Lífið

„Riff Raff“ Jordan-Skór á 130 milljónir króna

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá skóna dýru.
Hér má sjá skóna dýru.
Hæsta boð á uppboði á körfuboltaskóm tileinkuðum rapparanum Riff Raff er komið upp í 130 milljónir króna.

Rapparinn hefur oft rappað um Jordan körfuboltaskó og gerði meira að segja heilt lag um skóna sem ber titilinn Top Toe Wing in My Jawwdinz. Í kjölfar vinsælda lagsins fór að kvissast út að Jordan-fyrirtækið ætlaði að framleiða sérstaka Riff Raff skó. Og rapparinn ýtti undir þær vangaveltur með því að birta mynd af skóm sem hann sagði að væru frumgerð frá Jordan.



Fulltrúi Jordan neitaði því að fyrirtækið ætlaði í samstarf með rapparanum.

Hér að neðan má hlusta á lagið Tip Toe Wing in My Jawwdinz





Hér er Riff Raff með Katy Perry
Skórnir sem Riff Raff birti mynd af voru því sérhannaðir af þriðja aðila og eru sambærilegir skór nú komnir á uppboðsvefinn ebay. Sem fyrr segir er hæsta boðið komið upp í rúma milljón bandaríkjadala, sem er mikið stökk frá því í gær, en þá voru skórnir á 96 þúsund og 500 dali, eða tæpar 13 milljónir króna. Þessi mikla hækkun á tilboðum í skóinn rennir væntanlega stoðum undir þær kenningar að þarna sé rapparinn í einhverskonar auglýsingaherferð, en hann þykir virkilega lunkinn við að nýta sér samfélagsmiðla og netið til þess að vekja á sér athygli.

Riff Raff vakti meiri athygli en vanalega í fyrra þegar hann og söngkonan Katy Perry eyddu miklum tíma saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×