Pierce Brosnan í Super Bowl auglýsingu Kia Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 11:15 Fyrrum James Bond leikarinn Pierce Brosnan leikur í auglýsingu fyrir Kia sem sýnd verður á stærsta fótboltaleik ársins í Bandaríkjunum, Super Bowl. Sá leikur er úrslitaleikur tveggja bestu rugby liðanna þarlendis og hefur löngum þótt stærsti íþróttaviðburðurinn í Bandaríkjunum á hverju ári. Margir bíða þar einnig eftir flottum auglýsingum sem sýndar eru í hálfleik og keppnin þar ekki minni í að heilla áhorfendur uppúr skónum. Í auglýsingunni ekur Brosnan Kia Sorento jeppanum sem nýkominn er af nýrri kynslóð. Ekki er að spyrja að því að húmorinn er í hávegum hafður í auglýsingunni, en í henni er Kia Sorento í hlutverki óskabílsins sem „getaway vehicle“, eða bíls sem heppilegur er til að komast úr mjög erfiðum aðstæðum. Framvinda auglýsingarinnar er þó á að aðra lund en margir myndu ætla með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent
Fyrrum James Bond leikarinn Pierce Brosnan leikur í auglýsingu fyrir Kia sem sýnd verður á stærsta fótboltaleik ársins í Bandaríkjunum, Super Bowl. Sá leikur er úrslitaleikur tveggja bestu rugby liðanna þarlendis og hefur löngum þótt stærsti íþróttaviðburðurinn í Bandaríkjunum á hverju ári. Margir bíða þar einnig eftir flottum auglýsingum sem sýndar eru í hálfleik og keppnin þar ekki minni í að heilla áhorfendur uppúr skónum. Í auglýsingunni ekur Brosnan Kia Sorento jeppanum sem nýkominn er af nýrri kynslóð. Ekki er að spyrja að því að húmorinn er í hávegum hafður í auglýsingunni, en í henni er Kia Sorento í hlutverki óskabílsins sem „getaway vehicle“, eða bíls sem heppilegur er til að komast úr mjög erfiðum aðstæðum. Framvinda auglýsingarinnar er þó á að aðra lund en margir myndu ætla með Pierce Brosnan í aðalhlutverki.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent