Lífið

Segir hefndarklámi stríð á hendur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Emma Holten
Emma Holten mynd/emma holten og cecile bodker
Dönsk stúlka, Emma Holten, hefur sagt deilendum hefndarkláms stríð á hendur. Árið 2011 opnaði hún Facebook og komst að því að fyrrverandi kærasti hennar hafði sett nektarmyndir af henni í dreifingu á Internetinu. Hún hefur nú svarað fyrir með því að setja nektarmyndir af sér sjálf á vefinn og vill með því skila skömminni á réttan stað.

Í pistli sem birtist á vefsíðunni friktionmagasin.dk fjallar Holten um líðan sína í kjölfarið og fjölda af skeytum og skilaboðum sem henni bárust í kjölfar myndbirtingarinnar fyrir þremur árum. Þar mátti meðal annars finna eftirfarandi skilaboð;

„Vita foreldrar þínir að þú sért drusla?“

„Haha, þú ert á hefndarklámssíðu. Vissirðu það?“

„Sendu mér fleiri nektarmyndir af þér eða ég sendi yfirmanninum þínum þær sem ég á nú þegar.“

Emma vill skila skömminni þangað sem hún á heima.mynd/emma holten og cecile bodker
Þessi skilaboð, og fleiri til, komu frá körlum víðsvegar um Evrópu. Unglingsstrákum, fjölskyldufeðrum, háskólanemum. Það eina sem þeir áttu sameiginlegt var að þeir voru allir karlkyns. Holten segir að það hafi verið ljóst að þeir hafi allir vitað að hún hafi verið þar gegn sínum vilja, þeir hafi notið þess að að vita af skömminni. 

Samkvæmt könnum sem framkvæmd var í fyrra hóta tíu prósent karla að deila nektarmyndum af fyrrverandi kærustum sínum í kjölfar sambandsslita. Um sextíu prósent þeirra standa við það.

Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp Bjartar Ólafsdóttur, þingmanns Bjartrar Framtíðar, um breytingu á hegningarlögum þess efnis að dreifing á hefndarklámi verði gerð refsiverð. Hefndarklám hefur verið töluvert í umræðunni hérlendis en í fyrra ritaði Tinna Ingólfsdóttir grein, sem birtist upphaflega á vefnum Freyjur.is, fram og sagði frá reynslu sinni. Tinna varð bráðkvödd skömmu eftir birtingu greinarinnar en foreldrar hennar ræddu einnig við Ísland í dag. Einnig hafa síður sem ganga út á að deila slíku efni af íslenskum stelpum, sumum hverjum fæddum á þessari öld, verið milli tannanna á fólki.

Í lok viðtalsins við Holten er vísað á síðuna endrevengeporn.org.

mynd/emma holten og cecile bodker
mynd/emma holten og cecile bodker

Tengdar fréttir

Sexting algengara en flesta grunar

"Það er mjög auðvelt fyrir viðkomandi að hóta því að senda myndina eitthvert annað eða að setja þær á netið ef hann fær ekki fleiri myndir. “






Fleiri fréttir

Sjá meira


×