Lífið

Frammistaða Thelmu úr Ísland Got Talent lofuð í grænlenskum miðlum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Frammistaða Thelmu Kajsdóttur, sem sló í gegn í Ísland Got Talent í gærkvöldi, var lofuð í grænlenskum miðlum í dag.

„Þetta var frábært. Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessu," segir Thelma í samtali við miðlilinn Sermitsiaq og bætir við:

„Ég ákvað að taka þátt til þess að yfirstíga sviðskrekkinn."

Sjá einnig: Grænlensk systir Mörtu Maríu sló í gegn



Hún segist hafa tekið þátt í Ísland Got Talent til þess að reyna að ná lengra í tónlist, en þessi nítján ára kona stefnir á frama á því sviði. Umfjöllin Sermitsiaq kemur fram að Thelma er dóttir Eddu og Kaj Lyberth, en Kaj er þekktur tónlistamaður á Grænlandi.

Hér má sjá skjáskot úr grænslenska miðlinum Sermitsiaq.
Heillaði áhorfendur og dómara

Dómarar og áhorfendur í Ísland Got Talent kolféllu fyrir grænlensku söngkonunnu Thelmu Kajsdóttur, sem söng einstaklega fallegt grænlenskt lag í þættinum í kvöld.

„Ég er eiginlega skotin í þér," sagði Selma Björnsdóttir, sem er nýr dómari í þáttunum. Selma gapti þegar Thelma fór í hærri nóturnar. Þegar myndavélinni var beint að áhorfendum virtist sem einhverjir áhorfendur hefðu tárast.

Gaman að syngja á grænlensku

Thelma segir það hafa verið gaman að syngja á grænlensku fyrir íslenska áhorfendur. „Það var svolítið sérstakt, því þau skilja ekki hvað ég var að syngja um. En það var gaman að koma fram fyrir þjóðina sína. Ég er afar stolt af því." Textinn í laginu sem Thelma söng fjallaði um ástarsorg, hvernig það er að sleppa takinu af einhverjum sem maður elskar, þegar ljóst er að sambandinu verður ekki bjargað.

Grænlenska þjóðin að kjósa

Í fréttinni kemur einnig fram að vinkona Thelmu fékk hugmyndina að því að hún kæmi hingað til lands og tæki þátt í keppninni.

Frammistaða Thelmu vakti athygli strax í gærkvöldi og var fjöldi Grænlendinga mættur í athugasemdakerfið við fréttina um frammistöðu Thelmu. Í frétt Sermitsiaq er grænlenska þjóðin minnt á að hún má kjósa Thelmu áfram á seinni stigum keppninnar.

Thelma Kajsdóttir söng af mikilli innlifun í gær.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×