Enski boltinn

West Ham þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Bristol City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
C-deildarliðið stóð í úrvalsdeildarliðinu í dag.
C-deildarliðið stóð í úrvalsdeildarliðinu í dag. vísir/getty
West Ham komst í dag í 5. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 0-1 sigur á C-deildarliði Bristol City á útivelli.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og leikmenn West Ham björguðu tvívegis á línu í fyrri hálfleik.

Matt Smith fékk svo gott tækifæri til að koma Bristol yfir um miðjan seinni hálfleik en skallaði yfir.

Diafra Sakho kom inn í liði West Ham á 57. mínútu fyrir Enner Valencia og hann átti eftir að reynast örlagavaldurinn í leiknum.

Sakho skaut í slána á 74. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði hann eina mark leiksins með skalla eftir fyrirgjöf Andys Carroll.

West Ham er því komið áfram en Bristol situr eftir með sárt ennið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×