Lífið

Jennifer Aniston um að lifa með lesblindu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Jennifer Aniston fór að nota gleraugu á þrítugsaldri.
Jennifer Aniston fór að nota gleraugu á þrítugsaldri.
Leikkonan þekkta Jennifer Aniston segist hafa haldið að hún væri ekki nægilega klár þegar hún var yngri. Í viðtali við Hollywood Reporter segir hún frá því hvernig lífið var með lesblindu.

Lesblindan uppgötvaðist ekki fyrr en Aniston var á þrítugsaldri.

„Ég átti rosalega erfitt með að muna það sem ég las," segir Aniston í viðtalinu.

Upp komst um lesblinduna þegar Aniston fór í sjónmælingu, eftir að ljóst var að hún þyrfti gleraugu. „Ég þurfti að vera með gleraugu í anda Buddy Holly. Eitt glerið var blátt og hitt rautt. Ég var látin lesa málsgrein og fékk svo tíu spurningar úr textanum. Ég náði, að mig minnir, aðeins að svara þremur þeirra rétt. Síðan settu þeir einhverja tölvu fyrir framan mig sem skannaði augun mín. Þeir sýndu mér hvert augun mín leituðu þegar ég las. Þau voru út um allt; fóru stundum fjögur orð áfram og svo tvö orð aftur á bak."

Aniston segir einnig frá því að hún sé með latt auga sem þurfi stundum að laga á myndum, með myndvinnslutækni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×