Einkunnir Gaupa: Sex leikmenn fá lægstu einkunn 26. janúar 2015 20:47 vísir/pjetur og eva björk Íslenska landsliðið er úr leik á HM eftir tap gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í leiknum. Líkt og áður gefur Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Danmörku:Björgvin Páll Gústavsson - 5 Að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands á þessu heimsmeistaramóti. Byrjaði ekki vel gegn Dönum og átti erfitt uppdráttar þar sem vörnin var eins og gatasigti. Stóð samt fyrir sínu og gott betur.Guðjón Valur Sigurðsson - 2 Fyrirliðinn var ólíkur sjálfum sér á mótinu. Fann ekki taktinn í sínum leik. Náði að koma til baka undir lokin í kvöld en náði aldrei að draga liðið með sér og var langt frá sínu besta.Snorri Steinn Guðjónsson - 1 Átti slakan dag. Leikur íslenska liðsins hægur og fyrirséður. Nýtti færin sín illa. Virkaði óöruggur og mjög passífur. Átti sína spretti á mótinu en leikmaður sem á að geta gert mikið betur.Alexander Petersson - 5 Besti leikur hans í keppninni. Því miður voru félagar hans ekki að hjálpa honum við verkið. Dró vagninn í sókninni og eini leikmaður íslenska liðsins sem virtist draga á markið.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Skilaði sínu í vörninni en virkaði ragur og einfaldlega þreyttur í sókninni. Átti sínar rispur í mótinu en var langt frá sínu besta.Róbert Gunnarsson - 1 Átti á köflum prýðismót en fann engan takt í kvöld. Leikmenn fundu hann ekki á línunni og Danir lokuðu á hann og virtust vita nákvæmlega hvað hann ætlaði að gera.Sverre Andreas Jakobsson - 2 Sverre átti ekki sinn besta leik í dag en þessi ótrúlegi karakter hefur þjónað landsliðinu vel og lengi. Hann lýkur nú keppni fyrir fullt og fast. Hans verður sárt saknað. Arftakinn hvergi sjáanlegur.Bjarki Már Gunnarsson - 1 Slakasti leikur hans í keppninni. Danir spiluðu inn á veikleika íslenska liðsins. Það er að segja á miðsvæði varnarinnar og þarna kom berlega í ljós að Bjarka skortir reynslu í þessari stöðu.Stefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertArnór Atlason - 1 Virkaði þungur allt mótið og var í raun óþekkjanlegur. Ekki sami Arnór og á undangengnum árum. Í vörninni skilaði hann sínu en var langt frá sínu besta í sókninni. Hans slakasta mót frá upphafi.Sigurbergur Sveinsson - 1 Það er ekki hægt að segja að Sigurbergur hafi fengið mörg tækifæri. Hæfileikaríkur leikmaður en náði sér ekki á strik á stóra sviðinu. Var fyrirséður í sínum aðgerðum og oftar en ekki óöruggur.Arnór Þór Gunnarsson - 2 Fékk lítinn spiltíma. Örugglega framtíðarmaður. Baráttujaxl og hefði kannski átt að fá fleiri tækifæri.Kári Kristján Kristjánsson - 3 Nýtti vel þau tækifæri sem hann fékk á þessu móti. Virkar í góðu standi og spilar ágætlega fyrir félaga sína. Nýtir færin vel. Á enn mikið inni og getur bætt sig enn frekar.Vignir Svavarsson - 3 Stóð sig prýðilega í sókninni og kannski þarf að horfa meira til hans næstu tvö árin á þeim vettvangi. Var oftar en ekki í vandræðum í vörninni og vantaði þar allan takt. Hins vegar ekki galið mót í heild sinni hjá honum.Aron Rafn Eðvarðsson - spilaði ekkertGunnar Steinn Jónsson - 1 Eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik náði Gunnar engum takti í sinn leik frekar en aðrir í útilínu Íslands. Virkaði óöruggur og hræddur en ekki má taka af honum að hann var maðurinn sem kom okkur í gegnum Egypta-leikinn. Hann fær plús í kladdann fyrir það.Aron Kristjánsson - 2 Verður ekki sakaður um að hafa ekki reynt að gera breytingar á íslenska liðinu í þessum leik. Enn og aftur byrjaði íslenska liðið illa. Hvers vegna? Veit það einhver? Varpaði oftar en ekki ábyrgðinni á leikmenn liðsins á mótinu sem vissulega á köflum stóðu sig ekki. Landsliðsþjálfari ber hins vegar ábyrgð á liðinu, úrslitum leikja og niðurstöðunni. Þarf að hugsa sinn gang rétt eins og leikmenn liðsins en verður ekki alfarið sakaður um slakt gengi liðsins á þessu móti. Ósanngjarnt.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikurEkki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum. 24. janúar 2015 18:05 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50 Einkunnir Gaupa: Aron Pálmarsson bestur Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. 