Umfjöllun: Þýskaland - Egyptaland 23-16 | Lichtlein magnaður í sigri Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2015 14:48 Dagur Sigurðsson byrjar vel með þýska landsliðið. Vísir/Eva Björk Þjóðverjar tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslit á HM í Katar með öruggum sigri, 23-16, á Egyptum í Lusail. Lærisveinar Dags Sigurðssonar voru sterkari aðilinn í leik dagsins. Egyptar áttu fá svör við sterkum varnarleik þeirra og frábærri markvörslu Carstens Lichtlein sem varði alls 23 skot í leiknum, eða 59% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þjóðverja bíður leikur gegn heimaliði Katar í 8-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Leikurinn í Lusail Sports Arena fór rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik. Það gerði Steffen Weinhold sem hefur verið einn allra besti leikmaður Þjóðverja á mótinu. Þýskaland spilaði sterka vörn sem sóknarmenn Egypta áttu nær engin svör við. Þeir spiluðu hægt, losuðu boltann seint og leituðu endalaust inn á miðjuna þar sem þýska vörnin var sterkust fyrir. Þegar Egypyar náðu svo að skapa sér færi þá reyndist Carsten Lichtlein, markvörður Þjóðverja, þeim erfiður en hann var magnaður í þýska markinu í dag eins og áður sagði. Hann varði m.a. þrjú vítaköst í fyrri hálfleik og átti hvað stærstan þátt í því að skotnýting Egyptalands í leiknum var aðeins 33%. Þjóðverjar komust í 4-1 og héldu Egyptum alltaf í þægilegri fjarlægð. Lærisveinar Dags náðu mest fimm marka forystu, 10-5, í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-8. Patrick Groetzki var í aðalhlutverki í sóknarleik Þýskalands en þessi frábæri hornamaður skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Félagi hans í vinstra horninu, Uwe Gensheimer, var markahæstur í liði Þjóðverja með sex mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Lærisveinar Dags hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og keyrðu hreinlega yfir ráðalausa Egypta. Þjóðverjar skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu átta marka forystu, 17-9. Sama ruglið réði ríkjum í sóknarleik Egypta sem skoruðu ekki fyrr en eftir níu mínútur í seinni hálfleik. Þeirra besti sóknarmaður, Ahmed El-Ahmar, náði sér engan veginn á strik, hékk lengi á boltanum og skoraði aðeins fjögur mörk úr 13 skotum. Þjóðverjar náðu mest tíu marka forskoti, 21-11, þegar tíu mínútur voru eftir. Dagur fór þá að setja minni spámenn inn á og við það slökknaði á leik Þýskalands. Egyptar komu framar í vörninni og söxuðu á forskotið. Þeir náðu þó aldrei að ógna forystu þýska liðsins verulega og svo fór að Þjóðverjar unnu sjö marka sigur, 23-16, og eru komnir í 8-liða úrslitin og um leið með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016. Frábær árangur hjá Degi Sigurðssyni sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari þýska liðsins. HM 2015 í Katar Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Sjá meira
Þjóðverjar tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslit á HM í Katar með öruggum sigri, 23-16, á Egyptum í Lusail. Lærisveinar Dags Sigurðssonar voru sterkari aðilinn í leik dagsins. Egyptar áttu fá svör við sterkum varnarleik þeirra og frábærri markvörslu Carstens Lichtlein sem varði alls 23 skot í leiknum, eða 59% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þjóðverja bíður leikur gegn heimaliði Katar í 8-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Leikurinn í Lusail Sports Arena fór rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik. Það gerði Steffen Weinhold sem hefur verið einn allra besti leikmaður Þjóðverja á mótinu. Þýskaland spilaði sterka vörn sem sóknarmenn Egypta áttu nær engin svör við. Þeir spiluðu hægt, losuðu boltann seint og leituðu endalaust inn á miðjuna þar sem þýska vörnin var sterkust fyrir. Þegar Egypyar náðu svo að skapa sér færi þá reyndist Carsten Lichtlein, markvörður Þjóðverja, þeim erfiður en hann var magnaður í þýska markinu í dag eins og áður sagði. Hann varði m.a. þrjú vítaköst í fyrri hálfleik og átti hvað stærstan þátt í því að skotnýting Egyptalands í leiknum var aðeins 33%. Þjóðverjar komust í 4-1 og héldu Egyptum alltaf í þægilegri fjarlægð. Lærisveinar Dags náðu mest fimm marka forystu, 10-5, í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-8. Patrick Groetzki var í aðalhlutverki í sóknarleik Þýskalands en þessi frábæri hornamaður skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Félagi hans í vinstra horninu, Uwe Gensheimer, var markahæstur í liði Þjóðverja með sex mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Lærisveinar Dags hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og keyrðu hreinlega yfir ráðalausa Egypta. Þjóðverjar skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu átta marka forystu, 17-9. Sama ruglið réði ríkjum í sóknarleik Egypta sem skoruðu ekki fyrr en eftir níu mínútur í seinni hálfleik. Þeirra besti sóknarmaður, Ahmed El-Ahmar, náði sér engan veginn á strik, hékk lengi á boltanum og skoraði aðeins fjögur mörk úr 13 skotum. Þjóðverjar náðu mest tíu marka forskoti, 21-11, þegar tíu mínútur voru eftir. Dagur fór þá að setja minni spámenn inn á og við það slökknaði á leik Þýskalands. Egyptar komu framar í vörninni og söxuðu á forskotið. Þeir náðu þó aldrei að ógna forystu þýska liðsins verulega og svo fór að Þjóðverjar unnu sjö marka sigur, 23-16, og eru komnir í 8-liða úrslitin og um leið með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016. Frábær árangur hjá Degi Sigurðssyni sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari þýska liðsins.
HM 2015 í Katar Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Sjá meira