Lífið

Tónlist Ólafs Arnalds í stiklunni fyrir The Fantastic Four

Birgir Olgeirsson skrifar
Birt hefur verið fyrsta stiklan fyrir kvikmyndina The Fantastic Four, sem frumsýnd verður 7. ágúst næstkomandi hér á landi, en það er íslenska tónskáldið Ólafur Arnalds sem á tónlistina í stiklunni. Myndin er byggð á myndasögu eftir Jack Kirby og Stan Lee sem gefin var út af Marvel um miðbik síðustu aldar.

Myndin segir frá fjórum ungum vísindamönnum sem öðlast ofurkrafta eftir að vísindatilraun fer úrskeiðis. Fjórmenningarnir nýta þessa nýfengnu krafta til góðra verka og til að verjast illverkum illmennisins Dr. Doom. Það er kvikmyndaver Fox sem gefur myndina út en hún hefur yfir sér dekkra yfirbragð en myndirnar tvær sem voru gerðar um þetta ofurhetjuteymi fyrir nokkrum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.