18. janúar 2015 18:48 Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Íslenska landsliðið er úr leik á HM eftir tap gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið sá aldrei til sólar í leiknum. Líkt og áður gefur Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Danmörku:Björgvin Páll Gústavsson - 5 Að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Íslands á þessu heimsmeistaramóti. Byrjaði ekki vel gegn Dönum og átti erfitt uppdráttar þar sem vörnin var eins og gatasigti. Stóð samt fyrir sínu og gott betur.Guðjón Valur Sigurðsson - 2 Fyrirliðinn var ólíkur sjálfum sér á mótinu. Fann ekki taktinn í sínum leik. Náði að koma til baka undir lokin í kvöld en náði aldrei að draga liðið með sér og var langt frá sínu besta.Snorri Steinn Guðjónsson - 1 Átti slakan dag. Leikur íslenska liðsins hægur og fyrirséður. Nýtti færin sín illa. Virkaði óöruggur og mjög passífur. Átti sína spretti á mótinu en leikmaður sem á að geta gert mikið betur.Alexander Petersson - 5 Besti leikur hans í keppninni. Því miður voru félagar hans ekki að hjálpa honum við verkið. Dró vagninn í sókninni og eini leikmaður íslenska liðsins sem virtist draga á markið.Ásgeir Örn Hallgrímsson - 2 Skilaði sínu í vörninni en virkaði ragur og einfaldlega þreyttur í sókninni. Átti sínar rispur í mótinu en var langt frá sínu besta.Róbert Gunnarsson - 1 Átti á köflum prýðismót en fann engan takt í kvöld. Leikmenn fundu hann ekki á línunni og Danir lokuðu á hann og virtust vita nákvæmlega hvað hann ætlaði að gera.Sverre Andreas Jakobsson - 2 Sverre átti ekki sinn besta leik í dag en þessi ótrúlegi karakter hefur þjónað landsliðinu vel og lengi. Hann lýkur nú keppni fyrir fullt og fast. Hans verður sárt saknað. Arftakinn hvergi sjáanlegur.Bjarki Már Gunnarsson - 1 Slakasti leikur hans í keppninni. Danir spiluðu inn á veikleika íslenska liðsins. Það er að segja á miðsvæði varnarinnar og þarna kom berlega í ljós að Bjarka skortir reynslu í þessari stöðu.Stefán Rafn Sigurmannsson - spilaði ekkertArnór Atlason - 1 Virkaði þungur allt mótið og var í raun óþekkjanlegur. Ekki sami Arnór og á undangengnum árum. Í vörninni skilaði hann sínu en var langt frá sínu besta í sókninni. Hans slakasta mót frá upphafi.Sigurbergur Sveinsson - 1 Það er ekki hægt að segja að Sigurbergur hafi fengið mörg tækifæri. Hæfileikaríkur leikmaður en náði sér ekki á strik á stóra sviðinu. Var fyrirséður í sínum aðgerðum og oftar en ekki óöruggur.Arnór Þór Gunnarsson - 2 Fékk lítinn spiltíma. Örugglega framtíðarmaður. Baráttujaxl og hefði kannski átt að fá fleiri tækifæri.Kári Kristján Kristjánsson - 3 Nýtti vel þau tækifæri sem hann fékk á þessu móti. Virkar í góðu standi og spilar ágætlega fyrir félaga sína. Nýtir færin vel. Á enn mikið inni og getur bætt sig enn frekar.Vignir Svavarsson - 3 Stóð sig prýðilega í sókninni og kannski þarf að horfa meira til hans næstu tvö árin á þeim vettvangi. Var oftar en ekki í vandræðum í vörninni og vantaði þar allan takt. Hins vegar ekki galið mót í heild sinni hjá honum.Aron Rafn Eðvarðsson - spilaði ekkertGunnar Steinn Jónsson - 1 Eftir frábæra frammistöðu í síðasta leik náði Gunnar engum takti í sinn leik frekar en aðrir í útilínu Íslands. Virkaði óöruggur og hræddur en ekki má taka af honum að hann var maðurinn sem kom okkur í gegnum Egypta-leikinn. Hann fær plús í kladdann fyrir það.Aron Kristjánsson - 2 Verður ekki sakaður um að hafa ekki reynt að gera breytingar á íslenska liðinu í þessum leik. Enn og aftur byrjaði íslenska liðið illa. Hvers vegna? Veit það einhver? Varpaði oftar en ekki ábyrgðinni á leikmenn liðsins á mótinu sem vissulega á köflum stóðu sig ekki. Landsliðsþjálfari ber hins vegar ábyrgð á liðinu, úrslitum leikja og niðurstöðunni. Þarf að hugsa sinn gang rétt eins og leikmenn liðsins en verður ekki alfarið sakaður um slakt gengi liðsins á þessu móti. Ósanngjarnt.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikurEkki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum. 24. janúar 2015 18:05 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50 Einkunnir Gaupa: Aron Pálmarsson bestur Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. 18. janúar 2015 18:48 Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Einkunnir Gaupa: Guðjón Valur í heimsklassa Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum. 24. janúar 2015 18:05
Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54
Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi. 22. janúar 2015 20:50
Einkunnir Gaupa: Aron Pálmarsson bestur Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir. 18. janúar 2015 18:48
Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04