Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2015 10:00 Óhætt er að segja að ráðherrar og þingmenn Framsóknar hafi brugðist skjótt við skipan Gústafs Níelssonar í morgun. Vísir Mikil ólga er í Framsóknarflokknum vegna skipan sagnfræðingsins Gústafs Níelssonar sem varamanns í Mannréttindaráð Reykjavíkur fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík.Sjá einnig: Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir skipan Gústafs vera að hennar mati óásættanlega og telur rétt að afturkalla hana hið fyrsta. „Gústaf hefur með ítrekuðum hætti lýst viðhorfum sem ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins, viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa. Ég tel rétt að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík afturkalli þessa skipan hið fyrsta,“ skrifar Eygló á Facebook. Post by Eygló Harðardóttir. Skilur ekki Framsókn og flugvallarvini Þá skorar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á Framsókn og flugvallarvini að endurskipa varamann í ráðið og tryggja að sá einstaklingur endurspegli betur grunngildi flokksins. „Ég skil ekki ákvörðun Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík að skipa Gústaf Níelsson varamann í mannréttindaráð borgarinnar og tel það ekki samrýmast gildum flokksins að skipa mann sem tala fyrir mismunun eftir trú og kynferði,“ skrifar Gunnar Bragi á Facebook. Post by Gunnar Bragi Sveinsson.Standi vörð um grunngildi flokksins Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, tjáir sig ekki beint um skipan Gústafs en segir á Facebook í dag að nú þurfi framsóknarfólk um allt land að standa vörð um grunngildi flokksins. „Virðum mannréttindi og trúarskoðanir fólks. Höfnum öfgum og fordómum. Ég tilheyri stjórnmálaflokki sem hefur þessi orð í sinni grundvallarstefnu. Ég mun aldrei taka þátt í því að sveigja stefnu Framsóknarflokksins á aðrar brautir,“ skrifar Birkir Jón á Facebook. Post by Birkir Jón Jónsson.„Komin langt yfir strikið“ Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segist harma skipun borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík á Gústafi sem varamanni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. „Þessi framganga Framsóknar og flugvallarvina er komin langt yfir strikið. Málflutningur sem þessi á ekki heima í Framsóknarflokknum,“ skrifar Ágúst Bjarni og segist taka undir með Birki Jóni Jónssyni og gerir orð hans að sínum. Post by Ágúst Bjarni Garðarsson.„Nú er nóg komið“ Þá segist Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafa gengið í Framsóknarflokkinn eftir að hafa lesið stefnu hans. „Þessari stefnu hef ég ekki beygt frá. Kannski vildi ég ekki trúa því að fólk fylgdi ekki þessari stefnu sem eru grunngildi flokksins en nú er komið nóg. Ég fagna því fjölmenningarsamfélagi sem við búum í, það hefur kennt mér mikið. Vandamálið virðist speglast í fáfræði og vona ég innilega að það fólk afli sér upplýsinga og finni frið í sálu sinni.“ Post by Hanna María Sigmundsdóttir.Þá hefur Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, einnig bæst í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt þessa skipan. „Af gefnu tilefni vifl ég lýsa vanþóknun minni á skipan Gústafs Níelssonar sem varamanns Framsóknar og Flugvallarvina í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þessi ráðstöfun er mér með öllu óskiljanleg,“ skrifar Þorsteinn á Facebook í dag. Tengdar fréttir Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 „Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Mikil ólga er í Framsóknarflokknum vegna skipan sagnfræðingsins Gústafs Níelssonar sem varamanns í Mannréttindaráð Reykjavíkur fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Gústaf er flokksbundinn sjálfstæðismaður sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslima en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík.Sjá einnig: Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir skipan Gústafs vera að hennar mati óásættanlega og telur rétt að afturkalla hana hið fyrsta. „Gústaf hefur með ítrekuðum hætti lýst