Sjúkrahótel framyfir betri lækningar Linda Blöndal skrifar 26. janúar 2015 20:00 Kolröng forgangsröðun hjá Landspítalanum veldur því að mikilvæg rannsóknartæki verða ekki keypt til landsins, segir Stefán Matthíasson, læknir og formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Stefán gagnrýndi byggingu sjúkrahótels Landspítalans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fjögur þúsund fermetra sjúkrahótel mun rísa á lóð spítalans og framkvæmdir hefjast í apríl næstkomandi. Kostnaðurinn er metinn á bilinu 1,5 til 2 milljarðar króna.Á að spara Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í liðinni viku að með nýja sjúkrahótelinu mætti spara spítalanum fjármuni og yrði það verulegur hluti þeirra tveggja milljarða króna sem ætlaður er að sparist við að sjúkrahússtarfsemin færist undir einn hatt. Langt á eftir í krabbameinslækningumSamtök heilbrigðisfyrirtækja eru samtök sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og birti Stefán grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann bendir sérstaklega á meðferðir krabbameinssjúklinga. Hann segir að þeim sé ábótavant og þær langt frá því að vera viðunandi miðað við það sem eðlilegt þykir í nágrannalöndum okkar. „Ég hef ekkert á móti því að byggja sjúkrahótel í sjálfu sér,“ segir Stefán. „Það sem ég er að vekja athygli á er forgangsröðunin í þessum málum. Í dag erum við með ágætlega fínt sjúkrahótel og það er með það eins og margt annað, auðvitað má bæta og laga allt. Málið er að það brenna eldar víðar í heilbrigðiskerfinu eins og allir vita. Eitt dæmi er sláandi og það er að hér á landi er enginn jáeindaskanni eða pet-skann sem er tæki sem er nauðsynlegt í dag og þykir sjálfsagt í öðrum löndum við greiningu og meðferð krabbameina. Ég held að allir geti skilið að það er ekki boðlegt. Þetta ágæta sjúkrahótel getur vel beðið,“ bætir hann við og nefnir að meðferð við heilablóðfalli sé heldur ekki boðleg hér.Lítill hluti af nýjum byggingum LSHByggingin er sex prósent áætlaðs byggingarmagns í nýbyggingum Landspítlans næstu árin. Fjórar byggingar eru á þeim áætlunum, þar á meðal nýji hátæknispítalinn sem nefndur er Meðferðarkjarni. Stefán gagnrýnir að gert sé ráð fyrir því að 35 prósent af hægræðinu af nýjum Landspítala eigi að verða vegna hótelsins. Um 945 milljónir eru eyrnamerktar nýbyggingum spítalans á fjárlögum en opinbert hlutafélag á vegum spítalans, Nýji Landspítalinn, sér um framkvæmdirnar.Ríkisstjórnin með slæma ráðgjafa í byggingarmálum LSH„Nú hefur ríkisstjórnin sett saman metnaðarfulla áætlun um endurnýjun núverandi tækja á Landspítalanum og það er vel,“ segir Stefán. „Hins vegar er það þannig að þeir sem að úthluta fjármagninu fá ráð og ég held og segi með þessu að ráðgjafarnir eru ekki góðir í þessu efni. Ég held að það þurfi að líta til þeirra sem standa fyrir þessum framkvæmdum, meðal annars til þeirra sem stýra Nýja Landspítalanum.“Enn óljóst með rekstrartölur Með sjúkrahótelinu á að stytta legutíma inni á spítalanum og rýma sjúkrarúmin hraðar fyrir veikari sjúklingum. Svo á verða sjúklingar sem enn þurfa umönnun hjúkrunarfólks. Það mun þá líka nýtast aðstandendum sjúklinga. Landspítalinn hefur enn ekki birt rekstrartölur vegna nýja hótelsins og þá hvernig hagræðingin á að verða með því. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Kolröng forgangsröðun hjá Landspítalanum veldur því að mikilvæg rannsóknartæki verða ekki keypt til landsins, segir Stefán Matthíasson, læknir og formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Stefán gagnrýndi byggingu sjúkrahótels Landspítalans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fjögur þúsund fermetra sjúkrahótel mun rísa á lóð spítalans og framkvæmdir hefjast í apríl næstkomandi. Kostnaðurinn er metinn á bilinu 1,5 til 2 milljarðar króna.Á að spara Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í liðinni viku að með nýja sjúkrahótelinu mætti spara spítalanum fjármuni og yrði það verulegur hluti þeirra tveggja milljarða króna sem ætlaður er að sparist við að sjúkrahússtarfsemin færist undir einn hatt. Langt á eftir í krabbameinslækningumSamtök heilbrigðisfyrirtækja eru samtök sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og birti Stefán grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann bendir sérstaklega á meðferðir krabbameinssjúklinga. Hann segir að þeim sé ábótavant og þær langt frá því að vera viðunandi miðað við það sem eðlilegt þykir í nágrannalöndum okkar. „Ég hef ekkert á móti því að byggja sjúkrahótel í sjálfu sér,“ segir Stefán. „Það sem ég er að vekja athygli á er forgangsröðunin í þessum málum. Í dag erum við með ágætlega fínt sjúkrahótel og það er með það eins og margt annað, auðvitað má bæta og laga allt. Málið er að það brenna eldar víðar í heilbrigðiskerfinu eins og allir vita. Eitt dæmi er sláandi og það er að hér á landi er enginn jáeindaskanni eða pet-skann sem er tæki sem er nauðsynlegt í dag og þykir sjálfsagt í öðrum löndum við greiningu og meðferð krabbameina. Ég held að allir geti skilið að það er ekki boðlegt. Þetta ágæta sjúkrahótel getur vel beðið,“ bætir hann við og nefnir að meðferð við heilablóðfalli sé heldur ekki boðleg hér.Lítill hluti af nýjum byggingum LSHByggingin er sex prósent áætlaðs byggingarmagns í nýbyggingum Landspítlans næstu árin. Fjórar byggingar eru á þeim áætlunum, þar á meðal nýji hátæknispítalinn sem nefndur er Meðferðarkjarni. Stefán gagnrýnir að gert sé ráð fyrir því að 35 prósent af hægræðinu af nýjum Landspítala eigi að verða vegna hótelsins. Um 945 milljónir eru eyrnamerktar nýbyggingum spítalans á fjárlögum en opinbert hlutafélag á vegum spítalans, Nýji Landspítalinn, sér um framkvæmdirnar.Ríkisstjórnin með slæma ráðgjafa í byggingarmálum LSH„Nú hefur ríkisstjórnin sett saman metnaðarfulla áætlun um endurnýjun núverandi tækja á Landspítalanum og það er vel,“ segir Stefán. „Hins vegar er það þannig að þeir sem að úthluta fjármagninu fá ráð og ég held og segi með þessu að ráðgjafarnir eru ekki góðir í þessu efni. Ég held að það þurfi að líta til þeirra sem standa fyrir þessum framkvæmdum, meðal annars til þeirra sem stýra Nýja Landspítalanum.“Enn óljóst með rekstrartölur Með sjúkrahótelinu á að stytta legutíma inni á spítalanum og rýma sjúkrarúmin hraðar fyrir veikari sjúklingum. Svo á verða sjúklingar sem enn þurfa umönnun hjúkrunarfólks. Það mun þá líka nýtast aðstandendum sjúklinga. Landspítalinn hefur enn ekki birt rekstrartölur vegna nýja hótelsins og þá hvernig hagræðingin á að verða með því.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira