Bandaríski tæknirisinn Apple hefur gefið út tölur yfir hagnað á fyrsta ársfjórðungi efnahagsárs fyrirtækisins, frá 27. september til 27. desember, og er hann átján milljarðar bandaríkjadala.
Það er mesti hagnaður skráðs félags í sögunni en fyrra metið átti olíurisinn ExxonMobil sem sett var árið 2012, að því er greiningarfyrirtækið Standard&Poors segir.
Það sem skýrir þennan gríðarlega hagnað er metsala á nýjustu gerðinni af iPhone símanum en Apple seldi tæpar 75 milljónir slíkra tækja á þremur síðustu mánuðum síðasta árs og fór salan töluvert fram úr björtustu vonum sérfræðinga.
Apple setur met í hagnaði
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar

Mest lesið

Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni
Viðskipti innlent

Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar
Viðskipti innlent

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Viðskipti erlent

Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús
Viðskipti innlent

Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf
Viðskipti innlent

ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða
Viðskipti erlent

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Viðskipti erlent