Einmana Íslendingur í Noregi dó ekki ráðalaus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2015 11:45 Frá jólaskemmtun í Ås í Noregi. Vísir Ástdís Pálsdóttir lét ekki deigan síga þegar seinlega gekk að kynnast fólki og eignast félagslíf í bænum Ås suður af Ósló í Noregi. Að loknu jólafríi skellti hún sér á Facebook-síðu íbúa bæjarins og óskaði eftir vinum. „Ég þekki engan hérna ennþá en velti fyrir mér hvort einhver eigi góð ráð um hvernig maður getur kynnst hressu ungu fólki hérna í Ås? Þetta er alltof kósí bær til að vera einmana í,“ voru skilaboðin sem hin 21 árs gamla Ástdís skrifaði á Facebook-síðuna Ås kommunes venner og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á sjötta þúsund manns eru í hópnum á Facebook og svöruðu fjölmargir kalli Ástdísar sem var upp með sér. Allt í einu stóðu henni fjölmargar dyr opnar. Reyndar var einn sem benti henni á að hún gæti tékkað á samfélagsmiðlinum Tinder en Ástdís var fljót að benda viðkomandi á að hún byggi með kærasta sínum sem er í lögfræðinámi í Ósló. Vel þekkt er að makar Íslendinga sem fara til útlanda í nám geta átt erfitt með að komast í takt við samfélagið og kynnast fólki. „Vonandi hjálpar þetta ungu og nýju fólki í sömu stöðu og ég að komast í samband við fólk,“ segir Ástdís í samtali við Vísi.Ástdís er úr Borgarnesi.Vísir/VilhelmEinmana eftir jólafrí á Íslandi Sjálfsbjargarviðleitni Ástdísar vakti athygli norskra fjölmiðla sem leituðust eftir viðtali við hana. Í samtali við Oblad.no segist Ástdís sérstaklega hafa saknað vina sinna eftir að hún sneri til Noregs eftir jólafrí á Íslandi. „Í Borgarnesi, þaðan sem ég er, heilsar maður og vinkar öllum. Ég veit að það er margt ungt fólk sem býr í Ås og hér er líf, en ég veit bara ekki hvar,“ segir Ástdís við norska miðilinn. Hún viðurkennir að hafa verið vel fyrir utan þægindahringinn sinn þegra hún skrifaði skilaboðin í Facebook-hópinn. „Það kom mér mjög á óvart hvað það er mikið líf hérna. Auk þess að fá yfirlit yfir hvað er í gangi hérna ætlar stelpa að kynna mig fyrir vinkonum sínum. Kvöldin geta verið lengi að líða þegar kærastinn minn situr yfir námsbókunum.“Ástdís er bæði söngkona og þverflautuleikari.Söngkona og þverflautuleikari Ástdís er mikill tónlistarunnandi enda hefur hún verið í tónlistarnámi frá því hún var barn. Hún spilar bæði á þverflautu auk þess að syngja. Hún starfar nú sem þjónn í Ósló en gæti vel hugsað sér nýtt starf í Ås til að sleppa við daglegt ferðalag til Óslóar. Helst vill hún vinna með fólki og þá annaðhvort á leikskóla eða hjúkrunarheimili. „Mér líður vel ef ég get gert dag einhvers annars betri,“ segir Ástdís. Hún segist í samtali við Vísi aldrei hafa búist við viðbrögðum á borð við þau sem þessi litla færsla á Facebook skilaði. „Fyrir mér var þetta bara lítil spurning til að finna mér eitthvað að gera meðan kærasti minn er að læra eða upptekinn!“ Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Ástdís Pálsdóttir lét ekki deigan síga þegar seinlega gekk að kynnast fólki og eignast félagslíf í bænum Ås suður af Ósló í Noregi. Að loknu jólafríi skellti hún sér á Facebook-síðu íbúa bæjarins og óskaði eftir vinum. „Ég þekki engan hérna ennþá en velti fyrir mér hvort einhver eigi góð ráð um hvernig maður getur kynnst hressu ungu fólki hérna í Ås? Þetta er alltof kósí bær til að vera einmana í,“ voru skilaboðin sem hin 21 árs gamla Ástdís skrifaði á Facebook-síðuna Ås kommunes venner og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Á sjötta þúsund manns eru í hópnum á Facebook og svöruðu fjölmargir kalli Ástdísar sem var upp með sér. Allt í einu stóðu henni fjölmargar dyr opnar. Reyndar var einn sem benti henni á að hún gæti tékkað á samfélagsmiðlinum Tinder en Ástdís var fljót að benda viðkomandi á að hún byggi með kærasta sínum sem er í lögfræðinámi í Ósló. Vel þekkt er að makar Íslendinga sem fara til útlanda í nám geta átt erfitt með að komast í takt við samfélagið og kynnast fólki. „Vonandi hjálpar þetta ungu og nýju fólki í sömu stöðu og ég að komast í samband við fólk,“ segir Ástdís í samtali við Vísi.Ástdís er úr Borgarnesi.Vísir/VilhelmEinmana eftir jólafrí á Íslandi Sjálfsbjargarviðleitni Ástdísar vakti athygli norskra fjölmiðla sem leituðust eftir viðtali við hana. Í samtali við Oblad.no segist Ástdís sérstaklega hafa saknað vina sinna eftir að hún sneri til Noregs eftir jólafrí á Íslandi. „Í Borgarnesi, þaðan sem ég er, heilsar maður og vinkar öllum. Ég veit að það er margt ungt fólk sem býr í Ås og hér er líf, en ég veit bara ekki hvar,“ segir Ástdís við norska miðilinn. Hún viðurkennir að hafa verið vel fyrir utan þægindahringinn sinn þegra hún skrifaði skilaboðin í Facebook-hópinn. „Það kom mér mjög á óvart hvað það er mikið líf hérna. Auk þess að fá yfirlit yfir hvað er í gangi hérna ætlar stelpa að kynna mig fyrir vinkonum sínum. Kvöldin geta verið lengi að líða þegar kærastinn minn situr yfir námsbókunum.“Ástdís er bæði söngkona og þverflautuleikari.Söngkona og þverflautuleikari Ástdís er mikill tónlistarunnandi enda hefur hún verið í tónlistarnámi frá því hún var barn. Hún spilar bæði á þverflautu auk þess að syngja. Hún starfar nú sem þjónn í Ósló en gæti vel hugsað sér nýtt starf í Ås til að sleppa við daglegt ferðalag til Óslóar. Helst vill hún vinna með fólki og þá annaðhvort á leikskóla eða hjúkrunarheimili. „Mér líður vel ef ég get gert dag einhvers annars betri,“ segir Ástdís. Hún segist í samtali við Vísi aldrei hafa búist við viðbrögðum á borð við þau sem þessi litla færsla á Facebook skilaði. „Fyrir mér var þetta bara lítil spurning til að finna mér eitthvað að gera meðan kærasti minn er að læra eða upptekinn!“
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira