Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2015 10:00 Óhætt er að segja að ráðherrar og þingmenn Framsóknar hafi brugðist skjótt við skipan Gústafs Níelssonar í morgun. Vísir Mikil ólga er í Framsóknarflokknum vegna skipan sagnfræðingsins Gústafs Níelssonar sem varamanns í Mannréttindaráð Reykjavíkur fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík.Sjá einnig: Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir skipan Gústafs vera að hennar mati óásættanlega og telur rétt að afturkalla hana hið fyrsta. „Gústaf hefur með ítrekuðum hætti lýst viðhorfum sem ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins, viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa. Ég tel rétt að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík afturkalli þessa skipan hið fyrsta,“ skrifar Eygló á Facebook. Post by Eygló Harðardóttir. Skilur ekki Framsókn og flugvallarvini Þá skorar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á Framsókn og flugvallarvini að endurskipa varamann í ráðið og tryggja að sá einstaklingur endurspegli betur grunngildi flokksins. „Ég skil ekki ákvörðun Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík að skipa Gústaf Níelsson varamann í mannréttindaráð borgarinnar og tel það ekki samrýmast gildum flokksins að skipa mann sem tala fyrir mismunun eftir trú og kynferði,“ skrifar Gunnar Bragi á Facebook. Post by Gunnar Bragi Sveinsson.Standi vörð um grunngildi flokksins Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, tjáir sig ekki beint um skipan Gústafs en segir á Facebook í dag að nú þurfi framsóknarfólk um allt land að standa vörð um grunngildi flokksins. „Virðum mannréttindi og trúarskoðanir fólks. Höfnum öfgum og fordómum. Ég tilheyri stjórnmálaflokki sem hefur þessi orð í sinni grundvallarstefnu. Ég mun aldrei taka þátt í því að sveigja stefnu Framsóknarflokksins á aðrar brautir,“ skrifar Birkir Jón á Facebook. Post by Birkir Jón Jónsson.„Komin langt yfir strikið“ Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segist harma skipun borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík á Gústafi sem varamanni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. „Þessi framganga Framsóknar og flugvallarvina er komin langt yfir strikið. Málflutningur sem þessi á ekki heima í Framsóknarflokknum,“ skrifar Ágúst Bjarni og segist taka undir með Birki Jóni Jónssyni og gerir orð hans að sínum. Post by Ágúst Bjarni Garðarsson.„Nú er nóg komið“ Þá segist Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafa gengið í Framsóknarflokkinn eftir að hafa lesið stefnu hans. „Þessari stefnu hef ég ekki beygt frá. Kannski vildi ég ekki trúa því að fólk fylgdi ekki þessari stefnu sem eru grunngildi flokksins en nú er komið nóg. Ég fagna því fjölmenningarsamfélagi sem við búum í, það hefur kennt mér mikið. Vandamálið virðist speglast í fáfræði og vona ég innilega að það fólk afli sér upplýsinga og finni frið í sálu sinni.“ Post by Hanna María Sigmundsdóttir.Þá hefur Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, einnig bæst í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt þessa skipan. „Af gefnu tilefni vifl ég lýsa vanþóknun minni á skipan Gústafs Níelssonar sem varamanns Framsóknar og Flugvallarvina í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þessi ráðstöfun er mér með öllu óskiljanleg,“ skrifar Þorsteinn á Facebook í dag. Tengdar fréttir Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 „Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Mikil ólga er í Framsóknarflokknum vegna skipan sagnfræðingsins Gústafs Níelssonar sem varamanns í Mannréttindaráð Reykjavíkur fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík.Sjá einnig: Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir skipan Gústafs vera að hennar mati óásættanlega og telur rétt að afturkalla hana hið fyrsta. „Gústaf hefur með ítrekuðum hætti lýst viðhorfum sem ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins, viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa. Ég tel rétt að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík afturkalli þessa skipan hið fyrsta,“ skrifar Eygló á Facebook. Post by Eygló Harðardóttir. Skilur ekki Framsókn og flugvallarvini Þá skorar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á Framsókn og flugvallarvini að endurskipa varamann í ráðið og tryggja að sá einstaklingur endurspegli betur grunngildi flokksins. „Ég skil ekki ákvörðun Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík að skipa Gústaf Níelsson varamann í mannréttindaráð borgarinnar og tel það ekki samrýmast gildum flokksins að skipa mann sem tala fyrir mismunun eftir trú og kynferði,“ skrifar Gunnar Bragi á Facebook. Post by Gunnar Bragi Sveinsson.Standi vörð um grunngildi flokksins Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, tjáir sig ekki beint um skipan Gústafs en segir á Facebook í dag að nú þurfi framsóknarfólk um allt land að standa vörð um grunngildi flokksins. „Virðum mannréttindi og trúarskoðanir fólks. Höfnum öfgum og fordómum. Ég tilheyri stjórnmálaflokki sem hefur þessi orð í sinni grundvallarstefnu. Ég mun aldrei taka þátt í því að sveigja stefnu Framsóknarflokksins á aðrar brautir,“ skrifar Birkir Jón á Facebook. Post by Birkir Jón Jónsson.„Komin langt yfir strikið“ Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segist harma skipun borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík á Gústafi sem varamanni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. „Þessi framganga Framsóknar og flugvallarvina er komin langt yfir strikið. Málflutningur sem þessi á ekki heima í Framsóknarflokknum,“ skrifar Ágúst Bjarni og segist taka undir með Birki Jóni Jónssyni og gerir orð hans að sínum. Post by Ágúst Bjarni Garðarsson.„Nú er nóg komið“ Þá segist Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafa gengið í Framsóknarflokkinn eftir að hafa lesið stefnu hans. „Þessari stefnu hef ég ekki beygt frá. Kannski vildi ég ekki trúa því að fólk fylgdi ekki þessari stefnu sem eru grunngildi flokksins en nú er komið nóg. Ég fagna því fjölmenningarsamfélagi sem við búum í, það hefur kennt mér mikið. Vandamálið virðist speglast í fáfræði og vona ég innilega að það fólk afli sér upplýsinga og finni frið í sálu sinni.“ Post by Hanna María Sigmundsdóttir.Þá hefur Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, einnig bæst í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt þessa skipan. „Af gefnu tilefni vifl ég lýsa vanþóknun minni á skipan Gústafs Níelssonar sem varamanns Framsóknar og Flugvallarvina í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þessi ráðstöfun er mér með öllu óskiljanleg,“ skrifar Þorsteinn á Facebook í dag.
Tengdar fréttir Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 „Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40
„Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12
„Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01
Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19