Sjö ára stelpa: „Mamma segir að ég sé í fimleikum til að fá fallegan líkama" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. janúar 2015 16:56 Myndin tengist fréttinni ekki. Fimleikaþjálfarinn Glódís Guðgeirsdóttir segir frá því á Twitter-síðu sinni að ein sjö ára stúlka hafi sagt henni að móðir hennar vilji að hún sé í fimleikum til þess að fá fallegan líkama.7 ára stelpa sem ég þjálfa sagði: "mamma segir að ég sé í fimleikum til að fá fallegan líkama" :( :( :( :( — Glódís Guðgeirs (@glodisgud) January 23, 2015 „Ég fékk bara fyrir hjartað þegar hún sagði þetta," útskýrir Glódís í samtali við Vísi og segir að þarna hafi stúlkunni verið send ákaflega röng skilaboð. „Í fyrsta lagi finnst mér sérstakt að móðir skuli hugsa svona í og í öðru lagi finnst mér mjög einkennilegt að hún hafi sagt þetta fyrir framan barnið," bætir fimleikaþjálfarinn við. Hún segist ekki telja að þetta sé útbreidd skoðun margra ungra stúlkna í fimleikum. „Ég vona allavega ekki. Ég vona að þær sjái þetta ekki svona." Hún segir að krakkar fái svo miklu meira út úr iðkun fimleika en bara fallegan líkama. Henni finnst ekki rétt að hafa útlitið í fyrirrúmi þegar það kemur að iðkun íþróttarinnar, sérstaklega fyrir sjö ára stúlkur. „Krakkar læra aga og margt fleira í fimleikum. Þegar ég var ung og var að byrja að æfa fimleika dýrkaði ég þetta sport algjörlega og taldi niður daganna á milli æfinga." Á Twitter segist Glódís jafnframt ætla að ræða við mömmuna.@sunnevaran94 hlakka til að spjalla við mömmuna.. gerði mig gjörsamlega orðlausa — Glódís Guðgeirs (@glodisgud) January 23, 2015Auður segir mikilvægt að gæta þess hvernig rætt sé við börn.Mikil pressa að útlitið sé á tiltekinn háttAuður Magndís Auðardóttir en kynjafræðingur og hún segir að það sé þekkt í fræðunum að sjálfsálit krakka geti beðið hnekki á unglingsárum. Þar hafi pressa um útlit mikil áhrif. „Allir verða fyrir þessari pressu, bæði stelpur og strákar. En það eru sterkar vísbendingar um að þessi pressa hafi meiri áhrif á stelpur, þó svo hún hafi líka áhrif á strákana," útskýrir Auður og heldur áfram: „Börn fá rosalega mikið af skilaboðum um að útlitið eigi að vera á tiltekinn hátt. Þetta er ekki bara eitthvað eitt dæmi, heldur fjölmörg. Í tímaritum, í tölvuleikjum og í bíómyndum. Og líka frá foreldrum og fólkinu í kringum þau. Þessi skilaboð safnast öll saman og geta haft áhrif á sjálfsmyndina síðar meir. Við getum í raun líkt þessu við Legó-kubba, sem byggjast upp og mynda heild sem hefur áhrif." Auður segir að mikilvægt sé að huga að því hvaða skilaboð börnum séu send. „Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið séum meiðvituð um að þessu litlu kmment komi saman og hafi áhrif. Það ætlar sér auðvitað enginn að búa til pressu á börn. En stundum segir fólk eitthvað ómeðvitað. Maður þarf endalaust að vera að passa sig. Við erum vön að tala á ákveðinn hátt um líkama og útlit og það hefur allt áhrif á börnin okkar." Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Fimleikaþjálfarinn Glódís Guðgeirsdóttir segir frá því á Twitter-síðu sinni að ein sjö ára stúlka hafi sagt henni að móðir hennar vilji að hún sé í fimleikum til þess að fá fallegan líkama.7 ára stelpa sem ég þjálfa sagði: "mamma segir að ég sé í fimleikum til að fá fallegan líkama" :( :( :( :( — Glódís Guðgeirs (@glodisgud) January 23, 2015 „Ég fékk bara fyrir hjartað þegar hún sagði þetta," útskýrir Glódís í samtali við Vísi og segir að þarna hafi stúlkunni verið send ákaflega röng skilaboð. „Í fyrsta lagi finnst mér sérstakt að móðir skuli hugsa svona í og í öðru lagi finnst mér mjög einkennilegt að hún hafi sagt þetta fyrir framan barnið," bætir fimleikaþjálfarinn við. Hún segist ekki telja að þetta sé útbreidd skoðun margra ungra stúlkna í fimleikum. „Ég vona allavega ekki. Ég vona að þær sjái þetta ekki svona." Hún segir að krakkar fái svo miklu meira út úr iðkun fimleika en bara fallegan líkama. Henni finnst ekki rétt að hafa útlitið í fyrirrúmi þegar það kemur að iðkun íþróttarinnar, sérstaklega fyrir sjö ára stúlkur. „Krakkar læra aga og margt fleira í fimleikum. Þegar ég var ung og var að byrja að æfa fimleika dýrkaði ég þetta sport algjörlega og taldi niður daganna á milli æfinga." Á Twitter segist Glódís jafnframt ætla að ræða við mömmuna.@sunnevaran94 hlakka til að spjalla við mömmuna.. gerði mig gjörsamlega orðlausa — Glódís Guðgeirs (@glodisgud) January 23, 2015Auður segir mikilvægt að gæta þess hvernig rætt sé við börn.Mikil pressa að útlitið sé á tiltekinn háttAuður Magndís Auðardóttir en kynjafræðingur og hún segir að það sé þekkt í fræðunum að sjálfsálit krakka geti beðið hnekki á unglingsárum. Þar hafi pressa um útlit mikil áhrif. „Allir verða fyrir þessari pressu, bæði stelpur og strákar. En það eru sterkar vísbendingar um að þessi pressa hafi meiri áhrif á stelpur, þó svo hún hafi líka áhrif á strákana," útskýrir Auður og heldur áfram: „Börn fá rosalega mikið af skilaboðum um að útlitið eigi að vera á tiltekinn hátt. Þetta er ekki bara eitthvað eitt dæmi, heldur fjölmörg. Í tímaritum, í tölvuleikjum og í bíómyndum. Og líka frá foreldrum og fólkinu í kringum þau. Þessi skilaboð safnast öll saman og geta haft áhrif á sjálfsmyndina síðar meir. Við getum í raun líkt þessu við Legó-kubba, sem byggjast upp og mynda heild sem hefur áhrif." Auður segir að mikilvægt sé að huga að því hvaða skilaboð börnum séu send. „Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið séum meiðvituð um að þessu litlu kmment komi saman og hafi áhrif. Það ætlar sér auðvitað enginn að búa til pressu á börn. En stundum segir fólk eitthvað ómeðvitað. Maður þarf endalaust að vera að passa sig. Við erum vön að tala á ákveðinn hátt um líkama og útlit og það hefur allt áhrif á börnin okkar."
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira