Lífið

Jóhann fékk Golden Globe

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Jóhann Jóhannsson með verðlaunin.
Jóhann Jóhannsson með verðlaunin. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fékk fyrstur íslendinga Golden Globe verðlaunin nú í nótt.

Verðlaunin hlaut hann fyrir að semja tónlist í kvikmyndinni The Theory of Everything í leikstjórn James March.

Myndin fjallar um ævi snillingsins Stephen Hawking, með leikaranum Eddie Redmayne og Felicity Jones í aðalhlutverkum.

Jóhann tileinkaði verðlaunin fjölskyldu sinni í Danmörku og á Íslandi og teyminu sem vann með honum að tónlistinni. Þakkarræðu Jóhanns má sjá hér fyrir neðan.

Vísir óskar Jóhanni innilega til hamingju!

Hér má sjá þakkarræðu Jóhanns Verðlaunin hlaut hann fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything, en á hana má hlusta hér.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×