Talið að um 30 þúsund óskráð skotvopn séu í umferð Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 07:29 Áætlað er að rúmlega 30 þúsund óskráð skotvopn séu í umferð hér á landi. Þá telur lögreglan að AK-47 hríðskotabyssur hafi verið fluttar hingað til lands með rússneskum togurum. Lögreglumenn vilja alls ekki bera skotvopn daglega og deila þeirri skoðun með borgurum landsins. En það þarf að gæta þess að í neyðartilfellum sé aðgengi að skotvopnum tryggt á þann hátt að það henti sem best hagsmunum lögreglumanna og borgaranna. Þetta segir Runólfur Þórhallsson lögreglumaður í nýlegri grein í Lögreglublaðinu. Runólfur fjallar um þann mikla fjölda óskráðra vopna sem eru í umferð hér á landi og segir: „Á Íslandi eru um 73 þúsund skráð vopn. Talið er að nokkrir tugir þúsunda vopna séu óskráð. Upplýsingar hafa ítrekað borist lögreglu að með rússatogurum hafi borist hingað til lands vélbyssur m.a. AK47, sem er mun stærra vopn en MP5.“ AK47 er sama tegund af riffli og bræðurnir Said og Cherif Kouachi þegar þeir myrtu tólf á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudag. Greinin Runólfs var þó skrifuð talsvert fyrir atburðina í París en tilefnið var umræða um skotvopnaeign lögreglu fyrr í haust. Sem kunnugt er var tekin ákvörðun um að skila alls 250 MP5 hríðskotabyssum til norska hersins þegar gerð var krafa um að greitt væri fyrir byssurnar en Landhelgisgæslan hafði litið á þær sem gjöf frá Norðmönnum. Alls áttu 150 byssur af þessum 250 að fara til lögreglunnar. Runólfur fékk upplýsingar um smygl á AK47 vélbyssunum í tengslum við rannsóknir á viðskiptum rússneskra togarasjómanna við Íslendinga fyrir rúmum áratug. Runólfur baðst undan viðtali en sagði að innan lögreglu teldu menn að óskráð vopn í umferð gætu verið um 30 þúsund. Þetta væri hins vegar áætlað og ekki staðfest tala. Í greinnni segir Runólfur: „Það vill enginn hér á landi að lögregla beri vopn, hvorki lögreglumenn né borgarinn. Það er hins vegar ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta. Lögreglumönnum ber lagaleg skylda til að vernda borgarana. Til þess að geta sinnt því hlutverki verða þeir að geta varið sig gagnvart vopnuðum afbrotamönnum og andlega veikum einstaklingum.“ Tengdar fréttir Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í allsherjarnefnd Alþingis segir að upplýsingar um vopnakaup hafi verið misvísandi. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hitti Norðmenn í Hörpunni sem hvorki færðu honum gjafabréf né reikning fyrir hríðskotabyssum. 5. nóvember 2014 08:00 Lögreglan þarf fleiri byssur en í fyrra Jón Bjartmarz segir að það þurfi að efla viðbúnaðargetu lögreglunnar. 27. nóvember 2014 19:30 Tíma ekki að senda hríðskotabyssurnar til Noregs Landhelgisgæslan bíður tækifæris til að flytja vopnin að kostnaðarlausu. 18. desember 2014 18:17 Byssurnar enn innsiglaðar í Keflavík Ekki enn búið að fá úr því skorið hvort hríðskotabyssurnar hafi verið gjöf eða ekki. 18. nóvember 2014 14:37 Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi Þörf lögreglunnar fyrir vopn er sögð óbreytt þótt Landhelgisgæslan endursendi hríðskotabyssur til Noregs. Lögreglan biður nú Norðmenn milliliðalaust um að útvega sér vopn. Vopnakaup eru ekki brýnasta verkefnið hjá Landhelgisgæslunni. 27. nóvember 2014 07:00 Kemur til greina að Gæslan skili byssunum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir eftir að koma í ljós hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi gjöf á byssum til Gæslunnar. Meiri reisn væri að Gæslan keypti vopn. 4. nóvember 2014 12:56 Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir vopnin frá Noregi verða innsigluð þar til ljóst sé hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi það hvort um gjöf sé að ræða eða ekki. 4. nóvember 2014 20:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Áætlað er að rúmlega 30 þúsund óskráð skotvopn séu í umferð hér á landi. Þá telur lögreglan að AK-47 hríðskotabyssur hafi verið fluttar hingað til lands með rússneskum togurum. Lögreglumenn vilja alls ekki bera skotvopn daglega og deila þeirri skoðun með borgurum landsins. En það þarf að gæta þess að í neyðartilfellum sé aðgengi að skotvopnum tryggt á þann hátt að það henti sem best hagsmunum lögreglumanna og borgaranna. Þetta segir Runólfur Þórhallsson lögreglumaður í nýlegri grein í Lögreglublaðinu. Runólfur fjallar um þann mikla fjölda óskráðra vopna sem eru í umferð hér á landi og segir: „Á Íslandi eru um 73 þúsund skráð vopn. Talið er að nokkrir tugir þúsunda vopna séu óskráð. Upplýsingar hafa ítrekað borist lögreglu að með rússatogurum hafi borist hingað til lands vélbyssur m.a. AK47, sem er mun stærra vopn en MP5.