Samtök iðnaðarins: Eðlilegra að málið liggi frekar kyrrt Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2015 09:45 Almar Guðmundsson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/SI/Getty „Svo ég vitni í ályktun Iðnþings þá kemur þar fram að ljúka beri aðildarviðræðum við ESB og þjóðin ráði úrslitum,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Vísi, aðspurður um afstöðu samtakanna til yfirvofandi tillögu utanríkisráðherra um að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Almar segir ályktunina hafa verið samþykkta á Iðnþingi í mars á síðasta ári þegar sama mál var í hámæli. „Áður en til Iðnþings kom sendi stjórn frá sér ályktun sem var á sömu nótum. Að menn telji ekki rétt að slíta viðræðunum og mikilvægt sé að aðildarviðræður verði frekar leiddar til lykta. Í framhaldi af þessu tvennu þá skrifuðu samtökin umsögn sem var á sömu nótum eftir að þingsályktunartillaga ráðherrans kom fram. Við höfum verið mjög skýr að við teljum ekki rétt að slíta viðræðunum og að mikilvægt sé að leiða viðræðurnar til lykta, hver svo sem endanleg niðurstaða verður.“ Almar segir lýðræðislegustu leiðina vera að þjóðin komi að beint að ákvörðun málsins. „Málið er viðkvæmt og mikilvægt er að það komi fram að innan Samtaka iðnaðarins eru einnig skoðanir skiptar um Evrópusambandið sem slíkt og hvaða möguleika við eigum í samningum. Þannig að eina leiðin til að leiða það til lykta er einmitt að vera í stöðu til að meta það og enda það þá með þjóðaratkvæðagreiðslu.“Sjá einnig: Samtök atvinnulífsins: Skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum Að sögn Almars er Ísland í samkeppni við önnur lönd, bæði um umhverfi og starfskrafta. „Eitt af því sem þar kemur við sögu er fyrirsjáanleiki og gjaldeyrisstefna almennt. Gjaldeyrismálin er þá einn þátturinn sem mótar afstöðu samtakanna. Það er auðvitað líka mjög mikilvægt fyrir svona opið hagkerfi eins og Ísland – það er að segja opið í þeim skilningi að við erum bæði mjög útflutnings- og innflutningsdrifin – og þá þurfum við að hugleiða hagsmuni okkar út frá því. Við getum auðvitað ekkert fullyrt að Evrópusambandið sé besti kosturinn þar en miðað við hvar við erum stödd núna þá eru mjög sterk rök fyrir því að það sé eðlilegt að ræða þann kost meðfram öðrum. Það teljum það vera mjög afdrifaríka ákvörðun að slíta viðræðunum þó að við verðum auðvitað að hafa skilning á því að innan ríkisstjórnarinnar eru meiningar á lofti sem eru kannski ekki mjög hliðhollar Evrópusambandinu. Það er þá eðlilegra að málið liggi kyrrt frekar en að slíta þessu formlega.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þessÞannig að þið mynduð mótmæla slíkri tillögu utanríkisráðherra? „Það hefur verið afstaðan hingað til. Þegar tillagan kemur upp munum við móta afstöðuna aftur. Ég get ekki talað fyrir stjórnina en afstaða okkar í fyrra var í það minnsta mjög skýr.“ Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Utanríkisráðherra segir að eingöngu eigi að kjósa um aðild eða ekki aðild Ný tillaga um viðræðuslit við ESB væntanleg á næstu dögum. Ríkisstjórnin stefnir á viðræðuslit við ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 19:00 Færum aftur á byrjunarreit Afstaða ESB er óbreytt hvað varðar aðildarumsókn Íslands. Sendiherra ESB segir breytingar á sambandinu ekki skaða það starf sem þegar hafi verið unnið í samningum. Ný fiskveiðistefna og fjármálaeftirlit gagnist Íslandi. 22. janúar 2015 07:00 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Svo ég vitni í ályktun Iðnþings þá kemur þar fram að ljúka beri aðildarviðræðum við ESB og þjóðin ráði úrslitum,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Vísi, aðspurður um afstöðu samtakanna til yfirvofandi tillögu utanríkisráðherra um að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Almar segir ályktunina hafa verið samþykkta á Iðnþingi í mars á síðasta ári þegar sama mál var í hámæli. „Áður en til Iðnþings kom sendi stjórn frá sér ályktun sem var á sömu nótum. Að menn telji ekki rétt að slíta viðræðunum og mikilvægt sé að aðildarviðræður verði frekar leiddar til lykta. Í framhaldi af þessu tvennu þá skrifuðu samtökin umsögn sem var á sömu nótum eftir að þingsályktunartillaga ráðherrans kom fram. Við höfum verið mjög skýr að við teljum ekki rétt að slíta viðræðunum og að mikilvægt sé að leiða viðræðurnar til lykta, hver svo sem endanleg niðurstaða verður.“ Almar segir lýðræðislegustu leiðina vera að þjóðin komi að beint að ákvörðun málsins. „Málið er viðkvæmt og mikilvægt er að það komi fram að innan Samtaka iðnaðarins eru einnig skoðanir skiptar um Evrópusambandið sem slíkt og hvaða möguleika við eigum í samningum. Þannig að eina leiðin til að leiða það til lykta er einmitt að vera í stöðu til að meta það og enda það þá með þjóðaratkvæðagreiðslu.“Sjá einnig: Samtök atvinnulífsins: Skynsamlegast og farsælast að ljúka aðildarviðræðum Að sögn Almars er Ísland í samkeppni við önnur lönd, bæði um umhverfi og starfskrafta. „Eitt af því sem þar kemur við sögu er fyrirsjáanleiki og gjaldeyrisstefna almennt. Gjaldeyrismálin er þá einn þátturinn sem mótar afstöðu samtakanna. Það er auðvitað líka mjög mikilvægt fyrir svona opið hagkerfi eins og Ísland – það er að segja opið í þeim skilningi að við erum bæði mjög útflutnings- og innflutningsdrifin – og þá þurfum við að hugleiða hagsmuni okkar út frá því. Við getum auðvitað ekkert fullyrt að Evrópusambandið sé besti kosturinn þar en miðað við hvar við erum stödd núna þá eru mjög sterk rök fyrir því að það sé eðlilegt að ræða þann kost meðfram öðrum. Það teljum það vera mjög afdrifaríka ákvörðun að slíta viðræðunum þó að við verðum auðvitað að hafa skilning á því að innan ríkisstjórnarinnar eru meiningar á lofti sem eru kannski ekki mjög hliðhollar Evrópusambandinu. Það er þá eðlilegra að málið liggi kyrrt frekar en að slíta þessu formlega.“Sjá einnig: Öll vinnan við ESB-umsóknina nýtist sé pólitískur vilji til þessÞannig að þið mynduð mótmæla slíkri tillögu utanríkisráðherra? „Það hefur verið afstaðan hingað til. Þegar tillagan kemur upp munum við móta afstöðuna aftur. Ég get ekki talað fyrir stjórnina en afstaða okkar í fyrra var í það minnsta mjög skýr.“
Tengdar fréttir Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00 Utanríkisráðherra segir að eingöngu eigi að kjósa um aðild eða ekki aðild Ný tillaga um viðræðuslit við ESB væntanleg á næstu dögum. Ríkisstjórnin stefnir á viðræðuslit við ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 19:00 Færum aftur á byrjunarreit Afstaða ESB er óbreytt hvað varðar aðildarumsókn Íslands. Sendiherra ESB segir breytingar á sambandinu ekki skaða það starf sem þegar hafi verið unnið í samningum. Ný fiskveiðistefna og fjármálaeftirlit gagnist Íslandi. 22. janúar 2015 07:00 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Krefjast þess að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæði Aðstandendur útifundanna á Austurvelli vorið 2014 krefjast þess í tilkynningu að staðið verði við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. 14. janúar 2015 21:00
Utanríkisráðherra segir að eingöngu eigi að kjósa um aðild eða ekki aðild Ný tillaga um viðræðuslit við ESB væntanleg á næstu dögum. Ríkisstjórnin stefnir á viðræðuslit við ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 19:00
Færum aftur á byrjunarreit Afstaða ESB er óbreytt hvað varðar aðildarumsókn Íslands. Sendiherra ESB segir breytingar á sambandinu ekki skaða það starf sem þegar hafi verið unnið í samningum. Ný fiskveiðistefna og fjármálaeftirlit gagnist Íslandi. 22. janúar 2015 07:00
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54