Erlent

Kennir róttækum femínistum um barnagirnd presta

Samúel Karl Ólason skrifar
Kardínálinn Raymond Burke.
Kardínálinn Raymond Burke. Vísir/AFP
Kardínálinn Raymon Burke heldur því fram að róttækum femínistum sé að kenna um barnagirnd presta innan kaþólsku kirkjunnar. Hann segir að femínistar skapi barnaníðinga, eða kynferðislega truflaða menn sem verði prestar og níðist á börnum.

Þetta kemur fram í nýlegu viðtali hans við New Emangelization. Kardínálinn var lækkaður í tign í fyrra af páfanum. Hann sat í hæsta ráði Vatíkansins en var settur í stöðu með litla sem enga ábyrgð, samkvæmt Independent.

Burke segir að róttækir femínistar hafi neytt kirkjuna til að taka á vandamálum kvenna, á kostnað vandamála karla. Að þeim hafi verið ýtt til hliðar.

Þess vegna hafi karlmenn alist upp án almennilegrar sjálfsmyndar. Þá hafi þeir orðið háðir klámi, áfengi, eiturlyfjum og öðru.

Hann segir að sá ruglingur sem rótækir femínistar hafi skapað varðandi kynferði karlmanna haf leitt til þess að barnaníðingar hafi orðið prestar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×