Dagur: Erfiðari leið inn á Ólympíuleika Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2015 09:29 Vísir/Eva Björk Dagur Sigurðsson hélt sinn síðasta blaðamannafund á Hilton-hótelinu í Doha í morgun þar sem Þýskaland leikur næstu tvo dagan um sæti 5-8 á HM í handbolta. Þetta varð ljóst eftir tap Þjóðverja gegn Katar í 8-liða úrslitum í gær en Dagur sagði að vonbrigðin eftir leik hafi vitanlega verið mikil. „En það gildir það sama og eftir sigra. Við verðum að líta fram á veginn og takast á við næsta leik og næstu áskorun,“ sagði Dagur á fundinum í morgun. „Við erum ekki þeir einu sem urðu fyrir vonbrigðum í gær. Það eru þrjú önnur lið í sama pakka með okkur og við mætum Króatíu á morgun sem er sterkt lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum.“ „Við spiluðum vel allt mótið en það var ekki nóg gegn Katar. En við þurfum að horfa fram á veginn og líta á það jákvæða,“ sagði Dagur enn fremur.Sjá einnig: Getum verið stoltir af spilamennskunni Hann var spurður um dómgæsluna í leiknum í gær en Dagur vildi sem fyrr lítið tjá sig um hana. „Rétt eins og ég sagði fyrir leik hef ég ekkert að segja um það. Ég veit ekki einu sinni hvort ég megi það yfir höfuð. Við fengum fullt af færum sem við nýttum ekki en ég segi þó að það voru nokkrir hlutir í síðari hálfleik sem trufluðu mig.“ Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, var einnig á fundinum og var spurður hvort að dómgæslan hafi haft áhrif á leikinn. „Það væri hægt að ræða um einhver mistök sem dómarinn gerði í leiknum en við gerðum bara svo mörg mistök sjálfir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Það gekk margt á afturfótunum í leiknum en það var ekki dómurunum að kenna heldur okkur sjálfum. Í svona leik þarf allt að ganga upp - við vorum góðir en við þurftum að vera í heimsklassa.“Sjá einnig: Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Liðin í 2.-7. sæti HM fara í undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika og Dagur var spurður hvort að besta tækifæri Þýskalands hafi ekki falist í því að vinna Katar í gær, þar sem nú væru tveir erfiðir leikir fram undan - sá fyrri gegn ógnarsterku liði Króatíu. „Jú, það er hárrétt,“ var svar Dags sem var svo spurður hvernig hann kæmi leikmönnum í skilning um hversu erfiðir leikir eru fram undan. „Leiðin inn á Ólympíuleikana er nú erfiðari. Leikmennirnir vita það. Það þarf ekkert að segja þeim það.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Valero Rivera og Danijel Saric svöruðu engum spurningum um þjóðerni leikmanna Katar eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. 28. janúar 2015 18:25 Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson hélt sinn síðasta blaðamannafund á Hilton-hótelinu í Doha í morgun þar sem Þýskaland leikur næstu tvo dagan um sæti 5-8 á HM í handbolta. Þetta varð ljóst eftir tap Þjóðverja gegn Katar í 8-liða úrslitum í gær en Dagur sagði að vonbrigðin eftir leik hafi vitanlega verið mikil. „En það gildir það sama og eftir sigra. Við verðum að líta fram á veginn og takast á við næsta leik og næstu áskorun,“ sagði Dagur á fundinum í morgun. „Við erum ekki þeir einu sem urðu fyrir vonbrigðum í gær. Það eru þrjú önnur lið í sama pakka með okkur og við mætum Króatíu á morgun sem er sterkt lið og frábæra leikmenn í öllum stöðum.“ „Við spiluðum vel allt mótið en það var ekki nóg gegn Katar. En við þurfum að horfa fram á veginn og líta á það jákvæða,“ sagði Dagur enn fremur.Sjá einnig: Getum verið stoltir af spilamennskunni Hann var spurður um dómgæsluna í leiknum í gær en Dagur vildi sem fyrr lítið tjá sig um hana. „Rétt eins og ég sagði fyrir leik hef ég ekkert að segja um það. Ég veit ekki einu sinni hvort ég megi það yfir höfuð. Við fengum fullt af færum sem við nýttum ekki en ég segi þó að það voru nokkrir hlutir í síðari hálfleik sem trufluðu mig.“ Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, var einnig á fundinum og var spurður hvort að dómgæslan hafi haft áhrif á leikinn. „Það væri hægt að ræða um einhver mistök sem dómarinn gerði í leiknum en við gerðum bara svo mörg mistök sjálfir. Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Það gekk margt á afturfótunum í leiknum en það var ekki dómurunum að kenna heldur okkur sjálfum. Í svona leik þarf allt að ganga upp - við vorum góðir en við þurftum að vera í heimsklassa.“Sjá einnig: Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Liðin í 2.-7. sæti HM fara í undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika og Dagur var spurður hvort að besta tækifæri Þýskalands hafi ekki falist í því að vinna Katar í gær, þar sem nú væru tveir erfiðir leikir fram undan - sá fyrri gegn ógnarsterku liði Króatíu. „Jú, það er hárrétt,“ var svar Dags sem var svo spurður hvernig hann kæmi leikmönnum í skilning um hversu erfiðir leikir eru fram undan. „Leiðin inn á Ólympíuleikana er nú erfiðari. Leikmennirnir vita það. Það þarf ekkert að segja þeim það.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Valero Rivera og Danijel Saric svöruðu engum spurningum um þjóðerni leikmanna Katar eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. 28. janúar 2015 18:25 Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25
Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15
Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58
Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Valero Rivera og Danijel Saric svöruðu engum spurningum um þjóðerni leikmanna Katar eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. 28. janúar 2015 18:25
Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitum Frakkar eru komnir á mikla siglingu á HM og völtuðu yfir Slóvena, 32-23, í undanúrslitum í kvöld. 28. janúar 2015 19:37
Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03