Sérfræðingar sammála: Guðmundur í óþægilegri stöðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 15:40 Vísir/eva björk Fimm sérfræðingar sem danska blaðið BT leitaði til eru sammála um að landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson sé undir pressu eftir erfitt gengi liðsins á HM í Katar til þessa. Guðmundur sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Doha í gær rétt eins og á öðrum frídögum danska landsliðsins. Þar átti hann í „þvinguðum“ orðaskiptum við blaðamenn þegar umræðuefnið barst að danska varnarleiknum. Guðmundur hefur verið rólegur og yfirvegaður á fundum sínum til þessa en í þetta skiptið þóttu tilsvör hans af öðrum toga. Þótti hann pirraður í svörum sínum við spurningum blaðamanna. Danir mæta Pólverjum í gríðarlega mikilvægum leik á HM í handbolta í kvöld og vilja alls ekki tapa fleiri stigum en þeir hafa gert í keppninni til þessa.Sjá einnig: Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Sérfræðingarnir sem BT leitaði til eru sammála um að þetta sé ekki auðveld staða fyrir Guðmund. „Þetta er ekki sú byrjun sem hann vonaðist eftir,“ sagði Lars Krogh Jeppesen, sérfræðingur DR. „Ég held að þessi varnarleikur sé að halda fyrir honum vöku á næturnar, þó svo að hann viðurkenni það ekki. Við sáum þjálfara sem undir pressu á blaðamannafundinum. Hann brást harkalega við eðlilegum spurningum og virtist eilítið móðgaður.“ Jeppesen segist ekki hrifinn af leikstíl danska liðsins og efast um að liðið komist í undanúrslit mótsins úr þessu. Hann er heldur ekki hrifinn af vörninni sem Guðmundur hefur látið danska liðið spila.Sjá einnig: Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Lars Christiansen, fyrrum hornamaður danska landsliðsins, er sérfræðingur á TV2 og segir að Guðmundur sé óvanur því að þurfa að eyða svo miklum tíma í fjölmiðla og hann hefur þurft að gera á mótinu. „Allt umstangið í kringum fjölmiðla hefur líklega komið honum á óvart - að það séu svo margir á blaðamannafundunum. Við vorum áður með þjálfara (Ulrik Wilbæk) sem var afar opinn og gaf mikið af sér. Nú erum við með þjálfara sem er afar einbeittur að handboltanum sjálfum.“ Christiansen og félagi hans hjá TV2, Bent Nyegaard, er þó enn vongóður um að liðið komist langt í keppninni enda sé ekkert tapað enn. Ummæli hans og annarra má lesa hér. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Fimm sérfræðingar sem danska blaðið BT leitaði til eru sammála um að landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson sé undir pressu eftir erfitt gengi liðsins á HM í Katar til þessa. Guðmundur sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Hilton-hótelinu í Doha í gær rétt eins og á öðrum frídögum danska landsliðsins. Þar átti hann í „þvinguðum“ orðaskiptum við blaðamenn þegar umræðuefnið barst að danska varnarleiknum. Guðmundur hefur verið rólegur og yfirvegaður á fundum sínum til þessa en í þetta skiptið þóttu tilsvör hans af öðrum toga. Þótti hann pirraður í svörum sínum við spurningum blaðamanna. Danir mæta Pólverjum í gríðarlega mikilvægum leik á HM í handbolta í kvöld og vilja alls ekki tapa fleiri stigum en þeir hafa gert í keppninni til þessa.Sjá einnig: Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Sérfræðingarnir sem BT leitaði til eru sammála um að þetta sé ekki auðveld staða fyrir Guðmund. „Þetta er ekki sú byrjun sem hann vonaðist eftir,“ sagði Lars Krogh Jeppesen, sérfræðingur DR. „Ég held að þessi varnarleikur sé að halda fyrir honum vöku á næturnar, þó svo að hann viðurkenni það ekki. Við sáum þjálfara sem undir pressu á blaðamannafundinum. Hann brást harkalega við eðlilegum spurningum og virtist eilítið móðgaður.“ Jeppesen segist ekki hrifinn af leikstíl danska liðsins og efast um að liðið komist í undanúrslit mótsins úr þessu. Hann er heldur ekki hrifinn af vörninni sem Guðmundur hefur látið danska liðið spila.Sjá einnig: Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Lars Christiansen, fyrrum hornamaður danska landsliðsins, er sérfræðingur á TV2 og segir að Guðmundur sé óvanur því að þurfa að eyða svo miklum tíma í fjölmiðla og hann hefur þurft að gera á mótinu. „Allt umstangið í kringum fjölmiðla hefur líklega komið honum á óvart - að það séu svo margir á blaðamannafundunum. Við vorum áður með þjálfara (Ulrik Wilbæk) sem var afar opinn og gaf mikið af sér. Nú erum við með þjálfara sem er afar einbeittur að handboltanum sjálfum.“ Christiansen og félagi hans hjá TV2, Bent Nyegaard, er þó enn vongóður um að liðið komist langt í keppninni enda sé ekkert tapað enn. Ummæli hans og annarra má lesa hér.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15
Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30
Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða