Lífið

Grænlensk systir Mörtu Maríu sló í gegn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Dómarar og áhorfendur í Ísland Got Talent kolféllu fyrir grænlensku söngkonunnu Thelmu Kajsdóttur, sem söng einstaklega fallegt grænlenskt lag í þættinum í kvöld.

„Ég er eiginlega skotin í þér," sagði Selma Björnsdóttir, sem er nýr dómari í þáttunum. Selma gapti þegar Thelma fór í hærri nóturnar. Þegar myndavélinni var beint að áhorfendum virtist sem einhverjir áhorfendur hefðu tárast.

Athygli vakti að hinir þrír dómararnir töluðu dönsku við Thelmu og komust vel frá sínu. Thelma kom hingað til landsins gagngert til þess að koma fram í þættinum. Thelma hefur mikla tengingu við Ísland, en hún er hálfsystir Mörtu Maríu Jónadóttur blaðakonu. Þær eru sammæðra, en móðir þeirra er Edda Lyberth. Marta María var á meðal áhorfenda.

Thelma er frá bænum Qaqortoq. Íbúar bæjarins eru 3229.

Hér fyrir ofan má sjá atriðið sem sló svona rækilega í gegn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.