Umfjöllun: Þýskaland - Egyptaland 23-16 | Lichtlein magnaður í sigri Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2015 14:48 Dagur Sigurðsson byrjar vel með þýska landsliðið. Vísir/Eva Björk Þjóðverjar tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslit á HM í Katar með öruggum sigri, 23-16, á Egyptum í Lusail. Lærisveinar Dags Sigurðssonar voru sterkari aðilinn í leik dagsins. Egyptar áttu fá svör við sterkum varnarleik þeirra og frábærri markvörslu Carstens Lichtlein sem varði alls 23 skot í leiknum, eða 59% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þjóðverja bíður leikur gegn heimaliði Katar í 8-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Leikurinn í Lusail Sports Arena fór rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik. Það gerði Steffen Weinhold sem hefur verið einn allra besti leikmaður Þjóðverja á mótinu. Þýskaland spilaði sterka vörn sem sóknarmenn Egypta áttu nær engin svör við. Þeir spiluðu hægt, losuðu boltann seint og leituðu endalaust inn á miðjuna þar sem þýska vörnin var sterkust fyrir. Þegar Egypyar náðu svo að skapa sér færi þá reyndist Carsten Lichtlein, markvörður Þjóðverja, þeim erfiður en hann var magnaður í þýska markinu í dag eins og áður sagði. Hann varði m.a. þrjú vítaköst í fyrri hálfleik og átti hvað stærstan þátt í því að skotnýting Egyptalands í leiknum var aðeins 33%. Þjóðverjar komust í 4-1 og héldu Egyptum alltaf í þægilegri fjarlægð. Lærisveinar Dags náðu mest fimm marka forystu, 10-5, í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-8. Patrick Groetzki var í aðalhlutverki í sóknarleik Þýskalands en þessi frábæri hornamaður skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Félagi hans í vinstra horninu, Uwe Gensheimer, var markahæstur í liði Þjóðverja með sex mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Lærisveinar Dags hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og keyrðu hreinlega yfir ráðalausa Egypta. Þjóðverjar skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu átta marka forystu, 17-9. Sama ruglið réði ríkjum í sóknarleik Egypta sem skoruðu ekki fyrr en eftir níu mínútur í seinni hálfleik. Þeirra besti sóknarmaður, Ahmed El-Ahmar, náði sér engan veginn á strik, hékk lengi á boltanum og skoraði aðeins fjögur mörk úr 13 skotum. Þjóðverjar náðu mest tíu marka forskoti, 21-11, þegar tíu mínútur voru eftir. Dagur fór þá að setja minni spámenn inn á og við það slökknaði á leik Þýskalands. Egyptar komu framar í vörninni og söxuðu á forskotið. Þeir náðu þó aldrei að ógna forystu þýska liðsins verulega og svo fór að Þjóðverjar unnu sjö marka sigur, 23-16, og eru komnir í 8-liða úrslitin og um leið með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016. Frábær árangur hjá Degi Sigurðssyni sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari þýska liðsins. HM 2015 í Katar Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Þjóðverjar tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslit á HM í Katar með öruggum sigri, 23-16, á Egyptum í Lusail. Lærisveinar Dags Sigurðssonar voru sterkari aðilinn í leik dagsins. Egyptar áttu fá svör við sterkum varnarleik þeirra og frábærri markvörslu Carstens Lichtlein sem varði alls 23 skot í leiknum, eða 59% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þjóðverja bíður leikur gegn heimaliði Katar í 8-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Leikurinn í Lusail Sports Arena fór rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik. Það gerði Steffen Weinhold sem hefur verið einn allra besti leikmaður Þjóðverja á mótinu. Þýskaland spilaði sterka vörn sem sóknarmenn Egypta áttu nær engin svör við. Þeir spiluðu hægt, losuðu boltann seint og leituðu endalaust inn á miðjuna þar sem þýska vörnin var sterkust fyrir. Þegar Egypyar náðu svo að skapa sér færi þá reyndist Carsten Lichtlein, markvörður Þjóðverja, þeim erfiður en hann var magnaður í þýska markinu í dag eins og áður sagði. Hann varði m.a. þrjú vítaköst í fyrri hálfleik og átti hvað stærstan þátt í því að skotnýting Egyptalands í leiknum var aðeins 33%. Þjóðverjar komust í 4-1 og héldu Egyptum alltaf í þægilegri fjarlægð. Lærisveinar Dags náðu mest fimm marka forystu, 10-5, í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-8. Patrick Groetzki var í aðalhlutverki í sóknarleik Þýskalands en þessi frábæri hornamaður skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Félagi hans í vinstra horninu, Uwe Gensheimer, var markahæstur í liði Þjóðverja með sex mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Lærisveinar Dags hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og keyrðu hreinlega yfir ráðalausa Egypta. Þjóðverjar skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu átta marka forystu, 17-9. Sama ruglið réði ríkjum í sóknarleik Egypta sem skoruðu ekki fyrr en eftir níu mínútur í seinni hálfleik. Þeirra besti sóknarmaður, Ahmed El-Ahmar, náði sér engan veginn á strik, hékk lengi á boltanum og skoraði aðeins fjögur mörk úr 13 skotum. Þjóðverjar náðu mest tíu marka forskoti, 21-11, þegar tíu mínútur voru eftir. Dagur fór þá að setja minni spámenn inn á og við það slökknaði á leik Þýskalands. Egyptar komu framar í vörninni og söxuðu á forskotið. Þeir náðu þó aldrei að ógna forystu þýska liðsins verulega og svo fór að Þjóðverjar unnu sjö marka sigur, 23-16, og eru komnir í 8-liða úrslitin og um leið með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016. Frábær árangur hjá Degi Sigurðssyni sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari þýska liðsins.
HM 2015 í Katar Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira