Handbolti

Frakkar líta vel út fyrir HM í Katar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Íslendingar fá að taka á Karabatic á HM
Íslendingar fá að taka á Karabatic á HM vísir/getty
Franska landsliðið í handbolta er langt komið í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistarmótið í handbolta í Katar eftir sigur á æfingamóti í Frakklandi um helgina..

Frakkland mætti Makedóníu í úrslitum fjögurra liða mótsins og vann Frakkland öruggan tíu marka sigur 30-20 eftir að hafa unnið Argentínu 33-19 í fyrradag.

Argentína vann Alsír í leiknum um þriðja sætið 21-20 en Ísland er bæði með Frakklandi og Alsír í riðli á HM í Katar.

Nikola Karabatic var markahæstur hjá Frakklandi með 5 mörk. Kiril Lazarov skoraði mest fyrir Makedóníu, 8 mörk.

Franska landsliðið lýkur undirbúningi sínum fyrir HM í Katar í kvöld þegar liðið mætir lærisveinum Patreks Jóhannessonar í Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×