Handbolti

Arnór: Ég spilaði illa á þessu móti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Arnór komst aldrei í gang í Katar.
Arnór komst aldrei í gang í Katar. vísir/ena björk
Arnór Atlason var fúll út í sjálfan sig eftir tapið gegn Dönum og einnig fúll með að vera á leið heim.

„Mér líður ömurlega og það er leiðinlegt að vera úr leik í þessu frábæra móti. Við verðum að viðurkenna að það er engum öðrum að kenna nema okkur sjálfum. Við spiluðum ekki nógu vel á þessu móti nema gegn Frökkum," sagði reynsluboltinn frá Akureyri.

„Þetta er búið að vera rosalega þungt og ég hef ekki skýringar á því af hverju. Ég hef aldrei upplifað þetta áður og þetta er erfiðasta stórmót sem ég hef farið á varðandi spilamennskuna. Allt voðalega erfitt.

„Við felum okkur ekki á bak við neitt. Við fengum allt sem við vildum en spiluðum bara ekki nógu vel."

Arnór var mjög sjálfsgagnrýninn eftir leikinn.

„Ég veit að ég hitti illa á markið í þessu móti og spilaði illa. Ég get engum kennt um nema sjálfum mér. af hverju ég spila svona illa veit ég ekki en ég er langt frá því að vera sáttur með mína frammistöðu á þessu móti. Það er alveg klárt."

Hlusta má á viðtalið hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×