.

Það er snjóþekja og skafrenningur bæði á Sandsskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Flughálka er á milli Hveragerðis og Selfoss. Hálkublettir og skafrenningur eru á Reykjanesbraut. Flughálka og skafrenningur er á Grindavíkurvegi.

Á Suðurlandi er víðast hvar hálka en sumstaðar þæfingur eða jafnvel þungfært á fáeinum sveitavegum. Óveður er á Kjalarnesi.

Hálka er á flestum vegum á Vesturlandi og hvasst en mjög víða er skafrenningur. Þæfingsfærð er á Laxárdalsheiði.

Á Vestfjörðum er ófært á Klettshálsi og Þröskuldum. Þæfingsfærð er á Hálfdáni og Kleifaheiði en snjóþekja á flestum öðrum leiðum.

Á Norðurlandi er snjóþekja á Öxnadalsheiðin en víðast hvar nokkur snjóþekja og sumstaðar hálkublettir. Á Austurlandi og Norðurlandi eystra er víða hálka. Ófært er á Hólasandi. Á Suðausturlandi er Snjóþekja og hálka frá Hvolsvelli austur á Fáskrúðsfjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×