Einmana Íslendingur í Noregi dó ekki ráðalaus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2015 11:45 Frá jólaskemmtun í Ås í Noregi. Vísir Ástdís Pálsdóttir lét ekki deigan síga þegar seinlega gekk að kynnast fólki og eignast félagslíf í bænum Ås suður af Ósló í Noregi. Að loknu jólafríi skellti hún sér á Facebook-síðu íbúa bæjarins og óskaði eftir vinum. „Ég þekki engan hérna ennþá en velti fyrir mér hvort einhver eigi góð ráð um hvernig maður getur kynnst hressu ungu fólki hérna í Ås? Þetta er alltof kósí bær til að vera einmana í,“ voru skilaboðin sem hin 21 árs gamla Ástdís skrifaði á Facebook-síðuna Ås kommunes venner og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á sjötta þúsund manns eru í hópnum á Facebook og svöruðu fjölmargir kalli Ástdísar sem var upp með sér. Allt í einu stóðu henni fjölmargar dyr opnar. Reyndar var einn sem benti henni á að hún gæti tékkað á samfélagsmiðlinum Tinder en Ástdís var fljót að benda viðkomandi á að hún byggi með kærasta sínum sem er í lögfræðinámi í Ósló. Vel þekkt er að makar Íslendinga sem fara til útlanda í nám geta átt erfitt með að komast í takt við samfélagið og kynnast fólki. „Vonandi hjálpar þetta ungu og nýju fólki í sömu stöðu og ég að komast í samband við fólk,“ segir Ástdís í samtali við Vísi.Ástdís er úr Borgarnesi.Vísir/VilhelmEinmana eftir jólafrí á Íslandi Sjálfsbjargarviðleitni Ástdísar vakti athygli norskra fjölmiðla sem leituðust eftir viðtali við hana. Í samtali við Oblad.no segist Ástdís sérstaklega hafa saknað vina sinna eftir að hún sneri til Noregs eftir jólafrí á Íslandi. „Í Borgarnesi, þaðan sem ég er, heilsar maður og vinkar öllum. Ég veit að það er margt ungt fólk sem býr í Ås og hér er líf, en ég veit bara ekki hvar,“ segir Ástdís við norska miðilinn. Hún viðurkennir að hafa verið vel fyrir utan þægindahringinn sinn þegra hún skrifaði skilaboðin í Facebook-hópinn. „Það kom mér mjög á óvart hvað það er mikið líf hérna. Auk þess að fá yfirlit yfir hvað er í gangi hérna ætlar stelpa að kynna mig fyrir vinkonum sínum. Kvöldin geta verið lengi að líða þegar kærastinn minn situr yfir námsbókunum.“Ástdís er bæði söngkona og þverflautuleikari.Söngkona og þverflautuleikari Ástdís er mikill tónlistarunnandi enda hefur hún verið í tónlistarnámi frá því hún var barn. Hún spilar bæði á þverflautu auk þess að syngja. Hún starfar nú sem þjónn í Ósló en gæti vel hugsað sér nýtt starf í Ås til að sleppa við daglegt ferðalag til Óslóar. Helst vill hún vinna með fólki og þá annaðhvort á leikskóla eða hjúkrunarheimili. „Mér líður vel ef ég get gert dag einhvers annars betri,“ segir Ástdís. Hún segist í samtali við Vísi aldrei hafa búist við viðbrögðum á borð við þau sem þessi litla færsla á Facebook skilaði. „Fyrir mér var þetta bara lítil spurning til að finna mér eitthvað að gera meðan kærasti minn er að læra eða upptekinn!“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Ástdís Pálsdóttir lét ekki deigan síga þegar seinlega gekk að kynnast fólki og eignast félagslíf í bænum Ås suður af Ósló í Noregi. Að loknu jólafríi skellti hún sér á Facebook-síðu íbúa bæjarins og óskaði eftir vinum. „Ég þekki engan hérna ennþá en velti fyrir mér hvort einhver eigi góð ráð um hvernig maður getur kynnst hressu ungu fólki hérna í Ås? Þetta er alltof kósí bær til að vera einmana í,“ voru skilaboðin sem hin 21 árs gamla Ástdís skrifaði á Facebook-síðuna Ås kommunes venner og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á sjötta þúsund manns eru í hópnum á Facebook og svöruðu fjölmargir kalli Ástdísar sem var upp með sér. Allt í einu stóðu henni fjölmargar dyr opnar. Reyndar var einn sem benti henni á að hún gæti tékkað á samfélagsmiðlinum Tinder en Ástdís var fljót að benda viðkomandi á að hún byggi með kærasta sínum sem er í lögfræðinámi í Ósló. Vel þekkt er að makar Íslendinga sem fara til útlanda í nám geta átt erfitt með að komast í takt við samfélagið og kynnast fólki. „Vonandi hjálpar þetta ungu og nýju fólki í sömu stöðu og ég að komast í samband við fólk,“ segir Ástdís í samtali við Vísi.Ástdís er úr Borgarnesi.Vísir/VilhelmEinmana eftir jólafrí á Íslandi Sjálfsbjargarviðleitni Ástdísar vakti athygli norskra fjölmiðla sem leituðust eftir viðtali við hana. Í samtali við Oblad.no segist Ástdís sérstaklega hafa saknað vina sinna eftir að hún sneri til Noregs eftir jólafrí á Íslandi. „Í Borgarnesi, þaðan sem ég er, heilsar maður og vinkar öllum. Ég veit að það er margt ungt fólk sem býr í Ås og hér er líf, en ég veit bara ekki hvar,“ segir Ástdís við norska miðilinn. Hún viðurkennir að hafa verið vel fyrir utan þægindahringinn sinn þegra hún skrifaði skilaboðin í Facebook-hópinn. „Það kom mér mjög á óvart hvað það er mikið líf hérna. Auk þess að fá yfirlit yfir hvað er í gangi hérna ætlar stelpa að kynna mig fyrir vinkonum sínum. Kvöldin geta verið lengi að líða þegar kærastinn minn situr yfir námsbókunum.“Ástdís er bæði söngkona og þverflautuleikari.Söngkona og þverflautuleikari Ástdís er mikill tónlistarunnandi enda hefur hún verið í tónlistarnámi frá því hún var barn. Hún spilar bæði á þverflautu auk þess að syngja. Hún starfar nú sem þjónn í Ósló en gæti vel hugsað sér nýtt starf í Ås til að sleppa við daglegt ferðalag til Óslóar. Helst vill hún vinna með fólki og þá annaðhvort á leikskóla eða hjúkrunarheimili. „Mér líður vel ef ég get gert dag einhvers annars betri,“ segir Ástdís. Hún segist í samtali við Vísi aldrei hafa búist við viðbrögðum á borð við þau sem þessi litla færsla á Facebook skilaði. „Fyrir mér var þetta bara lítil spurning til að finna mér eitthvað að gera meðan kærasti minn er að læra eða upptekinn!“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira