Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2015 20:29 Fokkerinn að koma til lendingar á litlu flugbrautinni í hvassviðrinu í gærkvöldi. Hallgrímskirkja og Landsspítalinn í baksýn. Myndir/Valgeir Ólason. Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds og ekki var búið að hreinsa snjó af litlu neyðarbrautinni. Þetta var síðasta vél innanlandsflugsins í gærkvöldi en þegar hún nálgaðist borgina hafði hvesst svo úr suðvestri að hliðarvindur varð of mikill, bæði á norður/suðurbrautinni og austur/vesturbrautinni, að sögn flugstjórans, Ólafs Georgssonar.Sjá má myndband, sem Valgeir Ólason tók, neðst í fréttinni. Flugvélin við það að snerta flugbraut 24. Vindur stóð úr 240 gráðum og var því beint á brautina.Mynd/Valgeir Ólason.Vindur stóð hins vegar beint á braut 24, þriðju og minnstu flugbrautina, og fóru vindhviður yfir þrjátíu hnúta. Flugstjórinn ákvað að fljúga nokkra hringi yfir Reykjavík meðan starfsmenn flugvallarins sópuðu neyðarbrautina. Hann tók síðan aðflugið yfir Norðurmýri og Snorrabraut og lenti svo á litlu brautinni um tíuleytið í gærkvöldi.Flugfélagsvélin lent og byrjuð að draga úr hraða.Mynd/Valgeir Ólason.Ólafur flugstjóri segir í samtali við fréttastofu að ef litla brautin hefði ekki verið til staðar hefði hann að öllum líkindum þurft að snúa aftur til Akureyrar og gista þar. Hann segir að óvíst hafi verið hvort unnt væri að lenda í Keflavík. 27 manns voru um borð í vélinni og tókst lendingin að óskum.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni, braut 24, fyrir hálfum mánuði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Neyðarbrautin kom sér einnig vel fyrir hálfum mánuði og hjálpaði þá bæði innanlandsfluginu og annasömu sjúkraflugi þann daginn, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds og ekki var búið að hreinsa snjó af litlu neyðarbrautinni. Þetta var síðasta vél innanlandsflugsins í gærkvöldi en þegar hún nálgaðist borgina hafði hvesst svo úr suðvestri að hliðarvindur varð of mikill, bæði á norður/suðurbrautinni og austur/vesturbrautinni, að sögn flugstjórans, Ólafs Georgssonar.Sjá má myndband, sem Valgeir Ólason tók, neðst í fréttinni. Flugvélin við það að snerta flugbraut 24. Vindur stóð úr 240 gráðum og var því beint á brautina.Mynd/Valgeir Ólason.Vindur stóð hins vegar beint á braut 24, þriðju og minnstu flugbrautina, og fóru vindhviður yfir þrjátíu hnúta. Flugstjórinn ákvað að fljúga nokkra hringi yfir Reykjavík meðan starfsmenn flugvallarins sópuðu neyðarbrautina. Hann tók síðan aðflugið yfir Norðurmýri og Snorrabraut og lenti svo á litlu brautinni um tíuleytið í gærkvöldi.Flugfélagsvélin lent og byrjuð að draga úr hraða.Mynd/Valgeir Ólason.Ólafur flugstjóri segir í samtali við fréttastofu að ef litla brautin hefði ekki verið til staðar hefði hann að öllum líkindum þurft að snúa aftur til Akureyrar og gista þar. Hann segir að óvíst hafi verið hvort unnt væri að lenda í Keflavík. 27 manns voru um borð í vélinni og tókst lendingin að óskum.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni, braut 24, fyrir hálfum mánuði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Neyðarbrautin kom sér einnig vel fyrir hálfum mánuði og hjálpaði þá bæði innanlandsfluginu og annasömu sjúkraflugi þann daginn, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00