Erlent

Danaprins biðst afsökunar á því að troðast fram fyrir

Bjarki Ármannsson skrifar
Krónprinsinn lét sig ekki hafa það að bíða eftir að veðrið lægði.
Krónprinsinn lét sig ekki hafa það að bíða eftir að veðrið lægði. Vísir/AP
Friðrik Danaprins hefur beðist afsökunar á því að hafa keyrt yfir Stórabeltisbrúna, stærstu brú landsins, á meðan henni var lokað vegna vonskuveðurs. Aðrir ökumenn þurftu að bíða eftir því að veður lægði en krónprinsinn fékk að bruna yfir brúna beinustu leið heim til Kaupmannahafnar.

BBC greinir frá. Stjórnandi brúarinnar sagði þessa hegðun Friðriks „algjörlega óásættanlega og algjörlega óábyrga.“ Ökumenn sem urðu vitni að þessu kvörtuðu margir hverjir og lögregla óskaði formlega eftir útskýringu frá prinsinum.

„Krónprinsinum þykir þetta leitt og hann skilur að þetta ýtir undir óánægju og reiði þeirra sem þurftu að bíða klukkutímum saman eftir að fá að komast yfir brúna,“ segir Lene Balleby, fjölmiðlafulltrúi dönsku konungsfjölskyldunnar, í samtali við DR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×