Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2015 10:32 Kristín Heimisdóttir er formaður Tannlæknafélagsins. vísir/anton brink/getty „Þetta hófst í fyrra þegar við sendum fræðsluerindi til fræðsluskrifstofa hingað og þangað og allir tóku bara vel í það, að tannlæknar myndu lífga upp á tannverndarvikuna með því að heimsækja 10. bekkinga og vera með fræðslu, ekki bara um tannhirðu heldur bara holla lifnaðarhætti,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins, sem ræddi „stóra tannburstamálið“ í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Öll börn í tíunda bekk, utan höfuðborgarsvæðisins, munu í næsta mánuði fá gjöf í tilefni hinnar árlegu tannverndarviku sem hefst föstudaginn 6. febrúar.Sjá einnig: Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður Börn í Reykjavík eru þarna undanskilin þar sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Um var að ræða tannbursta, tannkrem og tannþráð frá fimm mismunandi framleiðendum.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.VÍSIRSjá einnig: Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni varðandi þessar gjafir frá innflytjendum,“ segir Kristín. „Þetta er í annað skiptið sem við gerum þetta og við tölum við alla innflytjendur tannhirðuvara og það er misjafnt hvað við fáum. Þetta er ekki bara einn framleiðandi eða eitt merki sem við erum að „prómótera“, alls ekki. Ef vörunar eru í lagi, þá er okkur alveg sama hvert merkið er.“ Tannlæknafélag Íslands hefur ásamt tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlæknisembættinu staðið fyrir átakinu sem er til þess fallið að vekja athygli á almennri tannhirðu og heilbrigðum lífsstíl. Skólastjórnendur í grunnskólum landsins fengu því á síðasta ári bréf með boði um heimsókn í skólana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, mæltist það vel fyrir, en skömmu síðar barst henni tölvupóstur frá Reykjavíkurborg. „Ég skil þessa reglu og ég hef sagt það áður að það er gott að hafa þennan ramma og mér finnst persónulega að það eigi að veita skólastjórnendum meira frelsi því þeir stýra skólanum og eru fullfærir um að ákveða hvað er gott og hvað er minna gott,“ segir Kristín. Reglunar segja til um að það að skólastjórnendur geta leyft fræðslu af þessu tagi, utan skólatíma. „Það fær enginn greitt fyrir þetta og við höfum engra hagsmuna að gæta. Eina sem þessar vörur gera er að þær gera kennsluna hnitmiðaðri, markvissari og við erum bara að vanda okkur.“ Vörurnar sem verið er að gefa eru ekkert öðruvísi merktar en þær sem almenningur getur keypt út í búð að sögn Kristínar. Enda sé ekki hægt að finna ómerkta tannbursta.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu „Það er algjör ómöguleiki að afhenda tannbursta sem eru ekki merktir, ekki nema þá að ríkið ætli að fara framleiða einhverja sérstaka ómerkta tannbursta fyrir íslensk ungmenni. Það er ekki séns að gefa tannbursta án þess að þeir séu merktir, alveg eins og það er ekki séns að gefa smokka nema þeir séu merktir.“Frá ahendingu hjálma á vegum Kiwanis og Eimskips.Mynd/EimskipKristín segir að tannlæknar muni að sjálfsögðu mæta í alla skóla og kynna erindi sitt. „Ég myndi samt segja að þessar vörur séu punkturinn yfir I-ið. Við munum fara í skóla á landsbyggðinni og utan Reykjavíkur með tannbursta og tannkrem því það hefur ekki nokkur einasti maður sett út á það. Þetta er bara Reykjavík sem lætur svona. Ég er ekki reglubrjótur í eðli mínu og mun því ekki brjóta þessar reglur. Það þýðir þá að reykvísk börn munu ekki fá tannbursta og tannkrem á meðan öll önnur börn fá slíkt.“Sjá einnig: Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Hún segir að Tannlæknasambandið hafi ekki reynt að fá undanþágu frá þessari reglu í grunnskólum í Reykjavík. „Við höfum ekki beðið um það. Í fyrra var þetta leyft og þannig gengum við eiginlega út frá því núna. Við vinnum þetta í samvinnu við Landlæknisembættið og heilsugæsluna og okkur finnst þetta vera Lýðheilsumál. Það er algjör ómöguleiki fyrir okkur að mæta aftur utan skólatíma til að afhenda 10. bekkingum.“ Kristín segir að verkefnið sé gríðarlega vel skipulagt og allt í sjálfboðavinnu. „Þegar maður mætir svona viðmóti, þá fer maður að hugsa hvort maður eigi ekki að fara gera eitthvað annað. Eigum við að nenna standa í þessu?“ Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
„Þetta hófst í fyrra þegar við sendum fræðsluerindi til fræðsluskrifstofa hingað og þangað og allir tóku bara vel í það, að tannlæknar myndu lífga upp á tannverndarvikuna með því að heimsækja 10. bekkinga og vera með fræðslu, ekki bara um tannhirðu heldur bara holla lifnaðarhætti,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins, sem ræddi „stóra tannburstamálið“ í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Öll börn í tíunda bekk, utan höfuðborgarsvæðisins, munu í næsta mánuði fá gjöf í tilefni hinnar árlegu tannverndarviku sem hefst föstudaginn 6. febrúar.Sjá einnig: Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður Börn í Reykjavík eru þarna undanskilin þar sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma, séu á gjöfunum merkingar. Um var að ræða tannbursta, tannkrem og tannþráð frá fimm mismunandi framleiðendum.Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.VÍSIRSjá einnig: Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni varðandi þessar gjafir frá innflytjendum,“ segir Kristín. „Þetta er í annað skiptið sem við gerum þetta og við tölum við alla innflytjendur tannhirðuvara og það er misjafnt hvað við fáum. Þetta er ekki bara einn framleiðandi eða eitt merki sem við erum að „prómótera“, alls ekki. Ef vörunar eru í lagi, þá er okkur alveg sama hvert merkið er.“ Tannlæknafélag Íslands hefur ásamt tannlæknadeild Háskóla Íslands og landlæknisembættinu staðið fyrir átakinu sem er til þess fallið að vekja athygli á almennri tannhirðu og heilbrigðum lífsstíl. Skólastjórnendur í grunnskólum landsins fengu því á síðasta ári bréf með boði um heimsókn í skólana, þeim að kostnaðarlausu. Að sögn Kristínar Heimisdóttur, formanns Tannlæknafélags Íslands, mæltist það vel fyrir, en skömmu síðar barst henni tölvupóstur frá Reykjavíkurborg. „Ég skil þessa reglu og ég hef sagt það áður að það er gott að hafa þennan ramma og mér finnst persónulega að það eigi að veita skólastjórnendum meira frelsi því þeir stýra skólanum og eru fullfærir um að ákveða hvað er gott og hvað er minna gott,“ segir Kristín. Reglunar segja til um að það að skólastjórnendur geta leyft fræðslu af þessu tagi, utan skólatíma. „Það fær enginn greitt fyrir þetta og við höfum engra hagsmuna að gæta. Eina sem þessar vörur gera er að þær gera kennsluna hnitmiðaðri, markvissari og við erum bara að vanda okkur.“ Vörurnar sem verið er að gefa eru ekkert öðruvísi merktar en þær sem almenningur getur keypt út í búð að sögn Kristínar. Enda sé ekki hægt að finna ómerkta tannbursta.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu „Það er algjör ómöguleiki að afhenda tannbursta sem eru ekki merktir, ekki nema þá að ríkið ætli að fara framleiða einhverja sérstaka ómerkta tannbursta fyrir íslensk ungmenni. Það er ekki séns að gefa tannbursta án þess að þeir séu merktir, alveg eins og það er ekki séns að gefa smokka nema þeir séu merktir.“Frá ahendingu hjálma á vegum Kiwanis og Eimskips.Mynd/EimskipKristín segir að tannlæknar muni að sjálfsögðu mæta í alla skóla og kynna erindi sitt. „Ég myndi samt segja að þessar vörur séu punkturinn yfir I-ið. Við munum fara í skóla á landsbyggðinni og utan Reykjavíkur með tannbursta og tannkrem því það hefur ekki nokkur einasti maður sett út á það. Þetta er bara Reykjavík sem lætur svona. Ég er ekki reglubrjótur í eðli mínu og mun því ekki brjóta þessar reglur. Það þýðir þá að reykvísk börn munu ekki fá tannbursta og tannkrem á meðan öll önnur börn fá slíkt.“Sjá einnig: Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Hún segir að Tannlæknasambandið hafi ekki reynt að fá undanþágu frá þessari reglu í grunnskólum í Reykjavík. „Við höfum ekki beðið um það. Í fyrra var þetta leyft og þannig gengum við eiginlega út frá því núna. Við vinnum þetta í samvinnu við Landlæknisembættið og heilsugæsluna og okkur finnst þetta vera Lýðheilsumál. Það er algjör ómöguleiki fyrir okkur að mæta aftur utan skólatíma til að afhenda 10. bekkingum.“ Kristín segir að verkefnið sé gríðarlega vel skipulagt og allt í sjálfboðavinnu. „Þegar maður mætir svona viðmóti, þá fer maður að hugsa hvort maður eigi ekki að fara gera eitthvað annað. Eigum við að nenna standa í þessu?“
Tengdar fréttir Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56
Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47
Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15