Innlent

Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla

Jakob Bjarnar skrifar
Yfirmenn RÚV hafa ekki viljað gefa þumlung eftir í viðræðum við Adolf Inga um starfslok hans.
Yfirmenn RÚV hafa ekki viljað gefa þumlung eftir í viðræðum við Adolf Inga um starfslok hans. Vísir
Stjórn Bandalags háskólamanna hefur ákveðið að höfða prófmál á hendur RÚV. Málið snýst um biðlaun Adolfs Inga Erlingssonar íþróttafréttamanns en hann hefur átt í árangurslausum samningaviðræðum við RÚV um biðlaunarétt sinn.

Kjarninn greinir frá þessu en Vísir fjallaði á sínum tíma um mál Adolfs Inga, sem rekinn var frá stofnuninni í nóvember árið 2013. Hann taldi sig þá grátt leikinn og sagði Vísi þá að hann ætlaði í mál við RÚV. Nú hefur sem sagt dregið til tíðinda í málinu en Páll Halldórsson, formaður BHM, segir Kjarnanum að mikilvægt sé að dómstólar skeri úr um stöðu og réttindi starfsmanna stofnana sem breytt er í opinber hlutafélög.

Adolf Ingi segir farir sínar ekki sléttar, stofnunin hafi gert tilraun til að hlunnfara sig í samningum en honum var „þröngvað gegn mínum vilja af vöktum og hætta að vinna í sjónvarpinu og vinna bara á vef og í útvarpi samþykkti ég það með þeim skilmálum að ég héldi mínum tekjum. Það var samþykkt, sem betur fer í votta viðurvist, því það var síðan svikið. Ég reyndi í heilt ár að fá leiðréttingu á þessu en árangurslaust.“

Adolf Ingi greindi frá því að hann hafi, meðan hann starfaði undir stjórn Kristínar Hálfdánardóttur, mátt sæta heiftarlegu einelti á vinnustað.


Tengdar fréttir

Adolf Ingi á ströndinni með klappstýrum

Adolf Ingi Erlingsson verður með innslög frá Evrópumótinu í strandhandbolta á vef Evrópska handboltasambandsins í sumar. "Það verður diskótekari sem heldur uppi fjörinu, klappstýrur og læti,“ segir Dolli.

Adolf Ingi ætlar í mál við RÚV

Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður telur sig grátt leikinn af yfirmönnum Ríkisútvarpsins og undirbýr nú málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann telur sig hafa mátt sæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×