Sigmundur Davíð sem Adolf Hitler í væntanlegri leiksýningu Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2015 16:34 Ef að líkum lætur mun væntanleg uppsetning á Illsku ekki vera Framsóknarmönnum að skapi. Vigdís segir umræðuna löngu komin út fyrir öll siðsamleg mörk. Leikhópurinn Óskabörn Ógæfunnar munu á árinu setja upp leiksýninguna Illska sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl. Á Facebooksíðu hópsins segir að auglýst verði síðar hvar, hvenær og hvernig en ljóst sé að þetta sé nokkuð sem er að fara að gerast. „Það eina sem við getum sagt er að þetta verður rosalegt.“ Leikhópurinn hefur þegar látið til sín taka í íslensku leikhúslífi og setti upp Bláskjá, sýningu sem byggir á leikriti Tyrfings Tyrfingssonar, sem sló í gegn og er rómuð. Líkast til er það ekki orðum aukið, að sýningin verður rosaleg en Illska Eiríks Arnar fjallar um uppgang nasisma en á síðu hópsins getur að líta mynd sem gera má ráð fyrir að sé plakat til að fylgja sýningunni úr hlaði. Vísi tókst ekki að ná tali af leikstjóranum Vigni Rafni Valþórssyni til að fá hann til að útskýra nánar hvernig það megi vera að myndin á plakatinu er af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með Hitler-skegg? Ekki er óvarlegt að ætla að uppfærslan verði með skírskotun til íslensks raunveruleika, en í því sambandi má nefna að talsverð umræða hefur geisað um meint líkindi Framsóknarflokksins og popúlískra flokka í Evrópu, hvað svo sem segja má um hversu trúverðugar þær kenningar mega heita. Vísir bar þetta og myndina undir Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, en hún sagði: „No komment, þetta dæmir sig sjálft,“ og er þá að tala um plakat leikhópsins. Þegar hún var innt eftir því hvort þarna væri hugsanlega verið að fara yfir einhver mörk, þá með að stilla Sigmundi Davíð upp sem Adolf Hitler, segir Vigdís: „Hvar sem ég kem er fólki algerlega farið að blöskra umræðan sem hefur skapast í kringum Framsóknarflokkinn síðastliðin ár. Að mínu mati er umræðan löngu komin út fyrir öll siðsamleg mörk sem speglast í því að ákveðinn hópur í samfélaginu viðurkennir ekki úrslit síðustu alþingiskosninga og beitir öllum tiltækum ráðum til að sverta flokkinn.“ Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Leikhópurinn Óskabörn Ógæfunnar munu á árinu setja upp leiksýninguna Illska sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl. Á Facebooksíðu hópsins segir að auglýst verði síðar hvar, hvenær og hvernig en ljóst sé að þetta sé nokkuð sem er að fara að gerast. „Það eina sem við getum sagt er að þetta verður rosalegt.“ Leikhópurinn hefur þegar látið til sín taka í íslensku leikhúslífi og setti upp Bláskjá, sýningu sem byggir á leikriti Tyrfings Tyrfingssonar, sem sló í gegn og er rómuð. Líkast til er það ekki orðum aukið, að sýningin verður rosaleg en Illska Eiríks Arnar fjallar um uppgang nasisma en á síðu hópsins getur að líta mynd sem gera má ráð fyrir að sé plakat til að fylgja sýningunni úr hlaði. Vísi tókst ekki að ná tali af leikstjóranum Vigni Rafni Valþórssyni til að fá hann til að útskýra nánar hvernig það megi vera að myndin á plakatinu er af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með Hitler-skegg? Ekki er óvarlegt að ætla að uppfærslan verði með skírskotun til íslensks raunveruleika, en í því sambandi má nefna að talsverð umræða hefur geisað um meint líkindi Framsóknarflokksins og popúlískra flokka í Evrópu, hvað svo sem segja má um hversu trúverðugar þær kenningar mega heita. Vísir bar þetta og myndina undir Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, en hún sagði: „No komment, þetta dæmir sig sjálft,“ og er þá að tala um plakat leikhópsins. Þegar hún var innt eftir því hvort þarna væri hugsanlega verið að fara yfir einhver mörk, þá með að stilla Sigmundi Davíð upp sem Adolf Hitler, segir Vigdís: „Hvar sem ég kem er fólki algerlega farið að blöskra umræðan sem hefur skapast í kringum Framsóknarflokkinn síðastliðin ár. Að mínu mati er umræðan löngu komin út fyrir öll siðsamleg mörk sem speglast í því að ákveðinn hópur í samfélaginu viðurkennir ekki úrslit síðustu alþingiskosninga og beitir öllum tiltækum ráðum til að sverta flokkinn.“
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira