Lífið

Rauðasandur Festival verður ekki í ár

Atli Ísleifsson skrifar
Hátíðin var fyrst haldin árið 2011.
Hátíðin var fyrst haldin árið 2011. Vísir/Rauðasandur Festival
Ákveðið hefur verið að tónlistarhátíðin Rauðasandur Festival verði ekki haldin í ár. Fréttavefur Bæjarins Besta segir frá þessu.

Kristín Andrea Þórðardóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir margar ástæður vera fyrir því að hátíðin verði ekki haldin í ár, meðal annars að tveir skipuleggjenda ætli að flytja erlendis, auk þess að endurhugsa þurfi hátíðina og umgjörð hennar. Þó sé stefnt á að hátíðin fari fram aftur fram árið 2016.

Rauðasandur Festival var fyrst haldin árið 2011. Hátíðin hefur verið haldin á býlinu Melanesi,en flytja þurfti hátíðina til Patreksfjarðar síðasta sumar vegna veðurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×