viðhorfum sem ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins, viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa. Ég tel rétt að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík afturkalli þessa skipan hið fyrsta,“ skrifar Eygló á Facebook. Post by Eygló Harðardóttir. Skilur ekki Framsókn og flugvallarvini Þá skorar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á Framsókn og flugvallarvini að endurskipa varamann í ráðið og tryggja að sá einstaklingur endurspegli betur grunngildi flokksins. „Ég skil ekki ákvörðun Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík að skipa Gústaf Níelsson varamann í mannréttindaráð borgarinnar og tel það ekki samrýmast gildum flokksins að skipa mann sem tala fyrir mismunun eftir trú og kynferði,“ skrifar Gunnar Bragi á Facebook. Post by Gunnar Bragi Sveinsson.Standi vörð um grunngildi flokksins Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, tjáir sig ekki beint um skipan Gústafs en segir á Facebook í dag að nú þurfi framsóknarfólk um allt land að standa vörð um grunngildi flokksins. „Virðum mannréttindi og trúarskoðanir fólks. Höfnum öfgum og fordómum. Ég tilheyri stjórnmálaflokki sem hefur þessi orð í sinni grundvallarstefnu. Ég mun aldrei taka þátt í því að sveigja stefnu Framsóknarflokksins á aðrar brautir,“ skrifar Birkir Jón á Facebook. Post by Birkir Jón Jónsson.„Komin langt yfir strikið“ Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, segist harma skipun borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík á Gústafi sem varamanni í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. „Þessi framganga Framsóknar og flugvallarvina er komin langt yfir strikið. Málflutningur sem þessi á ekki heima í Framsóknarflokknum,“ skrifar Ágúst Bjarni og segist taka undir með Birki Jóni Jónssyni og gerir orð hans að sínum. Post by Ágúst Bjarni Garðarsson.„Nú er nóg komið“ Þá segist Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafa gengið í Framsóknarflokkinn eftir að hafa lesið stefnu hans. „Þessari stefnu hef ég ekki beygt frá. Kannski vildi ég ekki trúa því að fólk fylgdi ekki þessari stefnu sem eru grunngildi flokksins en nú er komið nóg. Ég fagna því fjölmenningarsamfélagi sem við búum í, það hefur kennt mér mikið. Vandamálið virðist speglast í fáfræði og vona ég innilega að það fólk afli sér upplýsinga og finni frið í sálu sinni.“ Post by Hanna María Sigmundsdóttir.Þá hefur Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, einnig bæst í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt þessa skipan. „Af gefnu tilefni vifl ég lýsa vanþóknun minni á skipan Gústafs Níelssonar sem varamanns Framsóknar og Flugvallarvina í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þessi ráðstöfun er mér með öllu óskiljanleg,“ skrifar Þorsteinn á Facebook í dag.
Tengdar fréttir Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40 „Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12 „Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01 Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar Gústaf Níelsson er yfirlýstur andstæðingur mosku í Reykjavík og flokksbundinn Sjálfstæðismaður. 20. janúar 2015 22:40
„Mér finnst að það þurfi ekkert að reisa hérna mosku“ Sveinbjörg Birna Björnsdóttir segist ekki hafa verið á móti mosku i kosningabaráttunni en að nú sé hún það. 10. október 2014 09:12
„Framsókn fór yfir ákveðna línu í kosningabaráttunni “ "Framsóknarflokkurinn þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en við getum starfað með honum,“ segir Dagur B. Eggertsson nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur. 17. júní 2014 00:01
Sveinbjörg Birna um andstæðinga múslima: „Þeir veðjuðu á rangan hest“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir var spurð hvort að Framsóknarflokkurinn ætlaði að beita sér fyrir afturköllun lóðarinnar. „Nei, en við ætlum að beita okkur fyrir því að það fari fram lögleg stjórnsýsla í Reykjavík.“ Vísir fer yfir ummæli Sveinbjargar fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 18. júní 2014 17:19