Lífið samstarf

Marilyn Monroe nýtt andlit Max Factor

Snyrtivörufyrirtækið Max Factor hefur sett af stað auglýsingaherferð um allan heim sem hefur vakið mikla athygli. Engin önnur en Hollywoodstjarnan Marilyn Monroe er andlit fyrirtækisins, 53 árum eftir dauða hennar. Max Factor hélt nýlega upp á 100 ára afmæli fyrirtækisins en Marilyn Monroe var fyrirsæta þess í upphafi feril síns. Max Factor á heiðurinn af því að breyta hinni ungu Norma Jeane í súperstjörnuna Marilyn Monroe snemma á fimmta áratugnum.

„Marilyn gerði fagurrauðar varir, rjómahvíta húð og glæsilegan augnfarða að tískulínu síns tíma,“ segir Pat McGrath, listrænn hönnuður, hjá Max Factor og bætir því við að rauði Ruby Tuesday varaliturinn frá Max Factor sem var einkenni Marilyn er enn í dag einn sá vinsælasti. Hún hvetur konur sem vilja breyta til á nýju ári, að horfa til fegurðar eldri stjarnanna þegar þær velja sér snyrtivörur til þess að undirstrika sinn eigin glæsileika.

Max Factor sjálfur skapaði útlit margra frægustu Hollywoodstjarna fyrri tíma eins og Jean Harlow, Rita Hayworth, Bette Davis og Judy Garland.  

Marilyn Monroe þótti ekki eingöngu ákaflega fögur heldur var einnig talað um hana sem kynþokkafyllstu leik- og söngkonu í Hollywood. Hún hóf ferilinn sem fyrirsæta en sneri sér að kvikmyndum um 1950. Myndir með henni nutu mikilla vinsælda.

Frægustu tískublöð og netmiðlar hafa sagt frá þessari nýju herferð og má þar nefna Vogue, Glamour, Elle, Cosmopolitan og Harper‘s Bazar.

Það eru spennandi tímar framundan hjá Max Factor í kjölfari þessarar herferðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×