Lífið

Hljóðheimar: Reykjavíkur dætur hafa „battlað“ í fjóra klukkutíma

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Reykjavíkurdætur segjast duglegar við að „battla“ og að eitt „battlið“ hafi staðið yfir í fjóra klukkutíma.

Þetta kemur fram í þættinum Hljóðheimar, en þar eru Reykjavíkurdætur til umfjöllunar. Þær segja að það skemmtilegasta sem þær viti um sé að „battla“ og að þeim þyki gaman að skjóta hvor á aðra. Upp úr spunanum verði til rímur sem geti orðið að lagi.

Myndatökumaðurinn Sindri Grétarsson og Guðni Einarsson við tökur á þættinum.
Þær segja jafnframt að plata sé á leiðinni frá þeim. Og að plötuútgefandi hafi boðið þeim að gera plötu. Þær segja að þær séu komnar með nóg efni í plötu.

Þátturinn er sá fimmti í þessarri þáttaröð af Hljóðheimum. Meðal fleiri gesta í þáttaröðinni eru meðal annars Óttarr Proppé, Valgeir Sigurðsson í Bedroom Community og Sölvi Blöndal.

Þættirnir hétu áður Á bak við borðin og hafa verið í sýningu hér á Vísi síðan í fyrra. Eldri þætti má finna á Vísir Sjónvarp undir flokknum Hljóðheimar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×