Facebook, Instagram og Tinder niðri í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2015 07:10 Vísir/Getty Samfélagsmiðlarnir Facebook, Instagram og Tinder virkuðu ekki í nótt um heim allan. Aðrir samfélagsmiðlar eins og Twitter virkuðu enn og hefur kassamerkið Facebookdown verið notað gríðarlega mikið þar. Í lok september í fyrra notaði 1,25 milljarður manna Facebook á degi hverjum. Samfélagsmiðillinn lá niðri í rúma klukkustund. Hakkarahópurinn Lizard Squad virðist hafa gert árás á samfélagsmiðlana, en samkvæmt Twitter síðu þeirra, gerðu þeir einnig árás á MySpace. Lizard Squad gerði einnig árás á tölvukerfi Malaysia Airlines í gær, samkvæmt Sky News. Á heimasíðu fyrirtækisins settu þeir upp skilaboðin: 404 - Plane not found. Hacked by Cyber Caliphate. Þar að auki gerði hópurinn árás og Microsoft og Sony um jólin, svo að leikjaþjónustur fyrirtækjanna lágu niðri. Facebook, Instagram, Tinder, AIM, Hipchat #offline #LizardSquad— Lizard Squad (@LizardMafia) January 27, 2015 Hér að neðan má sjá yfirlit yfir færslur á Twitter, sem notast við #Facebook down. Fjölmörg þeirra eru bráðfyndin og margir notendur Twitter vekja athygli á því hve margir séu háðir Facebook. Forrit sem tengjast við Facebook virkuðu ekki heldur í nótt. Þar á meðal er Tinder en Instagram er einnig í eigu Facebook. #facebookdown Tweets Kassamerkið ThingsIDidWhenFacebookWasDown, eða; Það sem ég gerði á meðan Facebook lá niðri, hefur einnig vakið mikla lukku nú í morgunsárið. #thingsididwhenfacebookwasdown Tweets Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir Facebook, Instagram og Tinder virkuðu ekki í nótt um heim allan. Aðrir samfélagsmiðlar eins og Twitter virkuðu enn og hefur kassamerkið Facebookdown verið notað gríðarlega mikið þar. Í lok september í fyrra notaði 1,25 milljarður manna Facebook á degi hverjum. Samfélagsmiðillinn lá niðri í rúma klukkustund. Hakkarahópurinn Lizard Squad virðist hafa gert árás á samfélagsmiðlana, en samkvæmt Twitter síðu þeirra, gerðu þeir einnig árás á MySpace. Lizard Squad gerði einnig árás á tölvukerfi Malaysia Airlines í gær, samkvæmt Sky News. Á heimasíðu fyrirtækisins settu þeir upp skilaboðin: 404 - Plane not found. Hacked by Cyber Caliphate. Þar að auki gerði hópurinn árás og Microsoft og Sony um jólin, svo að leikjaþjónustur fyrirtækjanna lágu niðri. Facebook, Instagram, Tinder, AIM, Hipchat #offline #LizardSquad— Lizard Squad (@LizardMafia) January 27, 2015 Hér að neðan má sjá yfirlit yfir færslur á Twitter, sem notast við #Facebook down. Fjölmörg þeirra eru bráðfyndin og margir notendur Twitter vekja athygli á því hve margir séu háðir Facebook. Forrit sem tengjast við Facebook virkuðu ekki heldur í nótt. Þar á meðal er Tinder en Instagram er einnig í eigu Facebook. #facebookdown Tweets Kassamerkið ThingsIDidWhenFacebookWasDown, eða; Það sem ég gerði á meðan Facebook lá niðri, hefur einnig vakið mikla lukku nú í morgunsárið. #thingsididwhenfacebookwasdown Tweets
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira