Kristín Ingólfsdóttir til starfa hjá MIT Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2015 10:59 Kristín Ingólfsdóttir hættur störfum hjá HÍ þann 30. júní næstkomandi. VISIR/Birgir ísleifur Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild, hefur þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT) eftir að hún lýkur störfum sem rektor HÍ síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Kristín mun starfa í tengslum við tvær stofnanir innan MIT. Annars vegar er um að ræða Stofnun í stafrænni kennslu (digital learning) og edX, sem er samstarfsnet MIT og yfir 40 annarra háskóla og stofnana víðs vegar um heim. EdX býður ókeypis opin námskeið á háskólastigi á netinu, svokölluð massive open online courses (MOOCs). Í tilkynningunni segir að Kristín hafi haft mikinn áhuga á þróun þessara og annars konar nýrra kennsluhátta og á áhrifum opinnar þekkingarmiðlunar á starfsemi háskóla. Háskólaráð HÍ skipaði starfshóp fljótlega eftir að háskólar í Bandaríkjunum opnuðu aðgang að námsefni sínu gegnum edX og Coursera fyrir þremur árum. Starfshópurinn kortlagði kosti, galla og tækifæri af þessari þróun fyrir HÍ, en mikil gróska hefur verið í þróun nýrra kennsluhátta innan skólans. Þá hefur Kristín sem stjórnarmaður í Samtökum evrópskra háskóla (European University Association; EUA) leitt nefnd sem fylgist með þróun stafrænna kennsluhátta og miðlar til 850 háskóla sem eru í samtökunum. Kristín hefur skrifað greinar um þessa þróun, nú nýlega grein sem birtist í bandaríska verkfræðitímaritinu Proceedings of the Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE). Kristín mun einnig tengjast MIT Media Lab sem er nýsköpunarsetur skólans. Þar fara fram rannsóknir og útfærsla nýstárlegra hugmynda þvert á hefðbundna skilgreiningu og skipulag fræðigreina. Verkefnin snúa meðal annars að tæknilausnum við meðhöndlun sjúkdóma og leiðum til að bæta líf sjónskertra, fatlaðra og fólks sem misst hefur útlimi. Mikið er lagt upp úr tengslum líf- og læknisfræði við verkfræði sem og tengslum sálfræði, félagsfræði og tæknigreina vegna þróunar samfélagsmiðla, nýrra aðferða við kennslu og nám og annarra tæknilausna í daglegu lífi okkar. „Ég er mjög spennt að fá tækifæri til að tengja mína fræðigrein, lyfjafræði, við þróun í upplýsingatækni og lífverkfræði til að bæta greiningu og meðhöndlun sjúkdóma og tengsl við sjúklinga. Ég vonast til að þessi vinna geti nýst sem efniviður inn í þverfræðilegt starf við Háskóla Íslands, en við höfum lagt áherslu á að auka það markvisst undanfarin ár.“ Kristín verður áfram stjórnarmaður í háskólaráði Háskólans í Lúxemborg eftir að hún lætur af störfum sem rektor Háskóla Íslands 30. júní nk. og þá mun hún einnig starfa áfram að verkefnum fyrir Samtök evrópskra háskóla (EUA). Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og prófessor við Lyfjafræðideild, hefur þegið boð um að verða gestaprófessor við Massachusetts Institute of Technology (MIT) eftir að hún lýkur störfum sem rektor HÍ síðar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Kristín mun starfa í tengslum við tvær stofnanir innan MIT. Annars vegar er um að ræða Stofnun í stafrænni kennslu (digital learning) og edX, sem er samstarfsnet MIT og yfir 40 annarra háskóla og stofnana víðs vegar um heim. EdX býður ókeypis opin námskeið á háskólastigi á netinu, svokölluð massive open online courses (MOOCs). Í tilkynningunni segir að Kristín hafi haft mikinn áhuga á þróun þessara og annars konar nýrra kennsluhátta og á áhrifum opinnar þekkingarmiðlunar á starfsemi háskóla. Háskólaráð HÍ skipaði starfshóp fljótlega eftir að háskólar í Bandaríkjunum opnuðu aðgang að námsefni sínu gegnum edX og Coursera fyrir þremur árum. Starfshópurinn kortlagði kosti, galla og tækifæri af þessari þróun fyrir HÍ, en mikil gróska hefur verið í þróun nýrra kennsluhátta innan skólans. Þá hefur Kristín sem stjórnarmaður í Samtökum evrópskra háskóla (European University Association; EUA) leitt nefnd sem fylgist með þróun stafrænna kennsluhátta og miðlar til 850 háskóla sem eru í samtökunum. Kristín hefur skrifað greinar um þessa þróun, nú nýlega grein sem birtist í bandaríska verkfræðitímaritinu Proceedings of the Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE). Kristín mun einnig tengjast MIT Media Lab sem er nýsköpunarsetur skólans. Þar fara fram rannsóknir og útfærsla nýstárlegra hugmynda þvert á hefðbundna skilgreiningu og skipulag fræðigreina. Verkefnin snúa meðal annars að tæknilausnum við meðhöndlun sjúkdóma og leiðum til að bæta líf sjónskertra, fatlaðra og fólks sem misst hefur útlimi. Mikið er lagt upp úr tengslum líf- og læknisfræði við verkfræði sem og tengslum sálfræði, félagsfræði og tæknigreina vegna þróunar samfélagsmiðla, nýrra aðferða við kennslu og nám og annarra tæknilausna í daglegu lífi okkar. „Ég er mjög spennt að fá tækifæri til að tengja mína fræðigrein, lyfjafræði, við þróun í upplýsingatækni og lífverkfræði til að bæta greiningu og meðhöndlun sjúkdóma og tengsl við sjúklinga. Ég vonast til að þessi vinna geti nýst sem efniviður inn í þverfræðilegt starf við Háskóla Íslands, en við höfum lagt áherslu á að auka það markvisst undanfarin ár.“ Kristín verður áfram stjórnarmaður í háskólaráði Háskólans í Lúxemborg eftir að hún lætur af störfum sem rektor Háskóla Íslands 30. júní nk. og þá mun hún einnig starfa áfram að verkefnum fyrir Samtök evrópskra háskóla (EUA).
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira