Egyptar stöðvuðu Svíana í Al Sadd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 17:48 Jafnteflið þýðir að Ísland nær ekki öðru sætinu. vísir/afp Egyptaland varð fyrsta liðið til að stöðva Svía á HM í Katar er liðin skildu jöfn í C-riðli, 25-25. Egyptar voru með undirtökin lengst af en eftir jafnan fyrri hálfleik tóku þeir öll völd í upphafi þess síðari og komust fimm mörkum yfir, 23-18, þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Sænska vörnin, sem hefur verið frábær á mótinu, virtist heillum horfin en hún tók við sér á ný og skellti í lás. Úr varð mögnuð spenna á lokamínútum leiksins og fengu bæði lið sókn á lokamínútunni en án þess að skora. Svíar áttu síðasta skot leiksins en þeir mega vera sáttir við að hafa þó sloppið með eitt stig úr leiknum miðað við hvað í stefndi. Egyptar eru gríðarlega vel studdir hér í Katar og með fjölmarga heimamenn í stúkunni. Næsti andstæðingur liðsins verður Íslands og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir strákana okkar. Ahmed Elahmar var maður leiksins en hann skoraði níu mörk, þar af átta í síðari hálfleik og sjö á þessum sextán mínútna kafla þar sem Egyptar keyrðu yfir þá sænsku af miklum krafti. Niklas Ekberg var frábær í hægra horninu og hraðaupphlaupunum hjá Svíum og skoraði tíu mörk. Viktor Östlund skoraði sex mörk úr vinstri skyttustöðunni. Svíum náðu að halda í við Egypta í fyrri hálfleik þrátt fyrir að 3-2-1 vörn þeirra síðarnefndu hafi þvingað sænsku skytturnar í erfið skot og hornamenn í þröng færi. Svíum gekk illa að nýta sér línuspilið og létu markvörðinn Karim Handawy líta vel út. Hann varði átta skot í fyrri hálfleik. Sænska vörnin hefur verið mögnuð á mótinu til þessa og hún virtist halda ágætlega í framan af. En Egyptirnar eru algjörlega óþreytandi og létu hana hafa mikið fyrir hlutunum. Johan Sjöstrand átti þó góðan fyrri hálfleik í marki Svíanna og var með 41 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Egyptar, sem voru gríðarlega vel studdir af fjölmörgum löndum þeirra í stúkunni í Al Sadd-höllinni í Doha, mættu svo inn í síðari hálfleikinn með gríðarlegum krafti. Þeir komu Svíum úr jafnvægi með því að taka skytturnar úr leik með framliggjandi bakvörðum og spiluðu svo með tveimur línumönnum í sókninni. Svíar skoruðu ekki fyrr en vel var liðið á síðari hálfleikinn og Egyptar gengu á lagið með því að komast 15-11 yfir eftir sjö mínútna leik. Svíar koðnuðu niður við mótlætið. Varnarleikurinn var langt í frá jafn sannfærandi og hann hefur verið og á aðeins sextán mínútum náðu Egyptar að skora þrettán mörk og halda Svíuum 4-6 mörkum frá sér. Á þessum kafla raðaði hægri skyttan Ahmed Elahmar, sem hafði byrjað á bekknum, inn mörkunum. Hann skoraði sjö af þessum þrettán mörkum og lék á als oddi. Egyptar náðu þó ekki að halda þessum mikla krafti í sóknarleiknum og skoruðu aðeins eitt mark á næstu átta mínútum. Svíar náðu að jafna metin í 24-24 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Tobias Karlsson og Jesper Nielsen keyrðu sænsku vörnina áfram eftir að hún vaknaði af værum blundi þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum og hún vann hvern boltann af fætur öðrum. Mattias Andersson var svo kominn í markið til að hirða afgangana. Svíarnir komust svo yfir en Elahmar jafnaði metin þegar tæpar tvær voru eftir. Viktor Östlund lét svo Handawy verja frá sér og Egyptar komust í sókn þegar mínúta var eftir af leiknum. Elahmar gerið sig þá sekan um slæm mistök og fékk dæmdan á sig ruðning. Svíarnir stóðu eftir með pálmann í höndunum. En þeir náðu ekki að koma skoti á marki fyrr en úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn og Fredrik Petersen skaut í varnarvegginn. Jafntefli því niðurstaðan í mögnuðum leik í Al Sadd höllinni í Doha. HM 2015 í Katar Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Egyptaland varð fyrsta liðið til að stöðva Svía á HM í Katar er liðin skildu jöfn í C-riðli, 25-25. Egyptar voru með undirtökin lengst af en eftir jafnan fyrri hálfleik tóku þeir öll völd í upphafi þess síðari og komust fimm mörkum yfir, 23-18, þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Sænska vörnin, sem hefur verið frábær á mótinu, virtist heillum horfin en hún tók við sér á ný og skellti í lás. Úr varð mögnuð spenna á lokamínútum leiksins og fengu bæði lið sókn á lokamínútunni en án þess að skora. Svíar áttu síðasta skot leiksins en þeir mega vera sáttir við að hafa þó sloppið með eitt stig úr leiknum miðað við hvað í stefndi. Egyptar eru gríðarlega vel studdir hér í Katar og með fjölmarga heimamenn í stúkunni. Næsti andstæðingur liðsins verður Íslands og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir strákana okkar. Ahmed Elahmar var maður leiksins en hann skoraði níu mörk, þar af átta í síðari hálfleik og sjö á þessum sextán mínútna kafla þar sem Egyptar keyrðu yfir þá sænsku af miklum krafti. Niklas Ekberg var frábær í hægra horninu og hraðaupphlaupunum hjá Svíum og skoraði tíu mörk. Viktor Östlund skoraði sex mörk úr vinstri skyttustöðunni. Svíum náðu að halda í við Egypta í fyrri hálfleik þrátt fyrir að 3-2-1 vörn þeirra síðarnefndu hafi þvingað sænsku skytturnar í erfið skot og hornamenn í þröng færi. Svíum gekk illa að nýta sér línuspilið og létu markvörðinn Karim Handawy líta vel út. Hann varði átta skot í fyrri hálfleik. Sænska vörnin hefur verið mögnuð á mótinu til þessa og hún virtist halda ágætlega í framan af. En Egyptirnar eru algjörlega óþreytandi og létu hana hafa mikið fyrir hlutunum. Johan Sjöstrand átti þó góðan fyrri hálfleik í marki Svíanna og var með 41 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Egyptar, sem voru gríðarlega vel studdir af fjölmörgum löndum þeirra í stúkunni í Al Sadd-höllinni í Doha, mættu svo inn í síðari hálfleikinn með gríðarlegum krafti. Þeir komu Svíum úr jafnvægi með því að taka skytturnar úr leik með framliggjandi bakvörðum og spiluðu svo með tveimur línumönnum í sókninni. Svíar skoruðu ekki fyrr en vel var liðið á síðari hálfleikinn og Egyptar gengu á lagið með því að komast 15-11 yfir eftir sjö mínútna leik. Svíar koðnuðu niður við mótlætið. Varnarleikurinn var langt í frá jafn sannfærandi og hann hefur verið og á aðeins sextán mínútum náðu Egyptar að skora þrettán mörk og halda Svíuum 4-6 mörkum frá sér. Á þessum kafla raðaði hægri skyttan Ahmed Elahmar, sem hafði byrjað á bekknum, inn mörkunum. Hann skoraði sjö af þessum þrettán mörkum og lék á als oddi. Egyptar náðu þó ekki að halda þessum mikla krafti í sóknarleiknum og skoruðu aðeins eitt mark á næstu átta mínútum. Svíar náðu að jafna metin í 24-24 þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Tobias Karlsson og Jesper Nielsen keyrðu sænsku vörnina áfram eftir að hún vaknaði af værum blundi þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum og hún vann hvern boltann af fætur öðrum. Mattias Andersson var svo kominn í markið til að hirða afgangana. Svíarnir komust svo yfir en Elahmar jafnaði metin þegar tæpar tvær voru eftir. Viktor Östlund lét svo Handawy verja frá sér og Egyptar komust í sókn þegar mínúta var eftir af leiknum. Elahmar gerið sig þá sekan um slæm mistök og fékk dæmdan á sig ruðning. Svíarnir stóðu eftir með pálmann í höndunum. En þeir náðu ekki að koma skoti á marki fyrr en úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn og Fredrik Petersen skaut í varnarvegginn. Jafntefli því niðurstaðan í mögnuðum leik í Al Sadd höllinni í Doha.
HM 2015 í Katar Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira