Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 12:30 Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans eru taplausir á HM. vísir/eva björk Blaðamannafundur þýska landsliðsins á Hilton-hótelinu hér í Doha í Katar hófst á tilkynningu. Leikmönnum verður gefið frí frá æfingu í dag og verður haldið út í eyðimörkina í Katar í svokallað jeppasafarí. Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins, á fundinum í morgun en hans menn eru á toppi D-riðils með sjö stig af átta mögulegum og dugir sigur gegn Sádí-Arabíu á morgun til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Við erum ánægðir með sigurinn gegn Argentínu en það var erfiður leikur fyrir bæði haus og líkama,“ sagði Dagur. „Við höfum spilað fjóra leiki á skömmum tíma og því fá leikmenn frí frá æfingu í dag. Undirbúningur hefst svo í kvöld og verður haldið áfram í fyrramálið.“ „Auðvitað viljum við halda okkar takti í leiknum og spila til sigurs í riðlinum. Það er okkur mikilvægt og þar liggur okkar einbeiting. Við viljum engu að síður halda okkur í góðu formi og safna kröftum fyrir næstu verkefni.“ Dagur fer með leikmönnum í eyðurmerkurferðina í dag en liðsstjórinn Oliver Roggisch situr eftir heima. „Það er meira að sjá í Katar en bara það sem er hér í Doha. Við viljum eiga gott kvöld og einbeita svo okkur að Sádí Arabíu í fyrramálið,“ sagði hann. Dagur var spurður að því hvort hann hefði einhverjar sérstakar tilfinningar fyrir mögulegum andstæðingum Þýskalands í 16-liða úrslitum. Einn mögulegur andstæðingur Þjóðverja verður Ísland, þó það sé vissulega ólíklegt miðað við stöðuna í dag.Sjá einnig:Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Dagur hikaði áður en hann svaraði. Og brosti. „Ég vil helst ekki segja það,“ sagði hann og greinilegt var að hann átti við íslenska liðið. „Ég er fyrst og fremst með góða tilfinningu fyrir okkar liði. Við höfum spilað vel og það eru allir heilir. Það er það sem hefur veitt mér mesta ánægju.“ „Við eigum að hugsa um það fyrst og fremst að ganga hart fram í okkar leikjum. Við höfum engu að tapa.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Blaðamannafundur þýska landsliðsins á Hilton-hótelinu hér í Doha í Katar hófst á tilkynningu. Leikmönnum verður gefið frí frá æfingu í dag og verður haldið út í eyðimörkina í Katar í svokallað jeppasafarí. Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins, á fundinum í morgun en hans menn eru á toppi D-riðils með sjö stig af átta mögulegum og dugir sigur gegn Sádí-Arabíu á morgun til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Við erum ánægðir með sigurinn gegn Argentínu en það var erfiður leikur fyrir bæði haus og líkama,“ sagði Dagur. „Við höfum spilað fjóra leiki á skömmum tíma og því fá leikmenn frí frá æfingu í dag. Undirbúningur hefst svo í kvöld og verður haldið áfram í fyrramálið.“ „Auðvitað viljum við halda okkar takti í leiknum og spila til sigurs í riðlinum. Það er okkur mikilvægt og þar liggur okkar einbeiting. Við viljum engu að síður halda okkur í góðu formi og safna kröftum fyrir næstu verkefni.“ Dagur fer með leikmönnum í eyðurmerkurferðina í dag en liðsstjórinn Oliver Roggisch situr eftir heima. „Það er meira að sjá í Katar en bara það sem er hér í Doha. Við viljum eiga gott kvöld og einbeita svo okkur að Sádí Arabíu í fyrramálið,“ sagði hann. Dagur var spurður að því hvort hann hefði einhverjar sérstakar tilfinningar fyrir mögulegum andstæðingum Þýskalands í 16-liða úrslitum. Einn mögulegur andstæðingur Þjóðverja verður Ísland, þó það sé vissulega ólíklegt miðað við stöðuna í dag.Sjá einnig:Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Dagur hikaði áður en hann svaraði. Og brosti. „Ég vil helst ekki segja það,“ sagði hann og greinilegt var að hann átti við íslenska liðið. „Ég er fyrst og fremst með góða tilfinningu fyrir okkar liði. Við höfum spilað vel og það eru allir heilir. Það er það sem hefur veitt mér mesta ánægju.“ „Við eigum að hugsa um það fyrst og fremst að ganga hart fram í okkar leikjum. Við höfum engu að tapa.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00
Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38