20 milljónir tölvupósta í Al-Thani málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 14:21 Frá aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2013. Vísir/Daníel Sérstakur saksóknari lagði hald á um 20 milljónir tölvupósta í Al-Thani málinu. Þetta kom fram í seinni ræðu Björns Þorvaldssonar, saksóknara, í málflutningi í Hæstarétti í dag. Þar svaraði hann ýmissi gagnrýni sem verjendur sakborninga í málinu höfðu sett fram en þar á meðal var takmarkað aðgengi þeirra að gögnum málsins. Björn sagði það ekki rétt að Hreiðar Már hefði ekki fengið neitt yfirlit yfir haldlögð gögn í málinu eins og verjandi hans hélt fram í gær. Það væri hins vegar rétt að halda því til haga að í skrá yfir haldlögð gögn væri ekki að finna útlistun á tölvupóstum og símtölum sem stuðst hafi verið við við rannsókn málsins. „Það var hald lagt hald á um 20 milljónir tölvupósta. Yfirlit yfir þá myndi telja um 400.000 síður. Ég veit ekki hvort einhverjum væri gerður greiður með slíku yfirliti,“ sagði saksóknari.Ekkert athugavert við alþjóðlega handtökuskipun Þá svaraði Björn fyrir alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út á hendur Sigurði Einarssyni í maí 2010. Hann var því eftirlýstur af Interpol um tíma. Verjandi Sigurðar gerði alvarlegar athugasemdir við það hvernig staðið var að handtökuskipuninni og taldi hana brjóta bæði í bága við íslensku stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Til þessa mætti líta hvað varðar frávísun málsins frá dómi. Saksóknari sagði að ef staðið hefði verið rangt að einhverju í tengslum við handtökuskipunina þá ætti ákærði kannski bótakröfu á ríkið. Það myndi þó aldrei leiða til frávísunar. Að þessu sögðu mótmælti hann því svo að nokkuð athugavert hefði verið við handtökuskipunina.Framburðir vitna studdir samtímagögnum Hvað varðaði trúverðugleika vitna í málinu sagði saksóknari framburði þeirra tveggja vitna sem verjendur töldu ótrúverðuga, vera studda samtímagögnum í málinu, til dæmis tölvupóstum og símtölum. Þetta hafi verjendur ekki minnst á. Svo mótmælti hann því harðlega að framburður annars vitnisins, Eggerts Hilmarssonar, hafi verið settur í samhengi við það að hann hafði réttarstöðu grunaðs manns í öðru máli. „Ég velti því fyrir mér hvort að ákærði sé að gefa í skyn að ef Eggert Hilmarsson gæfi góðan framburð í þessu máli þá yrði hann ekki í ákærður í öðru máli. Ef verið er að halda þessu fram er það furðulegur málflutningur og mjög alvarlegt ef verið er að saka rannsakendur um slík vinnubrögð.“ Að lokum kom saksóknari stuttlega inn á meint vanhæfi sérfróðs meðdómanda, Magnúsar Benediktssonar, en hann sagði í málflutningi í gær að það væri óheppilegt að Magnús hefði átt í lánaviðskiptum við Kaupþing. Saksóknari sagði í dag að það væri sitthvor hluturinn, það að eitthvað sé óheppilegt og það að einhver sé vanhæfur. Lögformlega væri Magnús hæfur til að fara með málið. Málflutningi lauk í hádeginu í dag og hefur verið dómtekið. Niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fjögurra vikna. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, segir sakborninga hafa réttmæta ástæðu til að efast um hæfi sérfróðs meðdómanda í héraði. 27. janúar 2015 11:33 Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49 Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Sérstakur saksóknari lagði hald á um 20 milljónir tölvupósta í Al-Thani málinu. Þetta kom fram í seinni ræðu Björns Þorvaldssonar, saksóknara, í málflutningi í Hæstarétti í dag. Þar svaraði hann ýmissi gagnrýni sem verjendur sakborninga í málinu höfðu sett fram en þar á meðal var takmarkað aðgengi þeirra að gögnum málsins. Björn sagði það ekki rétt að Hreiðar Már hefði ekki fengið neitt yfirlit yfir haldlögð gögn í málinu eins og verjandi hans hélt fram í gær. Það væri hins vegar rétt að halda því til haga að í skrá yfir haldlögð gögn væri ekki að finna útlistun á tölvupóstum og símtölum sem stuðst hafi verið við við rannsókn málsins. „Það var hald lagt hald á um 20 milljónir tölvupósta. Yfirlit yfir þá myndi telja um 400.000 síður. Ég veit ekki hvort einhverjum væri gerður greiður með slíku yfirliti,“ sagði saksóknari.Ekkert athugavert við alþjóðlega handtökuskipun Þá svaraði Björn fyrir alþjóðlega handtökuskipun sem gefin var út á hendur Sigurði Einarssyni í maí 2010. Hann var því eftirlýstur af Interpol um tíma. Verjandi Sigurðar gerði alvarlegar athugasemdir við það hvernig staðið var að handtökuskipuninni og taldi hana brjóta bæði í bága við íslensku stjórnarskrána og Mannréttindasáttmála Evrópu. Til þessa mætti líta hvað varðar frávísun málsins frá dómi. Saksóknari sagði að ef staðið hefði verið rangt að einhverju í tengslum við handtökuskipunina þá ætti ákærði kannski bótakröfu á ríkið. Það myndi þó aldrei leiða til frávísunar. Að þessu sögðu mótmælti hann því svo að nokkuð athugavert hefði verið við handtökuskipunina.Framburðir vitna studdir samtímagögnum Hvað varðaði trúverðugleika vitna í málinu sagði saksóknari framburði þeirra tveggja vitna sem verjendur töldu ótrúverðuga, vera studda samtímagögnum í málinu, til dæmis tölvupóstum og símtölum. Þetta hafi verjendur ekki minnst á. Svo mótmælti hann því harðlega að framburður annars vitnisins, Eggerts Hilmarssonar, hafi verið settur í samhengi við það að hann hafði réttarstöðu grunaðs manns í öðru máli. „Ég velti því fyrir mér hvort að ákærði sé að gefa í skyn að ef Eggert Hilmarsson gæfi góðan framburð í þessu máli þá yrði hann ekki í ákærður í öðru máli. Ef verið er að halda þessu fram er það furðulegur málflutningur og mjög alvarlegt ef verið er að saka rannsakendur um slík vinnubrögð.“ Að lokum kom saksóknari stuttlega inn á meint vanhæfi sérfróðs meðdómanda, Magnúsar Benediktssonar, en hann sagði í málflutningi í gær að það væri óheppilegt að Magnús hefði átt í lánaviðskiptum við Kaupþing. Saksóknari sagði í dag að það væri sitthvor hluturinn, það að eitthvað sé óheppilegt og það að einhver sé vanhæfur. Lögformlega væri Magnús hæfur til að fara með málið. Málflutningi lauk í hádeginu í dag og hefur verið dómtekið. Niðurstaða ætti að liggja fyrir innan fjögurra vikna.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, segir sakborninga hafa réttmæta ástæðu til að efast um hæfi sérfróðs meðdómanda í héraði. 27. janúar 2015 11:33 Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49 Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, segir sakborninga hafa réttmæta ástæðu til að efast um hæfi sérfróðs meðdómanda í héraði. 27. janúar 2015 11:33
Þyngstu dómar í sögunni - Sakborningar mættu ekki Dómurinn yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni eru þyngstu dómar í efnahagsbrotamáli í sögu Íslands. 12. desember 2013 15:49
Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15