“ AK47 er sama tegund af riffli og bræðurnir Said og Cherif Kouachi þegar þeir myrtu tólf á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo á miðvikudag. Greinin Runólfs var þó skrifuð talsvert fyrir atburðina í París en tilefnið var umræða um skotvopnaeign lögreglu fyrr í haust. Sem kunnugt er var tekin ákvörðun um að skila alls 250 MP5 hríðskotabyssum til norska hersins þegar gerð var krafa um að greitt væri fyrir byssurnar en Landhelgisgæslan hafði litið á þær sem gjöf frá Norðmönnum. Alls áttu 150 byssur af þessum 250 að fara til lögreglunnar. Runólfur fékk upplýsingar um smygl á AK47 vélbyssunum í tengslum við rannsóknir á viðskiptum rússneskra togarasjómanna við Íslendinga fyrir rúmum áratug. Runólfur baðst undan viðtali en sagði að innan lögreglu teldu menn að óskráð vopn í umferð gætu verið um 30 þúsund. Þetta væri hins vegar áætlað og ekki staðfest tala. Í greinnni segir Runólfur: „Það vill enginn hér á landi að lögregla beri vopn, hvorki lögreglumenn né borgarinn. Það er hins vegar ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta. Lögreglumönnum ber lagaleg skylda til að vernda borgarana. Til þess að geta sinnt því hlutverki verða þeir að geta varið sig gagnvart vopnuðum afbrotamönnum og andlega veikum einstaklingum.“
Tengdar fréttir Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í allsherjarnefnd Alþingis segir að upplýsingar um vopnakaup hafi verið misvísandi. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hitti Norðmenn í Hörpunni sem hvorki færðu honum gjafabréf né reikning fyrir hríðskotabyssum. 5. nóvember 2014 08:00 Lögreglan þarf fleiri byssur en í fyrra Jón Bjartmarz segir að það þurfi að efla viðbúnaðargetu lögreglunnar. 27. nóvember 2014 19:30 Tíma ekki að senda hríðskotabyssurnar til Noregs Landhelgisgæslan bíður tækifæris til að flytja vopnin að kostnaðarlausu. 18. desember 2014 18:17 Byssurnar enn innsiglaðar í Keflavík Ekki enn búið að fá úr því skorið hvort hríðskotabyssurnar hafi verið gjöf eða ekki. 18. nóvember 2014 14:37 Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi Þörf lögreglunnar fyrir vopn er sögð óbreytt þótt Landhelgisgæslan endursendi hríðskotabyssur til Noregs. Lögreglan biður nú Norðmenn milliliðalaust um að útvega sér vopn. Vopnakaup eru ekki brýnasta verkefnið hjá Landhelgisgæslunni. 27. nóvember 2014 07:00 Kemur til greina að Gæslan skili byssunum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir eftir að koma í ljós hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi gjöf á byssum til Gæslunnar. Meiri reisn væri að Gæslan keypti vopn. 4. nóvember 2014 12:56 Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir vopnin frá Noregi verða innsigluð þar til ljóst sé hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi það hvort um gjöf sé að ræða eða ekki. 4. nóvember 2014 20:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Óeðlilegt að Gæslan þurfi að koma tvisvar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir í allsherjarnefnd Alþingis segir að upplýsingar um vopnakaup hafi verið misvísandi. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hitti Norðmenn í Hörpunni sem hvorki færðu honum gjafabréf né reikning fyrir hríðskotabyssum. 5. nóvember 2014 08:00
Lögreglan þarf fleiri byssur en í fyrra Jón Bjartmarz segir að það þurfi að efla viðbúnaðargetu lögreglunnar. 27. nóvember 2014 19:30
Tíma ekki að senda hríðskotabyssurnar til Noregs Landhelgisgæslan bíður tækifæris til að flytja vopnin að kostnaðarlausu. 18. desember 2014 18:17
Byssurnar enn innsiglaðar í Keflavík Ekki enn búið að fá úr því skorið hvort hríðskotabyssurnar hafi verið gjöf eða ekki. 18. nóvember 2014 14:37
Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi Þörf lögreglunnar fyrir vopn er sögð óbreytt þótt Landhelgisgæslan endursendi hríðskotabyssur til Noregs. Lögreglan biður nú Norðmenn milliliðalaust um að útvega sér vopn. Vopnakaup eru ekki brýnasta verkefnið hjá Landhelgisgæslunni. 27. nóvember 2014 07:00
Kemur til greina að Gæslan skili byssunum Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir eftir að koma í ljós hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi gjöf á byssum til Gæslunnar. Meiri reisn væri að Gæslan keypti vopn. 4. nóvember 2014 12:56
Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir vopnin frá Noregi verða innsigluð þar til ljóst sé hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi það hvort um gjöf sé að ræða eða ekki. 4. nóvember 2014 20:13