Einmana Íslendingur í Noregi dó ekki ráðalaus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2015 11:45 Frá jólaskemmtun í Ås í Noregi. Vísir Ástdís Pálsdóttir lét ekki deigan síga þegar seinlega gekk að kynnast fólki og eignast félagslíf í bænum Ås suður af Ósló í Noregi. Að loknu jólafríi skellti hún sér á Facebook-síðu íbúa bæjarins og óskaði eftir vinum. „Ég þekki engan hérna ennþá en velti fyrir mér hvort einhver eigi góð ráð um hvernig maður getur kynnst hressu ungu fólki hérna í Ås? Þetta er alltof kósí bær til að vera einmana í,“ voru skilaboðin sem hin 21 árs gamla Ástdís skrifaði á Facebook-síðuna Ås kommunes venner og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á sjötta þúsund manns eru í hópnum á Facebook og svöruðu fjölmargir kalli Ástdísar sem var upp með sér. Allt í einu stóðu henni fjölmargar dyr opnar. Reyndar var einn sem benti henni á að hún gæti tékkað á samfélagsmiðlinum Tinder en Ástdís var fljót að benda viðkomandi á að hún byggi með kærasta sínum sem er í lögfræðinámi í Ósló. Vel þekkt er að makar Íslendinga sem fara til útlanda í nám geta átt erfitt með að komast í takt við samfélagið og kynnast fólki. „Vonandi hjálpar þetta ungu og nýju fólki í sömu stöðu og ég að komast í samband við fólk,“ segir Ástdís í samtali við Vísi.Ástdís er úr Borgarnesi.Vísir/VilhelmEinmana eftir jólafrí á Íslandi Sjálfsbjargarviðleitni Ástdísar vakti athygli norskra fjölmiðla sem leituðust eftir viðtali við hana. Í samtali við Oblad.no segist Ástdís sérstaklega hafa saknað vina sinna eftir að hún sneri til Noregs eftir jólafrí á Íslandi. „Í Borgarnesi, þaðan sem ég er, heilsar maður og vinkar öllum. Ég veit að það er margt ungt fólk sem býr í Ås og hér er líf, en ég veit bara ekki hvar,“ segir Ástdís við norska miðilinn. Hún viðurkennir að hafa verið vel fyrir utan þægindahringinn sinn þegra hún skrifaði skilaboðin í Facebook-hópinn. „Það kom mér mjög á óvart hvað það er mikið líf hérna. Auk þess að fá yfirlit yfir hvað er í gangi hérna ætlar stelpa að kynna mig fyrir vinkonum sínum. Kvöldin geta verið lengi að líða þegar kærastinn minn situr yfir námsbókunum.“Ástdís er bæði söngkona og þverflautuleikari.Söngkona og þverflautuleikari Ástdís er mikill tónlistarunnandi enda hefur hún verið í tónlistarnámi frá því hún var barn. Hún spilar bæði á þverflautu auk þess að syngja. Hún starfar nú sem þjónn í Ósló en gæti vel hugsað sér nýtt starf í Ås til að sleppa við daglegt ferðalag til Óslóar. Helst vill hún vinna með fólki og þá annaðhvort á leikskóla eða hjúkrunarheimili. „Mér líður vel ef ég get gert dag einhvers annars betri,“ segir Ástdís. Hún segist í samtali við Vísi aldrei hafa búist við viðbrögðum á borð við þau sem þessi litla færsla á Facebook skilaði. „Fyrir mér var þetta bara lítil spurning til að finna mér eitthvað að gera meðan kærasti minn er að læra eða upptekinn!“ Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Ástdís Pálsdóttir lét ekki deigan síga þegar seinlega gekk að kynnast fólki og eignast félagslíf í bænum Ås suður af Ósló í Noregi. Að loknu jólafríi skellti hún sér á Facebook-síðu íbúa bæjarins og óskaði eftir vinum. „Ég þekki engan hérna ennþá en velti fyrir mér hvort einhver eigi góð ráð um hvernig maður getur kynnst hressu ungu fólki hérna í Ås? Þetta er alltof kósí bær til að vera einmana í,“ voru skilaboðin sem hin 21 árs gamla Ástdís skrifaði á Facebook-síðuna Ås kommunes venner og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á sjötta þúsund manns eru í hópnum á Facebook og svöruðu fjölmargir kalli Ástdísar sem var upp með sér. Allt í einu stóðu henni fjölmargar dyr opnar. Reyndar var einn sem benti henni á að hún gæti tékkað á samfélagsmiðlinum Tinder en Ástdís var fljót að benda viðkomandi á að hún byggi með kærasta sínum sem er í lögfræðinámi í Ósló. Vel þekkt er að makar Íslendinga sem fara til útlanda í nám geta átt erfitt með að komast í takt við samfélagið og kynnast fólki. „Vonandi hjálpar þetta ungu og nýju fólki í sömu stöðu og ég að komast í samband við fólk,“ segir Ástdís í samtali við Vísi.Ástdís er úr Borgarnesi.Vísir/VilhelmEinmana eftir jólafrí á Íslandi Sjálfsbjargarviðleitni Ástdísar vakti athygli norskra fjölmiðla sem leituðust eftir viðtali við hana. Í samtali við Oblad.no segist Ástdís sérstaklega hafa saknað vina sinna eftir að hún sneri til Noregs eftir jólafrí á Íslandi. „Í Borgarnesi, þaðan sem ég er, heilsar maður og vinkar öllum. Ég veit að það er margt ungt fólk sem býr í Ås og hér er líf, en ég veit bara ekki hvar,“ segir Ástdís við norska miðilinn. Hún viðurkennir að hafa verið vel fyrir utan þægindahringinn sinn þegra hún skrifaði skilaboðin í Facebook-hópinn. „Það kom mér mjög á óvart hvað það er mikið líf hérna. Auk þess að fá yfirlit yfir hvað er í gangi hérna ætlar stelpa að kynna mig fyrir vinkonum sínum. Kvöldin geta verið lengi að líða þegar kærastinn minn situr yfir námsbókunum.“Ástdís er bæði söngkona og þverflautuleikari.Söngkona og þverflautuleikari Ástdís er mikill tónlistarunnandi enda hefur hún verið í tónlistarnámi frá því hún var barn. Hún spilar bæði á þverflautu auk þess að syngja. Hún starfar nú sem þjónn í Ósló en gæti vel hugsað sér nýtt starf í Ås til að sleppa við daglegt ferðalag til Óslóar. Helst vill hún vinna með fólki og þá annaðhvort á leikskóla eða hjúkrunarheimili. „Mér líður vel ef ég get gert dag einhvers annars betri,“ segir Ástdís. Hún segist í samtali við Vísi aldrei hafa búist við viðbrögðum á borð við þau sem þessi litla færsla á Facebook skilaði. „Fyrir mér var þetta bara lítil spurning til að finna mér eitthvað að gera meðan kærasti minn er að læra eða upptekinn!“
Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira